Starfsemi stærstu hótela og rútufyrirtækja myndi lamast Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 20:00 Starfsemi allra stærstu hótela landsins mun meira og minna lamast komi röð verkfalla starfsmanna Eflingar og VR sem félögin greindu frá í dag til framkvæmda. Verkföllin munu einnig ná til stærstu rútufyrirtækjanna sem flytja þúsundir farþega og ferðamanna á hverjum degi. Efling og VR boða sameignlegar aðgerðir með vinnustöðvun félagsmanna þeirra sem nær til nær allra starfsmanna tuttugu stærstu hótela landsins. Þar má nefna Fosshótel, Íslandshótel, Flugleiðahótel, Cabin, KEA hótelin, Holtið, 101 hótel svo nokkur séu nefnd. Starfsemi þessarra hótela mun því að öllum líkindum lamast verði að aðgerðunum. Félögin munu boða til atkvæðagreiðslu um allar aðgerðirnar í einu í næstu viku. Fyrsta verkfallið stendur yfir í sólarhring frá miðnætti hins 22. mars. Þar á eftir er boðað til tveggja sólarhringa verkfalls frá og með 28. mars og síðan kæmu þriggja daga verkföll frá og með 3. apríl, 9. apríl, 15. apríl og 23. apríl. Ef samningar hafa ekki náðst þegar þarna er komið yrði boðað til ótímabundins verkfalls frá og með verkalýðsdeginum1. maí. Þessi verkföll ná einnig til starfsmanna félaganna hjá rútufyrirtækjunum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands.Hér má sjá verkfallsdagana rauðmerkta á dagatali.Grafík/Stöð 2„Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Að auki tilkynnti Verkalýðsfélag Akraness í dag að atkvæðagreiðsla um boðun allsherjarverkfall félagsmanna fari fram dagana 29. mars til 5. apríl. Samþykki félagsmenn verkfall myndi það hefjast hinn 12. apríl. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkföll valda miklu tjóni í samfélaginu og draga úr getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum í framtíðinni. „Þannig að ég hef miklar áhyggjur af verkföllum. Verkföll mynda allra tjón í samfélaginu og það er eitthvað sem ég vil forðast í lengstu lög,” segir framkvæmdastjóri SA.Hér má sjá lista yfir þau hótel sem verða fyrir áhrifum af verkfallsaðgerðunum.Grafík/Stöð 2 Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Starfsemi allra stærstu hótela landsins mun meira og minna lamast komi röð verkfalla starfsmanna Eflingar og VR sem félögin greindu frá í dag til framkvæmda. Verkföllin munu einnig ná til stærstu rútufyrirtækjanna sem flytja þúsundir farþega og ferðamanna á hverjum degi. Efling og VR boða sameignlegar aðgerðir með vinnustöðvun félagsmanna þeirra sem nær til nær allra starfsmanna tuttugu stærstu hótela landsins. Þar má nefna Fosshótel, Íslandshótel, Flugleiðahótel, Cabin, KEA hótelin, Holtið, 101 hótel svo nokkur séu nefnd. Starfsemi þessarra hótela mun því að öllum líkindum lamast verði að aðgerðunum. Félögin munu boða til atkvæðagreiðslu um allar aðgerðirnar í einu í næstu viku. Fyrsta verkfallið stendur yfir í sólarhring frá miðnætti hins 22. mars. Þar á eftir er boðað til tveggja sólarhringa verkfalls frá og með 28. mars og síðan kæmu þriggja daga verkföll frá og með 3. apríl, 9. apríl, 15. apríl og 23. apríl. Ef samningar hafa ekki náðst þegar þarna er komið yrði boðað til ótímabundins verkfalls frá og með verkalýðsdeginum1. maí. Þessi verkföll ná einnig til starfsmanna félaganna hjá rútufyrirtækjunum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands.Hér má sjá verkfallsdagana rauðmerkta á dagatali.Grafík/Stöð 2„Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Að auki tilkynnti Verkalýðsfélag Akraness í dag að atkvæðagreiðsla um boðun allsherjarverkfall félagsmanna fari fram dagana 29. mars til 5. apríl. Samþykki félagsmenn verkfall myndi það hefjast hinn 12. apríl. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkföll valda miklu tjóni í samfélaginu og draga úr getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum í framtíðinni. „Þannig að ég hef miklar áhyggjur af verkföllum. Verkföll mynda allra tjón í samfélaginu og það er eitthvað sem ég vil forðast í lengstu lög,” segir framkvæmdastjóri SA.Hér má sjá lista yfir þau hótel sem verða fyrir áhrifum af verkfallsaðgerðunum.Grafík/Stöð 2
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24