Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld verðum við með ítarlega umfjöllun um kjaramálin og yfirvofandi verkfallsboðanir Eflingar og VR. Starfsemi allra stærstu hótela landsins mun meira eða minna lamast komi röð verkfalla sem félögin greindu frá í dag til framkvæmda. Við tölum við helstu forkólfa verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda en einnig við suma þeirra sem verkfallið mun hafa bein áhrif á.

Í fréttunum verður líka fylgst með hremmingjum Wow air. Það fékk viðbótarfrest í einn mánuð til að ganga frá sínum málum, en fjárfestar virðast telja minnkandi líkur á að það takist.

Við segjum frá fangaflutningi sem virðist ætla að verða til þess að draga úr spennunni milli Indlands og Pakistan, Mottumars sem var að byrja og þrjátíu ára afmæli bjórsölu á Íslandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×