Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari og eigandi Skálar segir í samtali við Veitingageirann að Harris og Burtka hafi fengið sér nánast allt á matseðlinum.
„Voru mjög sáttir, elskuðu matinn og vibe-ið í mathöllinni,“ bætir Gísli við. Hann fékk jafnframt mynd af sér með köppunum á Hlemmi og ekki er annað að sjá en að þeir njóti sín vel í mathöllinni.
Harris er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Barney Stinson í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother. Burtka hefur einnig getið sér gott orð sem leikari vestanhafs en hann er einnig menntaður kokkur.