Nýtum færið Hörður Ægisson skrifar 1. mars 2019 07:00 Það hefur flest fallið með okkur á undanförnum árum. Þannig hafa utanaðkomandi þættir, hagstæð viðskiptakjör og lágt olíuverð, verið okkur hagfelldir og þá hefur stjórnvöldum tekist að leysa farsællega úr öllum stærstu eftirmálum fjármálahrunsins, ekki hvað síst við losun fjármagnshafta. Uppsveiflan hefur ekki byggst á erlendri skuldsetningu heldur einkum vexti útflutningstekna. Viðskiptaafgangur hefur verið viðvarandi og erlend staða þjóðarbúsins aldrei betri. Á sama tíma og við höfum upplifað efnahagsuppgang hefur verðbólgan haldist um eða undir verðbólgumarkmiði sem aftur hefur gefið Seðlabankanum færi á að lækka vexti. Þetta hefur með öðrum orðum verið einstakt tímabil í íslenskri hagsögu – og ef við förum ekki fram úr okkur er útlitið bjart. Lífskjör langsamlega flestra Íslendinga, en auðvitað ekki allra, hafa því batnað stórkostlega á aðeins örfáum árum. Frá 2015 hefur kaupmáttur aukist um fjórðung en til samanburðar nemur uppsöfnuð kaupmáttaraukning síðustu þrjátíu ára samanlagt um 65 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að sammælast um að leggja áherslu á að varðveita þennan mikla og skjóta árangur með skynsamlegum kjarasamningum, sem hafa það að markmiði að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára, en um leið horfa til sértækra aðgerða – með aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga – sem miða að því að bæta stöðu þeirra lægst launuðu, einkum á húsnæðismarkaði. Á slíkri niðurstöðu myndu allir launþegahópar græða. Hin leiðin, sem við þekkjum svo vel, myndi hins vegar aðeins færa okkur enn eina efnahagslegu kollsteypuna. Viðvarandi óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram framleiðniaukningu, er ein helsta ástæða þess að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í gengismálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessar einföldu hagstjórnarreglur hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Þær launakröfur sem nú eru settar fram í yfirstandandi kjaraviðræðum væru aðeins til þess fallnar að viðhalda þessu ástandi. Ekki aðeins myndum við sjá fram á tímabil aukinnar verðbólgu og vaxtahækkana Seðlabankans heldur yrði afleiðingin einnig meiri verðhækkanir en ella á fasteignamarkaði sem myndi hitta þá verst fyrir, einkum ungt fólk, sem nú eru að reyna að fjármagna kaup á eigin húsnæði. Það getur ekki verið markmiðið með kröfum sumra stéttarfélaganna. Ísland er í einstakri stöðu. Vegna sterkrar stöðu þjóðarbúsins – meðal annars hóflegrar verðbólgu, fjárlagaafgangs, lítilla skulda ríkissjóðs, mikils viðskiptaafgangs – eru allar forsendur fyrir hendi til að vextir geti lækkað enn frekar á komandi árum. Á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í síðustu viku benti Már Guðmundsson seðlabankastjóri á að „við værum örugglega með lægri vexti núna“ ef langtímaverðbólguvæntingar hefðu ekki farið hækkandi að undanförnu. Sú þróun hefur ekki síst stafað af óvissu á vinnumarkaði. Þá sagði seðlabankastjóri við sama tilefni að það væri „skrifað í kortin að ef við fáum kjarasamninga sem samrýmast verðbólgumarkmiðinu og við erum að horfa upp á þessa kólnun halda áfram með þessum hætti þá skapast svigrúm til þess að verðbólguvæntingarnar lækki og við getum lækkað vexti enn neðar“. Fyrir íslensk heimili myndi fátt hafa í för með sér meiri kjarabætur. Nýtum færið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur flest fallið með okkur á undanförnum árum. Þannig hafa utanaðkomandi þættir, hagstæð viðskiptakjör og lágt olíuverð, verið okkur hagfelldir og þá hefur stjórnvöldum tekist að leysa farsællega úr öllum stærstu eftirmálum fjármálahrunsins, ekki hvað síst við losun fjármagnshafta. Uppsveiflan hefur ekki byggst á erlendri skuldsetningu heldur einkum vexti útflutningstekna. Viðskiptaafgangur hefur verið viðvarandi og erlend staða þjóðarbúsins aldrei betri. Á sama tíma og við höfum upplifað efnahagsuppgang hefur verðbólgan haldist um eða undir verðbólgumarkmiði sem aftur hefur gefið Seðlabankanum færi á að lækka vexti. Þetta hefur með öðrum orðum verið einstakt tímabil í íslenskri hagsögu – og ef við förum ekki fram úr okkur er útlitið bjart. Lífskjör langsamlega flestra Íslendinga, en auðvitað ekki allra, hafa því batnað stórkostlega á aðeins örfáum árum. Frá 2015 hefur kaupmáttur aukist um fjórðung en til samanburðar nemur uppsöfnuð kaupmáttaraukning síðustu þrjátíu ára samanlagt um 65 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að sammælast um að leggja áherslu á að varðveita þennan mikla og skjóta árangur með skynsamlegum kjarasamningum, sem hafa það að markmiði að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára, en um leið horfa til sértækra aðgerða – með aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga – sem miða að því að bæta stöðu þeirra lægst launuðu, einkum á húsnæðismarkaði. Á slíkri niðurstöðu myndu allir launþegahópar græða. Hin leiðin, sem við þekkjum svo vel, myndi hins vegar aðeins færa okkur enn eina efnahagslegu kollsteypuna. Viðvarandi óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram framleiðniaukningu, er ein helsta ástæða þess að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í gengismálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessar einföldu hagstjórnarreglur hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Þær launakröfur sem nú eru settar fram í yfirstandandi kjaraviðræðum væru aðeins til þess fallnar að viðhalda þessu ástandi. Ekki aðeins myndum við sjá fram á tímabil aukinnar verðbólgu og vaxtahækkana Seðlabankans heldur yrði afleiðingin einnig meiri verðhækkanir en ella á fasteignamarkaði sem myndi hitta þá verst fyrir, einkum ungt fólk, sem nú eru að reyna að fjármagna kaup á eigin húsnæði. Það getur ekki verið markmiðið með kröfum sumra stéttarfélaganna. Ísland er í einstakri stöðu. Vegna sterkrar stöðu þjóðarbúsins – meðal annars hóflegrar verðbólgu, fjárlagaafgangs, lítilla skulda ríkissjóðs, mikils viðskiptaafgangs – eru allar forsendur fyrir hendi til að vextir geti lækkað enn frekar á komandi árum. Á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í síðustu viku benti Már Guðmundsson seðlabankastjóri á að „við værum örugglega með lægri vexti núna“ ef langtímaverðbólguvæntingar hefðu ekki farið hækkandi að undanförnu. Sú þróun hefur ekki síst stafað af óvissu á vinnumarkaði. Þá sagði seðlabankastjóri við sama tilefni að það væri „skrifað í kortin að ef við fáum kjarasamninga sem samrýmast verðbólgumarkmiðinu og við erum að horfa upp á þessa kólnun halda áfram með þessum hætti þá skapast svigrúm til þess að verðbólguvæntingarnar lækki og við getum lækkað vexti enn neðar“. Fyrir íslensk heimili myndi fátt hafa í för með sér meiri kjarabætur. Nýtum færið.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun