Nýtum færið Hörður Ægisson skrifar 1. mars 2019 07:00 Það hefur flest fallið með okkur á undanförnum árum. Þannig hafa utanaðkomandi þættir, hagstæð viðskiptakjör og lágt olíuverð, verið okkur hagfelldir og þá hefur stjórnvöldum tekist að leysa farsællega úr öllum stærstu eftirmálum fjármálahrunsins, ekki hvað síst við losun fjármagnshafta. Uppsveiflan hefur ekki byggst á erlendri skuldsetningu heldur einkum vexti útflutningstekna. Viðskiptaafgangur hefur verið viðvarandi og erlend staða þjóðarbúsins aldrei betri. Á sama tíma og við höfum upplifað efnahagsuppgang hefur verðbólgan haldist um eða undir verðbólgumarkmiði sem aftur hefur gefið Seðlabankanum færi á að lækka vexti. Þetta hefur með öðrum orðum verið einstakt tímabil í íslenskri hagsögu – og ef við förum ekki fram úr okkur er útlitið bjart. Lífskjör langsamlega flestra Íslendinga, en auðvitað ekki allra, hafa því batnað stórkostlega á aðeins örfáum árum. Frá 2015 hefur kaupmáttur aukist um fjórðung en til samanburðar nemur uppsöfnuð kaupmáttaraukning síðustu þrjátíu ára samanlagt um 65 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að sammælast um að leggja áherslu á að varðveita þennan mikla og skjóta árangur með skynsamlegum kjarasamningum, sem hafa það að markmiði að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára, en um leið horfa til sértækra aðgerða – með aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga – sem miða að því að bæta stöðu þeirra lægst launuðu, einkum á húsnæðismarkaði. Á slíkri niðurstöðu myndu allir launþegahópar græða. Hin leiðin, sem við þekkjum svo vel, myndi hins vegar aðeins færa okkur enn eina efnahagslegu kollsteypuna. Viðvarandi óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram framleiðniaukningu, er ein helsta ástæða þess að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í gengismálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessar einföldu hagstjórnarreglur hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Þær launakröfur sem nú eru settar fram í yfirstandandi kjaraviðræðum væru aðeins til þess fallnar að viðhalda þessu ástandi. Ekki aðeins myndum við sjá fram á tímabil aukinnar verðbólgu og vaxtahækkana Seðlabankans heldur yrði afleiðingin einnig meiri verðhækkanir en ella á fasteignamarkaði sem myndi hitta þá verst fyrir, einkum ungt fólk, sem nú eru að reyna að fjármagna kaup á eigin húsnæði. Það getur ekki verið markmiðið með kröfum sumra stéttarfélaganna. Ísland er í einstakri stöðu. Vegna sterkrar stöðu þjóðarbúsins – meðal annars hóflegrar verðbólgu, fjárlagaafgangs, lítilla skulda ríkissjóðs, mikils viðskiptaafgangs – eru allar forsendur fyrir hendi til að vextir geti lækkað enn frekar á komandi árum. Á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í síðustu viku benti Már Guðmundsson seðlabankastjóri á að „við værum örugglega með lægri vexti núna“ ef langtímaverðbólguvæntingar hefðu ekki farið hækkandi að undanförnu. Sú þróun hefur ekki síst stafað af óvissu á vinnumarkaði. Þá sagði seðlabankastjóri við sama tilefni að það væri „skrifað í kortin að ef við fáum kjarasamninga sem samrýmast verðbólgumarkmiðinu og við erum að horfa upp á þessa kólnun halda áfram með þessum hætti þá skapast svigrúm til þess að verðbólguvæntingarnar lækki og við getum lækkað vexti enn neðar“. Fyrir íslensk heimili myndi fátt hafa í för með sér meiri kjarabætur. Nýtum færið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur flest fallið með okkur á undanförnum árum. Þannig hafa utanaðkomandi þættir, hagstæð viðskiptakjör og lágt olíuverð, verið okkur hagfelldir og þá hefur stjórnvöldum tekist að leysa farsællega úr öllum stærstu eftirmálum fjármálahrunsins, ekki hvað síst við losun fjármagnshafta. Uppsveiflan hefur ekki byggst á erlendri skuldsetningu heldur einkum vexti útflutningstekna. Viðskiptaafgangur hefur verið viðvarandi og erlend staða þjóðarbúsins aldrei betri. Á sama tíma og við höfum upplifað efnahagsuppgang hefur verðbólgan haldist um eða undir verðbólgumarkmiði sem aftur hefur gefið Seðlabankanum færi á að lækka vexti. Þetta hefur með öðrum orðum verið einstakt tímabil í íslenskri hagsögu – og ef við förum ekki fram úr okkur er útlitið bjart. Lífskjör langsamlega flestra Íslendinga, en auðvitað ekki allra, hafa því batnað stórkostlega á aðeins örfáum árum. Frá 2015 hefur kaupmáttur aukist um fjórðung en til samanburðar nemur uppsöfnuð kaupmáttaraukning síðustu þrjátíu ára samanlagt um 65 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að sammælast um að leggja áherslu á að varðveita þennan mikla og skjóta árangur með skynsamlegum kjarasamningum, sem hafa það að markmiði að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára, en um leið horfa til sértækra aðgerða – með aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga – sem miða að því að bæta stöðu þeirra lægst launuðu, einkum á húsnæðismarkaði. Á slíkri niðurstöðu myndu allir launþegahópar græða. Hin leiðin, sem við þekkjum svo vel, myndi hins vegar aðeins færa okkur enn eina efnahagslegu kollsteypuna. Viðvarandi óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram framleiðniaukningu, er ein helsta ástæða þess að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í gengismálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessar einföldu hagstjórnarreglur hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Þær launakröfur sem nú eru settar fram í yfirstandandi kjaraviðræðum væru aðeins til þess fallnar að viðhalda þessu ástandi. Ekki aðeins myndum við sjá fram á tímabil aukinnar verðbólgu og vaxtahækkana Seðlabankans heldur yrði afleiðingin einnig meiri verðhækkanir en ella á fasteignamarkaði sem myndi hitta þá verst fyrir, einkum ungt fólk, sem nú eru að reyna að fjármagna kaup á eigin húsnæði. Það getur ekki verið markmiðið með kröfum sumra stéttarfélaganna. Ísland er í einstakri stöðu. Vegna sterkrar stöðu þjóðarbúsins – meðal annars hóflegrar verðbólgu, fjárlagaafgangs, lítilla skulda ríkissjóðs, mikils viðskiptaafgangs – eru allar forsendur fyrir hendi til að vextir geti lækkað enn frekar á komandi árum. Á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í síðustu viku benti Már Guðmundsson seðlabankastjóri á að „við værum örugglega með lægri vexti núna“ ef langtímaverðbólguvæntingar hefðu ekki farið hækkandi að undanförnu. Sú þróun hefur ekki síst stafað af óvissu á vinnumarkaði. Þá sagði seðlabankastjóri við sama tilefni að það væri „skrifað í kortin að ef við fáum kjarasamninga sem samrýmast verðbólgumarkmiðinu og við erum að horfa upp á þessa kólnun halda áfram með þessum hætti þá skapast svigrúm til þess að verðbólguvæntingarnar lækki og við getum lækkað vexti enn neðar“. Fyrir íslensk heimili myndi fátt hafa í för með sér meiri kjarabætur. Nýtum færið.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar