Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2019 20:45 Einar Ísfjörð, verslunarstjóri Staðarskála, telur að fyrsti hamborgarinn hafi verið seldur í gamla Staðarskála. Stöð 2/Einar Árnason. Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Hamborgarinn hefur lengi verið einn vinsælasti skyndibitaréttur landsmanna. En getur verið að það hafi verið norður í Hrútafirði sem þessi réttur birtist fyrst á matseðli íslensks veitingastaðar?Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð í gærkvöldi rakti verslunarstjóri N1 í Staðarskála, Einar Ísfjörð, nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskála. „Mér skilst að á sínum tíma hafi verið starfsstúlka sem hafi verið að vinna hjá þeim hérna í Staðarskála, sem hafi farið til Ameríku, og kom með frá Ameríku að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni,“ segir Einar.Var þetta fyrsti hamborgarastaðurinn á Íslandi? Veitingaskálinn á Stað var opnaður í júní árið 1960 og fór þá að selja hamborgara.Mynd/Staðarhópurinn.Bára Guðmundsdóttir, sem rak Staðarskála ásamt eiginmanni sínum og mági, bræðrunum Magnúsi og Eiríki Gíslasonum, telur að þetta hafi gerst í júní 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Stúlkan sem kynnti þeim hamborgarann heitir Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir og er núna 88 ára gömul en hún hafði verið þerna á skipi í siglingum til Ameríku. Bára Guðmundsdóttir, einn af stofnendum Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Þeir tóku þetta náttúrulega strax bræðurnir og fóru að láta framleiða hamborgara og gerðu það hér í skálanum sjálfir. En þá fengu þeir engan til að baka fyrir sig brauð með korni. Það vildi enginn bakari baka brauð með korni, þótti þetta bara vitlaust,“ segir Einar. „En svo fengu þeir bakara á Blönduósi sem sá um að baka fyrir þá í mörg ár brauð með korni. Þar af leiðandi held ég að fyrsti hamborgarinn hafi nú verið snæddur hér í Staðarskála, - á Íslandi.“ Hamborgarabrauðin fyrir Staðarskála voru bökuð á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.-Þú heldur að það hafi enginn verið í Reykjavík fyrri til? „Ja, nú veit ég ekki. En við skulum segja úti á landi. Við skulum eigna okkur það.“ Og nú langar okkur að spyrja lesendur hvort einhver viti til þess að annar íslenskur veitingastaður hafi verið fyrri til að selja Íslendingum hamborgara. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnaþing vestra Matur Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Hamborgarinn hefur lengi verið einn vinsælasti skyndibitaréttur landsmanna. En getur verið að það hafi verið norður í Hrútafirði sem þessi réttur birtist fyrst á matseðli íslensks veitingastaðar?Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð í gærkvöldi rakti verslunarstjóri N1 í Staðarskála, Einar Ísfjörð, nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskála. „Mér skilst að á sínum tíma hafi verið starfsstúlka sem hafi verið að vinna hjá þeim hérna í Staðarskála, sem hafi farið til Ameríku, og kom með frá Ameríku að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni,“ segir Einar.Var þetta fyrsti hamborgarastaðurinn á Íslandi? Veitingaskálinn á Stað var opnaður í júní árið 1960 og fór þá að selja hamborgara.Mynd/Staðarhópurinn.Bára Guðmundsdóttir, sem rak Staðarskála ásamt eiginmanni sínum og mági, bræðrunum Magnúsi og Eiríki Gíslasonum, telur að þetta hafi gerst í júní 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Stúlkan sem kynnti þeim hamborgarann heitir Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir og er núna 88 ára gömul en hún hafði verið þerna á skipi í siglingum til Ameríku. Bára Guðmundsdóttir, einn af stofnendum Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Þeir tóku þetta náttúrulega strax bræðurnir og fóru að láta framleiða hamborgara og gerðu það hér í skálanum sjálfir. En þá fengu þeir engan til að baka fyrir sig brauð með korni. Það vildi enginn bakari baka brauð með korni, þótti þetta bara vitlaust,“ segir Einar. „En svo fengu þeir bakara á Blönduósi sem sá um að baka fyrir þá í mörg ár brauð með korni. Þar af leiðandi held ég að fyrsti hamborgarinn hafi nú verið snæddur hér í Staðarskála, - á Íslandi.“ Hamborgarabrauðin fyrir Staðarskála voru bökuð á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.-Þú heldur að það hafi enginn verið í Reykjavík fyrri til? „Ja, nú veit ég ekki. En við skulum segja úti á landi. Við skulum eigna okkur það.“ Og nú langar okkur að spyrja lesendur hvort einhver viti til þess að annar íslenskur veitingastaður hafi verið fyrri til að selja Íslendingum hamborgara. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnaþing vestra Matur Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45