Heilbrigðiseftirlitið gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn Bergur Garðarsson skrifar 19. mars 2019 19:15 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn í reglubundnu eftirliti í nóvember. Fossvogsskóla var lokað vegna raka-og loftgæðamála rúmum fjórum mánuðum síðar. Deildarstjóri Umhverfiseftirlits borgarinnar segir farið að verklagsreglum við eftirlit sem fer fram einu sinni á ári í grunnskólum borgarinnar. Á stuttum tíma hefur Reykjavíkurborg þurft að ráðast í útttektir eða umbætur vegna raka og myglu í fjórum grunnskólum borgarinnar. Raki eða grunur um raka í fjórum skólum Í gær var gerð úttekt á Seljaskóla, umbætur eru í gangi í Breiðholtsskóla og beðið er niðurstöðu úr mælingum úr Ártúnsskóla. Þá lokaði Fossvogsskóla fyrr í þessum mánuði vegna raka og lélegra loftgæða en þar þarf að ráðast í umfangsmiklar úrbætur en ráðgert er að skólastarf hefjist þar að nýju í haust. Gaf Fossvogsskóla fjóra af fimm í einkunn Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur eftirlit með hollustuháttum í Reykjavík og fer í vettvangsferðir einu sinni á ári í skóla borgarinnar. Margir þættir eru kannaðir. Þeirra á meðal eru loftgæði, raki, raka-og lekaskemmdir og spurt er um þekkt raka-og lekavandamál. Byggingarefnum er hins vegar ekki raskað. Heilbrigðiseftirlitið gaf Fossvogsskóla fjóra af fimm í einkunn í nóvember sem þýðir að kröfur hafi verið uppfylltar en einhverjar ábendingar hafi verið gerðar. Engar þeirra voru sérstaklega vegna raka. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk engar kvartanir um húsnæði Fossvogsskóla við reglubundið eftirlit í nóvember að sögn Rósu Magnúsdóttur deildarstjóra Umhverfiseftirlits eftirlitsins. Engar kvartanir bárust Rósa Magnúsdóttir deildarstjóri Umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að við eftirlitið hafi öllum verklagsreglum verið fylgt. „Húsnæðið var skoðað samkvæmt okkar verklagsreglum og gengið um það með ábyrgðaraðila innan skólans og spurt eins og venjulega hvort það væru einhverjar sérstakar ábendingar um eitthvað sem ekki væri í lagi. Svo var ekki,“ segir Rósa. Rósa tekur fram að raki og rakaskemmdir sem síðar hafi fundist hafi til dæmis verið í kennaraaðstöðu sem Heilbrigðiseftirlitið kanni ekki heldur Vinnueftirlitið sem hafi umsjón með rými kennara í grunnskólum borarinnar. Þá hafi engar kvartanir komið fram við eftirlit Heilbrigðiseftirlitsins í nóvember. „Okkur var ekki sýnt neitt sérstaklega að það væru vandamál. Alls ekki. Við fengum heldur ekki ábendingar frá foreldrum eða öðrum en við að sjálfsögðu tökum á móti kvörtunum eða einhverjar eru frá almenningi eða öllum,“ segir Rósa. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn í reglubundnu eftirliti í nóvember. Fossvogsskóla var lokað vegna raka-og loftgæðamála rúmum fjórum mánuðum síðar. Deildarstjóri Umhverfiseftirlits borgarinnar segir farið að verklagsreglum við eftirlit sem fer fram einu sinni á ári í grunnskólum borgarinnar. Á stuttum tíma hefur Reykjavíkurborg þurft að ráðast í útttektir eða umbætur vegna raka og myglu í fjórum grunnskólum borgarinnar. Raki eða grunur um raka í fjórum skólum Í gær var gerð úttekt á Seljaskóla, umbætur eru í gangi í Breiðholtsskóla og beðið er niðurstöðu úr mælingum úr Ártúnsskóla. Þá lokaði Fossvogsskóla fyrr í þessum mánuði vegna raka og lélegra loftgæða en þar þarf að ráðast í umfangsmiklar úrbætur en ráðgert er að skólastarf hefjist þar að nýju í haust. Gaf Fossvogsskóla fjóra af fimm í einkunn Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur eftirlit með hollustuháttum í Reykjavík og fer í vettvangsferðir einu sinni á ári í skóla borgarinnar. Margir þættir eru kannaðir. Þeirra á meðal eru loftgæði, raki, raka-og lekaskemmdir og spurt er um þekkt raka-og lekavandamál. Byggingarefnum er hins vegar ekki raskað. Heilbrigðiseftirlitið gaf Fossvogsskóla fjóra af fimm í einkunn í nóvember sem þýðir að kröfur hafi verið uppfylltar en einhverjar ábendingar hafi verið gerðar. Engar þeirra voru sérstaklega vegna raka. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk engar kvartanir um húsnæði Fossvogsskóla við reglubundið eftirlit í nóvember að sögn Rósu Magnúsdóttur deildarstjóra Umhverfiseftirlits eftirlitsins. Engar kvartanir bárust Rósa Magnúsdóttir deildarstjóri Umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að við eftirlitið hafi öllum verklagsreglum verið fylgt. „Húsnæðið var skoðað samkvæmt okkar verklagsreglum og gengið um það með ábyrgðaraðila innan skólans og spurt eins og venjulega hvort það væru einhverjar sérstakar ábendingar um eitthvað sem ekki væri í lagi. Svo var ekki,“ segir Rósa. Rósa tekur fram að raki og rakaskemmdir sem síðar hafi fundist hafi til dæmis verið í kennaraaðstöðu sem Heilbrigðiseftirlitið kanni ekki heldur Vinnueftirlitið sem hafi umsjón með rými kennara í grunnskólum borarinnar. Þá hafi engar kvartanir komið fram við eftirlit Heilbrigðiseftirlitsins í nóvember. „Okkur var ekki sýnt neitt sérstaklega að það væru vandamál. Alls ekki. Við fengum heldur ekki ábendingar frá foreldrum eða öðrum en við að sjálfsögðu tökum á móti kvörtunum eða einhverjar eru frá almenningi eða öllum,“ segir Rósa.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent