Enn óvissa með fiskútflutning vegna Brexit Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2019 15:34 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Vísir/stefán Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. Enn ríki þó óvissa um útflutning sem fer um Bretland inn á meginland Evrópu. Utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi hefðu náð bráðabirgðasamkomulagi við Breta vegna vöruviðskipta ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu sem á að gerast hinn 29. mars að óbreyttu.Samningurinn mun tryggja áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands a.m.k. á sömu tollkjörum og gilda í dag. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir alltaf létti þegar óvissu sé eytt. „Miðað við alla vega það sem verið hefur kynnt er verið að tala um óbreytta umgjörð viðskipta. Það er í sjálfu sér mjög jákvætt. Síða hafa Bretar auðvitað líka birt bráðabirgða trollskrá sem á að gilda í allt að eitt ár frá útgöngu og það jafnvel þótt það verði útganga án samnings,” segir Heiðrún Lind. Þetta þýði að nær allar fiskafurðir geti talist tollfrjálsar í Bretlandi. Markmiðið um að fá betri eða jafngóð viðskiptakjör virðist því vera að ganga eftir miðað við fyrstu fréttir. Magnið sem talað sé um sé svipað því og flutt hafi verið út til Bretlands á undanförnum árum. „Þetta eru auðvitað mikilir hagsmunir í húfi. Útflutningsverðmæti okkar til Bretlands í fyrra voru 37 milljarðar króna. Þetta eru rúmlega 15 prósent af útflutningsverðmæti okkar í sjávarafurðum í heild,” segir Heiðrún Lind. Bráðabirgðasamkomulagið sé jákvætt skref þótt allri óvissu í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafi ekki verið eytt, til að mynda varðandi íslenskan fisk sem fer áfram frá Bretlandi til meginlands Evrópu og þar með inn í Evrópusambandið. „Annars vegar er fiskur unninn að einhverju leyti í Bretlandi, í vinnslum í Bretlandi sem fer áfram til meginlandsins. Þar gæti mögulega orðið eitthvað stopp. Svo er líka áhætta í tengslum við flutning um Bretland. Þar sem fiskurinn er í raun bara flyuttur inn á Immingham sem dæmi og fer svo beint áfram til meginlandsins. Maður veit í raun ekki hvað verður þegar þetta síðan skellur á,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Brexit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. Enn ríki þó óvissa um útflutning sem fer um Bretland inn á meginland Evrópu. Utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi hefðu náð bráðabirgðasamkomulagi við Breta vegna vöruviðskipta ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu sem á að gerast hinn 29. mars að óbreyttu.Samningurinn mun tryggja áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands a.m.k. á sömu tollkjörum og gilda í dag. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir alltaf létti þegar óvissu sé eytt. „Miðað við alla vega það sem verið hefur kynnt er verið að tala um óbreytta umgjörð viðskipta. Það er í sjálfu sér mjög jákvætt. Síða hafa Bretar auðvitað líka birt bráðabirgða trollskrá sem á að gilda í allt að eitt ár frá útgöngu og það jafnvel þótt það verði útganga án samnings,” segir Heiðrún Lind. Þetta þýði að nær allar fiskafurðir geti talist tollfrjálsar í Bretlandi. Markmiðið um að fá betri eða jafngóð viðskiptakjör virðist því vera að ganga eftir miðað við fyrstu fréttir. Magnið sem talað sé um sé svipað því og flutt hafi verið út til Bretlands á undanförnum árum. „Þetta eru auðvitað mikilir hagsmunir í húfi. Útflutningsverðmæti okkar til Bretlands í fyrra voru 37 milljarðar króna. Þetta eru rúmlega 15 prósent af útflutningsverðmæti okkar í sjávarafurðum í heild,” segir Heiðrún Lind. Bráðabirgðasamkomulagið sé jákvætt skref þótt allri óvissu í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafi ekki verið eytt, til að mynda varðandi íslenskan fisk sem fer áfram frá Bretlandi til meginlands Evrópu og þar með inn í Evrópusambandið. „Annars vegar er fiskur unninn að einhverju leyti í Bretlandi, í vinnslum í Bretlandi sem fer áfram til meginlandsins. Þar gæti mögulega orðið eitthvað stopp. Svo er líka áhætta í tengslum við flutning um Bretland. Þar sem fiskurinn er í raun bara flyuttur inn á Immingham sem dæmi og fer svo beint áfram til meginlandsins. Maður veit í raun ekki hvað verður þegar þetta síðan skellur á,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Brexit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20
Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32
Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47