Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2019 11:15 Arnar Þór Jónsson er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. fréttablaðið/anton brink Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. Hann segir niðurstöðu dómstólsins nýja tegund af óskapnaði „sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt,“ eins og segir í aðsendri grein Arnars Þórs í Morgunblaðinu í dag. Í greininni varar Arnar Þór við að niðurstaða meirihluta MDE og umræður um einstakar persónur byrgja sýn gagnvart samhengi hlutanna og þeim hagsmunum sem séu í húfi. Arnar Þór segir að með úrlausn sinni á málinu hafi meirihluti dómstólsins „sýnt stjórnskipulegri valdtemprun hér á landi lítilsvirðingu með því að gefa ekkert fyrir þá staðreynd að bæði Alþingi og Hæstiréttur Íslands, sem og raunar forseti lýðveldisins að undangenginni lögfræðilegri úttekt, höfðu áður fjallað um málið og að þessar meginstoðir lýðveldisins höfðu ekki látið tilgreinda annmarka leiða til þeirrar niðurstöðu sem meirihluti MDE kemst að, þ.e. að ástæða sé til að draga í efa að málsaðilar njóti réttlátrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómurum. Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niðurstaðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt.“ Öllu alvarlegra að erlendur dómstóll hafi tekið fram fyrir hendurnar á handhöfum ríkisvaldsins Í grein sinni segir Arnar Þór að niðurstaða MDE hafi sett íslenskt réttarkerfi í uppnám. Að öllu óbreyttu munu svo eftirskjálftarnir vara lengi. Á meðan krefjast dæmdir menn þess að afplánun þeirra verði frestað en Arnar Þór telur öllu alvarlegra að erlendur dómstóll hafi tekið fram fyrir hendurnar á lögmætum handhöfum íslensk ríkisvalds. „Þeir síðarnefndu svara til ábyrgðar gagnvart íslenskum almenningi, en MDE ekki. Vilji menn láta þetta yfir sig ganga er eins gott að þeir séu meðvitaðir um fórnarkostnaðinn. Ef íslenska ríkið mótmælir ekki niðurstöðunni væri búið að leggja línu sem er á skjön við ákvæði stjórnarskrár um æðstu handhöfn ríkisvalds. Afleiðingar þess má nú þegar sjá í því uppnámi laga og friðar sem niðurstaða MDE hefur valdið. Hér er því um grundvallarmál að ræða fyrir lýðveldið Ísland, sem kallar á sérstaka athygli og snör viðbrögð. Úrlausn MDE má jafna til þess að dómstóllinn ýti til hliðar stjórnskipunarhefðum sem hafa verið öldum saman í mótun. Með því má segja að MDE taki sér æðsta (og ótemprað) vald yfir lögum, stjórnmálum og lagaframkvæmd á Íslandi. Í því samhengi geta menn velt fyrir sér hvort MDE hefði komist að sömu niðurstöðu ef stærra ríki en Ísland hefði átt í hlut. Fái þessi niðurstaða að standa er verið að skera á böndin milli íslensks almennings og þeirra stofnana sem fara með æðsta ákvörðunarvald í málefnum þjóðarinnar. Dómur MDE endurspeglar vafalaust færni dómaranna í lögtækni, en getur verið að þarna hafi menn farið að hugsa of mikið um hið tæknilega á kostnað yfirsýnar, heildarsamhengis og þess sem kenna mætti við efnisleg mannréttindabrot? Ef svo er, þá hefur MDE misst sjónar á boltanum sem dómnum er ætlað að vakta,“ segir Arnar Þór í grein sinni en hana má í heild sinni lesa í Morgunblaðinu í dag. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. Hann segir niðurstöðu dómstólsins nýja tegund af óskapnaði „sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt,“ eins og segir í aðsendri grein Arnars Þórs í Morgunblaðinu í dag. Í greininni varar Arnar Þór við að niðurstaða meirihluta MDE og umræður um einstakar persónur byrgja sýn gagnvart samhengi hlutanna og þeim hagsmunum sem séu í húfi. Arnar Þór segir að með úrlausn sinni á málinu hafi meirihluti dómstólsins „sýnt stjórnskipulegri valdtemprun hér á landi lítilsvirðingu með því að gefa ekkert fyrir þá staðreynd að bæði Alþingi og Hæstiréttur Íslands, sem og raunar forseti lýðveldisins að undangenginni lögfræðilegri úttekt, höfðu áður fjallað um málið og að þessar meginstoðir lýðveldisins höfðu ekki látið tilgreinda annmarka leiða til þeirrar niðurstöðu sem meirihluti MDE kemst að, þ.e. að ástæða sé til að draga í efa að málsaðilar njóti réttlátrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómurum. Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niðurstaðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt.“ Öllu alvarlegra að erlendur dómstóll hafi tekið fram fyrir hendurnar á handhöfum ríkisvaldsins Í grein sinni segir Arnar Þór að niðurstaða MDE hafi sett íslenskt réttarkerfi í uppnám. Að öllu óbreyttu munu svo eftirskjálftarnir vara lengi. Á meðan krefjast dæmdir menn þess að afplánun þeirra verði frestað en Arnar Þór telur öllu alvarlegra að erlendur dómstóll hafi tekið fram fyrir hendurnar á lögmætum handhöfum íslensk ríkisvalds. „Þeir síðarnefndu svara til ábyrgðar gagnvart íslenskum almenningi, en MDE ekki. Vilji menn láta þetta yfir sig ganga er eins gott að þeir séu meðvitaðir um fórnarkostnaðinn. Ef íslenska ríkið mótmælir ekki niðurstöðunni væri búið að leggja línu sem er á skjön við ákvæði stjórnarskrár um æðstu handhöfn ríkisvalds. Afleiðingar þess má nú þegar sjá í því uppnámi laga og friðar sem niðurstaða MDE hefur valdið. Hér er því um grundvallarmál að ræða fyrir lýðveldið Ísland, sem kallar á sérstaka athygli og snör viðbrögð. Úrlausn MDE má jafna til þess að dómstóllinn ýti til hliðar stjórnskipunarhefðum sem hafa verið öldum saman í mótun. Með því má segja að MDE taki sér æðsta (og ótemprað) vald yfir lögum, stjórnmálum og lagaframkvæmd á Íslandi. Í því samhengi geta menn velt fyrir sér hvort MDE hefði komist að sömu niðurstöðu ef stærra ríki en Ísland hefði átt í hlut. Fái þessi niðurstaða að standa er verið að skera á böndin milli íslensks almennings og þeirra stofnana sem fara með æðsta ákvörðunarvald í málefnum þjóðarinnar. Dómur MDE endurspeglar vafalaust færni dómaranna í lögtækni, en getur verið að þarna hafi menn farið að hugsa of mikið um hið tæknilega á kostnað yfirsýnar, heildarsamhengis og þess sem kenna mætti við efnisleg mannréttindabrot? Ef svo er, þá hefur MDE misst sjónar á boltanum sem dómnum er ætlað að vakta,“ segir Arnar Þór í grein sinni en hana má í heild sinni lesa í Morgunblaðinu í dag.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Sjá meira