Gagnaveitan skilaði 192 milljóna hagnaði Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 08:20 Rekstrarkostnaður dróst saman og tekjur jukust. Gagnaveita Reykjavíkur Starfsemi Gagnaveitu Reykjavíkur á árinu 2018 skilaði 192 milljóna króna hagnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gagnaveitunni en þar segir að lykillinn að því sé að á sama tíma og tekjur uxu með vaxandi vinsældum Ljósleiðarans dróst rekstrarkostnaður saman. Nú sér fyrir endann á því mikla fjárfestingarverkefni að hvert einasta heimili í þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu verði tengt Ljósleiðaranum og eigi kost á Eitt gíg netsambandi. Um 70% heimila í landinu eiga nú kost á að nýta sér Ljósleiðarann. „Þessi afkoma er í samræmi við okkar áætlanir. Tæplega 100 þúsund heimili á Íslandi hafa fengið kost á tengingu við hágæðasamband Ljósleiðarans síðustu ár. Með því að tengingu allra heimila í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins er að ljúka og öll tengd heimili eiga kost á Eitt gíg sambandi dregur úr fjárfestingum. Viðskiptavinum sem velja Ljósleiðarann fjölgar stöðugt og tekjurnar vaxa þar með. Ísland er á meðal fremstu þjóða í hraða fjarskiptasambanda. Það er mikilvæg forsenda samkeppnishæfni landsins, atvinnulífs og íbúa,“ er haft eftir Erlingi Frey Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Gagnaveitunnar. Ljósleiðarinn er opið grunnnet fjarskipta sem fjarskiptafyrirtæki á samkeppnismarkaði nýta til að bjóða þjónustu sína. Fyrirtækin sem bjóða þjónustu um Ljósleiðarann í dag eru Nova, Vodafone, Hringdu og Hringiðan. Öllum sem tengd eru Ljósleiðaranum býðst tengihraðinn Eitt gíg, eða 1.000 megabit á sekúndu, hvort sem er við upphal eða niðurhal. Ljósleiðarinn er í eigu Gagnaveitu Reykjavíkur, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur. Fjarskipti Reykjavík Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Starfsemi Gagnaveitu Reykjavíkur á árinu 2018 skilaði 192 milljóna króna hagnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gagnaveitunni en þar segir að lykillinn að því sé að á sama tíma og tekjur uxu með vaxandi vinsældum Ljósleiðarans dróst rekstrarkostnaður saman. Nú sér fyrir endann á því mikla fjárfestingarverkefni að hvert einasta heimili í þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu verði tengt Ljósleiðaranum og eigi kost á Eitt gíg netsambandi. Um 70% heimila í landinu eiga nú kost á að nýta sér Ljósleiðarann. „Þessi afkoma er í samræmi við okkar áætlanir. Tæplega 100 þúsund heimili á Íslandi hafa fengið kost á tengingu við hágæðasamband Ljósleiðarans síðustu ár. Með því að tengingu allra heimila í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins er að ljúka og öll tengd heimili eiga kost á Eitt gíg sambandi dregur úr fjárfestingum. Viðskiptavinum sem velja Ljósleiðarann fjölgar stöðugt og tekjurnar vaxa þar með. Ísland er á meðal fremstu þjóða í hraða fjarskiptasambanda. Það er mikilvæg forsenda samkeppnishæfni landsins, atvinnulífs og íbúa,“ er haft eftir Erlingi Frey Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Gagnaveitunnar. Ljósleiðarinn er opið grunnnet fjarskipta sem fjarskiptafyrirtæki á samkeppnismarkaði nýta til að bjóða þjónustu sína. Fyrirtækin sem bjóða þjónustu um Ljósleiðarann í dag eru Nova, Vodafone, Hringdu og Hringiðan. Öllum sem tengd eru Ljósleiðaranum býðst tengihraðinn Eitt gíg, eða 1.000 megabit á sekúndu, hvort sem er við upphal eða niðurhal. Ljósleiðarinn er í eigu Gagnaveitu Reykjavíkur, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.
Fjarskipti Reykjavík Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira