Birkir um Aston Villa: Kom ekki til greina að fara í janúar Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 12:30 Það er óhætt að segja að síðustu vikur hafi verið erfiðar hjá Birkir Bjarnasyni í Aston Villa, sem leikur í ensku B-deildinni. Birkir hefur spilað aðeins sex mínútur í deildinni síðan 19. janúar. Birkir er nú kominn til Peralada á Spáni þar sem hann undirbýr sig nú ásamt íslenska landsliðinu fyrir fyrstu leiki þess í undankeppni EM 2020. „Mér líður mjög vel hjá Aston Villa,“ segir Birkir fyrst og fremst um dvöl sína hjá félaginu, en þar hefur hann verið síðan hann var keyptur frá Basel í janúar 2017. „Ég er þó alls ekki sáttur með að hafa spilað svona lítið síðustu mánuði. Svona er þetta. Ég verð að halda áfram og reyna mitt besta, vona að ég fái fleiri tækifæri.“ Hann segir að það hafi ekki komið til tals að hann færi frá Aston Villa þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. „Ekki eins og staðan er núna. En við sjáum til hvað gerist, eftir þetta tímabil á ég eitt ár eftir af samningi mínum. Mér líður hjá vel hjá félaginu og vonandi fæ ég aftur tækifæri.“ Aston Villa er í sjötta sæti ensku B-deildarinnar en liðin í 3.-6. sæti taka þátt í umspili um eitt laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. „Við erum að ná að festa okkur í sessi í umspilssæti og ég ætla að gera allt sem ég get þessa síðustu tvo mánuði tímbilsins til að halda mér í formi og hjálpa liðinu. Svo sjáum við til hvað gerist í sumar.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Það er óhætt að segja að síðustu vikur hafi verið erfiðar hjá Birkir Bjarnasyni í Aston Villa, sem leikur í ensku B-deildinni. Birkir hefur spilað aðeins sex mínútur í deildinni síðan 19. janúar. Birkir er nú kominn til Peralada á Spáni þar sem hann undirbýr sig nú ásamt íslenska landsliðinu fyrir fyrstu leiki þess í undankeppni EM 2020. „Mér líður mjög vel hjá Aston Villa,“ segir Birkir fyrst og fremst um dvöl sína hjá félaginu, en þar hefur hann verið síðan hann var keyptur frá Basel í janúar 2017. „Ég er þó alls ekki sáttur með að hafa spilað svona lítið síðustu mánuði. Svona er þetta. Ég verð að halda áfram og reyna mitt besta, vona að ég fái fleiri tækifæri.“ Hann segir að það hafi ekki komið til tals að hann færi frá Aston Villa þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. „Ekki eins og staðan er núna. En við sjáum til hvað gerist, eftir þetta tímabil á ég eitt ár eftir af samningi mínum. Mér líður hjá vel hjá félaginu og vonandi fæ ég aftur tækifæri.“ Aston Villa er í sjötta sæti ensku B-deildarinnar en liðin í 3.-6. sæti taka þátt í umspili um eitt laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. „Við erum að ná að festa okkur í sessi í umspilssæti og ég ætla að gera allt sem ég get þessa síðustu tvo mánuði tímbilsins til að halda mér í formi og hjálpa liðinu. Svo sjáum við til hvað gerist í sumar.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00