Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Mjög vinsæl gönguleið er upp á Úlfarsfell. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vill að fjarskiptabúnaður sem settur hafi verið upp í óleyfi á Úlfarsfelli „verði fjarlægður tafarlaust“. Borgarráð tók fyrir á fimmtudag tillögu borgarinnar og fyrirtækisins Sýnar að deiliskipulagi fyrir 1,3 hektara svæði á toppi Úlfarsfells vegna 50 metra hás fjarskiptamasturs fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Vigdís Hauksdóttir bókaði að Miðflokkurinn legðist alfarið gegn þessum framkvæmdum „á einum vinsælasta útsýnisstað borgarinnar“. Að sögn Vigdísar hefur Reykjavíkurborg gengið hart fram í málinu og þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals, Grafarholts sem og íbúa borgarinnar almennt. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúahverfi er forkastanlegt. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni,“ bókaði Vigdís. Um væri að ræða hagsmuni einkafyrirtækis en ekki íbúa. „Þessari aðför verður að ljúka hér og sú gríðarlega andstaða sem fram kemur í aðsendum athugasemdum í kjölfar auglýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir verði virt,“ segir áfram í bókun Vigdísar. Borgarráðsfulltrúar meirihluta flokka Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna bókuðu hins vegar að mikið hafi farið fyrir hræðsluáróðri og rangfærslum í tengslum við málið. „Er slíkum dylgjum og rangfærslum vísað á bug,“ bókaði meirihlutinn og kvað staðreyndir tala sínu máli. Toppur Úlfarsfells sé góð staðsetning fyrir umræddan búnað og Skipulagsstofnun segi áætlanir um útsýnispall og notkun náttúrulegs efnis mikilvæga áherslu á útivistargildi svæðisins. „Þá skal ítrekað að rannsóknir sýna að geislun frá mastri af þessu tagi eru langt undir öllum viðmiðunarmörkum og af þeim stafar engin heilsufarsógn,“ bókuðu meirihlutafulltrúarnir og sögðust „fagna því að loks verði fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu tryggð með nýju mastri“. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda græn svæði eins og kostur er og hlúa að útivistarsvæðum. Úlfarsfellið er eitt mest vaxandi göngusvæði borgarbúa og aðdráttarafl útivistarfólks.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vill að fjarskiptabúnaður sem settur hafi verið upp í óleyfi á Úlfarsfelli „verði fjarlægður tafarlaust“. Borgarráð tók fyrir á fimmtudag tillögu borgarinnar og fyrirtækisins Sýnar að deiliskipulagi fyrir 1,3 hektara svæði á toppi Úlfarsfells vegna 50 metra hás fjarskiptamasturs fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Vigdís Hauksdóttir bókaði að Miðflokkurinn legðist alfarið gegn þessum framkvæmdum „á einum vinsælasta útsýnisstað borgarinnar“. Að sögn Vigdísar hefur Reykjavíkurborg gengið hart fram í málinu og þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals, Grafarholts sem og íbúa borgarinnar almennt. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúahverfi er forkastanlegt. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni,“ bókaði Vigdís. Um væri að ræða hagsmuni einkafyrirtækis en ekki íbúa. „Þessari aðför verður að ljúka hér og sú gríðarlega andstaða sem fram kemur í aðsendum athugasemdum í kjölfar auglýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir verði virt,“ segir áfram í bókun Vigdísar. Borgarráðsfulltrúar meirihluta flokka Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna bókuðu hins vegar að mikið hafi farið fyrir hræðsluáróðri og rangfærslum í tengslum við málið. „Er slíkum dylgjum og rangfærslum vísað á bug,“ bókaði meirihlutinn og kvað staðreyndir tala sínu máli. Toppur Úlfarsfells sé góð staðsetning fyrir umræddan búnað og Skipulagsstofnun segi áætlanir um útsýnispall og notkun náttúrulegs efnis mikilvæga áherslu á útivistargildi svæðisins. „Þá skal ítrekað að rannsóknir sýna að geislun frá mastri af þessu tagi eru langt undir öllum viðmiðunarmörkum og af þeim stafar engin heilsufarsógn,“ bókuðu meirihlutafulltrúarnir og sögðust „fagna því að loks verði fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu tryggð með nýju mastri“. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda græn svæði eins og kostur er og hlúa að útivistarsvæðum. Úlfarsfellið er eitt mest vaxandi göngusvæði borgarbúa og aðdráttarafl útivistarfólks.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira