Gas! Gas! Guðmundur Brynjólfsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Í eina tíð var þetta samfélag með þá reisn að fannhvítir trukkabílstjórar upphófu mótmæli við hjartarætur íslensks samfélags, bensínstöðvarnar. En kölluðu um leið yfir sig vígbúna lögreglu sem þurfti að horfast Ray-Ban í Ray-Ban á við Stulla og félaga sem ekki höfðu lengur efni á að kaupa olíu á yfirveðsetta bíla sem keyptir höfðu verið sólgleraugnalaust í bjartsýniskasti því þörf var á því að grunnstoðir efnahagslífsins, fjárfestingarfyrirtækin, gætu vélað síðustu krónurnar út úr vel meinandi fjölskyldum sem ætluðu sér aldrei annað en „að vera með í lífinu“. Þá var lögreglan töff og gargaði „Gas! Gas!“ og úðaði gasi gengdarlaust yfir atvinnubílstjóra enda vígvöllurinn áfyllingarstöð. Sumir vilja meina að þessi átök hafi markað upphaf búsáhaldaóþekktarinnar sem síðar leiddi til þess að Geir Haarde varð sendiherra sem svo opinberaði að Steingrímur J. væri misskilningur sem endaði með því að Bjarna Ben var treyst fyrir peningum landsmanna. En nú er öldin önnur. Lögreglan vanbúin og hefur ekki annað en piparsprey og gólar vanmáttug á framandi fólk „Krydd! Krydd!“ en þykjast þó miklir menn og handtaka pappaspjöld því að mögulegt er að kveikja í þeim, séu menn með eldspýtur og ef menn eru í skjóli, og ætli menn að kveikja í þeim. Sem þó er alls ósannað – en hverju skiptir það í réttarríki þar sem dómstólarnir eru ekki annað en lögleg en illa hirt tjaldstæði fyrir flokksgæðinga. Piparúði! Því skríkir ekki löggan bara: „Eigum við að henda í ykkur Drakúlabrjóstsykri?“ Það myndi hæfa tilefninu, meintu uppþoti. Mótmælum fólks sem fór niður á Austurvöll vegna þess að það langar „að vera með í lífinu“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í eina tíð var þetta samfélag með þá reisn að fannhvítir trukkabílstjórar upphófu mótmæli við hjartarætur íslensks samfélags, bensínstöðvarnar. En kölluðu um leið yfir sig vígbúna lögreglu sem þurfti að horfast Ray-Ban í Ray-Ban á við Stulla og félaga sem ekki höfðu lengur efni á að kaupa olíu á yfirveðsetta bíla sem keyptir höfðu verið sólgleraugnalaust í bjartsýniskasti því þörf var á því að grunnstoðir efnahagslífsins, fjárfestingarfyrirtækin, gætu vélað síðustu krónurnar út úr vel meinandi fjölskyldum sem ætluðu sér aldrei annað en „að vera með í lífinu“. Þá var lögreglan töff og gargaði „Gas! Gas!“ og úðaði gasi gengdarlaust yfir atvinnubílstjóra enda vígvöllurinn áfyllingarstöð. Sumir vilja meina að þessi átök hafi markað upphaf búsáhaldaóþekktarinnar sem síðar leiddi til þess að Geir Haarde varð sendiherra sem svo opinberaði að Steingrímur J. væri misskilningur sem endaði með því að Bjarna Ben var treyst fyrir peningum landsmanna. En nú er öldin önnur. Lögreglan vanbúin og hefur ekki annað en piparsprey og gólar vanmáttug á framandi fólk „Krydd! Krydd!“ en þykjast þó miklir menn og handtaka pappaspjöld því að mögulegt er að kveikja í þeim, séu menn með eldspýtur og ef menn eru í skjóli, og ætli menn að kveikja í þeim. Sem þó er alls ósannað – en hverju skiptir það í réttarríki þar sem dómstólarnir eru ekki annað en lögleg en illa hirt tjaldstæði fyrir flokksgæðinga. Piparúði! Því skríkir ekki löggan bara: „Eigum við að henda í ykkur Drakúlabrjóstsykri?“ Það myndi hæfa tilefninu, meintu uppþoti. Mótmælum fólks sem fór niður á Austurvöll vegna þess að það langar „að vera með í lífinu“.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar