Eitt skref til baka hjá Gunnari Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. mars 2019 11:00 Keppt var í heimalandi Edwards en það var ekki að heyra því Íslendingar sem fjölmenntu til London til að styðja við bakið á Gunnari létu vel í sér heyra. Fréttablaðið/Getty Gunnar Nelson mátti sætta sig við fjórða tap ferilsins eftir að dómaraþríeykið úrskurðaði Leon Edwards sigur í búrinu á UFC bardagakvöldi í London um helgina. Er þetta fjórða tap Gunnars á ferlinum og það fjórða í síðustu átta bardögum en á sama tíma tókst Leon að vinna sjöunda bardagann í röð. Síðan Leon tapaði gegn núverandi veltivigtarmeistaranum Kamaru Usman hefur Leon barist sjö sinnum og unnið alla þá bardaga, þar af fimm sinnum á dómaraúrskurði og má búast við að hann fái titilbardaga innan skamms með þessu áframhaldi á meðan óvíst er hvaða bardaga Gunnar fær næst. Keppt var í heimalandi Edwards en það var ekki að heyra því Íslendingar sem fjölmenntu til London til að styðja við bakið á Gunnari létu vel í sér heyra. Virtist oft sem Íslendingurinn væri á heimavelli en ekki Edwards. Fyrsta lotan um helgina var jöfn, Gunnar var sókndjarfari framan af og sóttist eftir því að koma Leon í gólfið sem Leon var að reyna að forðast. Þegar Gunnar náði að koma Leon í gólfið eftir rúma mínútu var Leon vel undir það búinn og komst fljótlega á fætur á ný. Edwards náði að koma Gunnari í erfiða stöðu og skellti honum í gólfið þegar fyrsta lotan var hálfnuð en Gunnar náði að verjast vel þrátt fyrir erfiða stöðu. Leon náði inn á milli að koma að höggum sem skiluðu honum eflaust sigri í fyrstu lotunni. Í annarri lotu var það aftur Gunnar sem reyndi að sækja og koma bardaganum í gólfið á meðan þeir skiptust á höggum. Á lokamínútu annarrar lotu náði Gunnar góðum höggum en Edwards svaraði með olnbogaskoti sem kom Gunnari úr jafnvægi. Við það komst Edwards í lykilstöðu og lét höggin dynja á Gunnari síðustu tuttugu sekúndur lotunnar þegar Gunnar neyddist til að verjast úr gólfinu en Gunnari tókst að lifa af síðustu sekúndurnar. Það var því ljóst að Gunnar þurfti að klára bardagann í þriðju lotu og hélt Gunnar áfram að sækja strax í upphafi lotunnar en Edwards tókst enn og aftur að sleppa vel þegar Gunnar kom honum upp að búrinu. Var lotan því jöfn þar til á lokamínútunni þegar Gunnar náði að skella Leon í gólfið og reyndi að ná stöðu til að vinna bardagann en Edwards stóðst árásir Gunnars og hélt sjó síðustu mínútuna. „Ég er afar sáttur með frammistöðuna mína gegn góðum mótherja í Gunnari Nelson. Ég ber mikla virðingu fyrir Gunnari eftir frábæran bardaga og ég hlakka til að sjá hann berjast á ný,“ sagði Leon á Twitter-síðu sinni eftir bardagann eftir að hafa kallað Gunnar einn besta glímukappa veltivigtardeildarinnar í viðtölum eftir bardagann á laugardaginn. Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01 Kavanagh: Líður ömurlega John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær. 17. mars 2019 10:30 Edwards: Sagði við alla að ég ætlaði að taka Gunnar í gólfið Bretinn Leon Edwards var eðlilega brosmildur er hann hitti Vísi í O2 Arena í kvöld enda var hann að vinna risasigur á Gunnari Nelson. Sjöundi sigurinn hans í röð. 17. mars 2019 00:27 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Sjá meira
Gunnar Nelson mátti sætta sig við fjórða tap ferilsins eftir að dómaraþríeykið úrskurðaði Leon Edwards sigur í búrinu á UFC bardagakvöldi í London um helgina. Er þetta fjórða tap Gunnars á ferlinum og það fjórða í síðustu átta bardögum en á sama tíma tókst Leon að vinna sjöunda bardagann í röð. Síðan Leon tapaði gegn núverandi veltivigtarmeistaranum Kamaru Usman hefur Leon barist sjö sinnum og unnið alla þá bardaga, þar af fimm sinnum á dómaraúrskurði og má búast við að hann fái titilbardaga innan skamms með þessu áframhaldi á meðan óvíst er hvaða bardaga Gunnar fær næst. Keppt var í heimalandi Edwards en það var ekki að heyra því Íslendingar sem fjölmenntu til London til að styðja við bakið á Gunnari létu vel í sér heyra. Virtist oft sem Íslendingurinn væri á heimavelli en ekki Edwards. Fyrsta lotan um helgina var jöfn, Gunnar var sókndjarfari framan af og sóttist eftir því að koma Leon í gólfið sem Leon var að reyna að forðast. Þegar Gunnar náði að koma Leon í gólfið eftir rúma mínútu var Leon vel undir það búinn og komst fljótlega á fætur á ný. Edwards náði að koma Gunnari í erfiða stöðu og skellti honum í gólfið þegar fyrsta lotan var hálfnuð en Gunnar náði að verjast vel þrátt fyrir erfiða stöðu. Leon náði inn á milli að koma að höggum sem skiluðu honum eflaust sigri í fyrstu lotunni. Í annarri lotu var það aftur Gunnar sem reyndi að sækja og koma bardaganum í gólfið á meðan þeir skiptust á höggum. Á lokamínútu annarrar lotu náði Gunnar góðum höggum en Edwards svaraði með olnbogaskoti sem kom Gunnari úr jafnvægi. Við það komst Edwards í lykilstöðu og lét höggin dynja á Gunnari síðustu tuttugu sekúndur lotunnar þegar Gunnar neyddist til að verjast úr gólfinu en Gunnari tókst að lifa af síðustu sekúndurnar. Það var því ljóst að Gunnar þurfti að klára bardagann í þriðju lotu og hélt Gunnar áfram að sækja strax í upphafi lotunnar en Edwards tókst enn og aftur að sleppa vel þegar Gunnar kom honum upp að búrinu. Var lotan því jöfn þar til á lokamínútunni þegar Gunnar náði að skella Leon í gólfið og reyndi að ná stöðu til að vinna bardagann en Edwards stóðst árásir Gunnars og hélt sjó síðustu mínútuna. „Ég er afar sáttur með frammistöðuna mína gegn góðum mótherja í Gunnari Nelson. Ég ber mikla virðingu fyrir Gunnari eftir frábæran bardaga og ég hlakka til að sjá hann berjast á ný,“ sagði Leon á Twitter-síðu sinni eftir bardagann eftir að hafa kallað Gunnar einn besta glímukappa veltivigtardeildarinnar í viðtölum eftir bardagann á laugardaginn.
Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01 Kavanagh: Líður ömurlega John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær. 17. mars 2019 10:30 Edwards: Sagði við alla að ég ætlaði að taka Gunnar í gólfið Bretinn Leon Edwards var eðlilega brosmildur er hann hitti Vísi í O2 Arena í kvöld enda var hann að vinna risasigur á Gunnari Nelson. Sjöundi sigurinn hans í röð. 17. mars 2019 00:27 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Sjá meira
Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01
Kavanagh: Líður ömurlega John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær. 17. mars 2019 10:30
Edwards: Sagði við alla að ég ætlaði að taka Gunnar í gólfið Bretinn Leon Edwards var eðlilega brosmildur er hann hitti Vísi í O2 Arena í kvöld enda var hann að vinna risasigur á Gunnari Nelson. Sjöundi sigurinn hans í röð. 17. mars 2019 00:27