Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. mars 2019 07:45 Á liðnu ári rambaði ÍSP á barmi gjaldþrots og þurfti að fá neyðarlán frá ríkinu. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts ohf. (ÍSP), hyggst láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Þetta tilkynnti hann á aðalfundi félagsins í gær. Samhliða var ársreikningur félagsins birtur en fyrirtækið tapaði 293 milljónum á síðasta ári. Hagnaður ársins 2017 var til samanburðar 216 milljónir. Á liðnu ári rambaði ÍSP á barmi gjaldþrots og þurfti að fá neyðarlán frá íslenska ríkinu til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Fyrir jól var samþykkt heimild til að lána félaginu allt að milljarð til viðbótar. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að þeirri niðurstöðu að vandi Póstsins væri slíkur að ekki kæmi til greina að lána félaginu meira fé. Því var samþykkt heimild á hluthafafundi þann 6. mars til að auka hlutafé í því um allt að 1,5 milljarða. Áætlað er að neyðarláninu verði breytt í hlutafé og að 500 milljónir til viðbótar bætist við á vormánuðum. Í starfsþáttayfirliti sem birt er með ársskýrslu kemur fram að einkaréttarbréf hafi skilað 53 milljóna afgangi en rúmlega 1,1 milljarðs tap hafi verið á alþjónustuhlutanum. Veltufjárhlutfall hrapar milli ára, stendur nú í 0,63, eftir að kröfur á erlend fyrirtæki færðust í fastafjármuni efnahagsreikningsins. Hlutfall EBITDA í heildartekjum var 0,8 prósent nú samanborið við 8,3 prósent árið á undan og arðsemi eigin fjár hrapar úr jákvæðum 9,4 prósentum í neikvæð 11,6 prósent. Í ræðu sinni á aðalfundinum fór forstjóri ÍSP yfir slæma stöðu fyrirtækisins. Hana mætti meðal annars rekja til tregðu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) til að hækka gjaldskrár fyrirtækisins. Áætlaði Ingimundur að synjun stofnunarinnar á hækkun í fyrra hefði kostað fyrirtækið 513 milljónir króna. Einnig varð honum tíðrætt um alþjónustubyrði félagsins en ÍSP telur hana hafa numið 900 milljónum á liðnu ári. Enn fremur kom Ingimundur inn á það að fyrir Alþingi lægi fyrir frumvarp til nýrra póstþjónustulaga þar sem einkaréttur ÍSP verði loksins afnuminn. Það muni hafa í för með sér að virkir samkeppnismarkaðir myndist á höfuðborgarsvæðinu og mögulega Eyjafjarðarsvæðinu. Hins vegar muni þurfa að greiða úr því hvernig sinna eigi alþjónustu hér á landi á svæðum þar sem ekki er rekstrargrundvöllur fyrir samkeppni. Í nýju lögunum sé opnað á að ríkið geri þjónustusamning vegna þessa og fagnaði Ingimundur því enda ÍSP lengi kallað eftir slíku. „Það hefur ekki verið sérstaklega rætt hvenær ég hætti. Nú tek ég spjall við stjórnarformanninn og sé til hvernig við spilum úr því. Ég er ekkert að hlaupa frá þessu. Það tekur alltaf smá tíma að ráða nýjan mann,“ segir Ingimundur. Ingimundur segist hafa ætlað að hætta árið 2016 en þá hafi ekki verið réttur tími til að hætta. Nú sé hins vegar rétt að fá nýjan mann í brúna samhliða breyttu rekstrarumhverfi. Ákvörðunin hafi verið hans eigin og ekki hafi verið pressað á hann af hálfu stjórnar. Hann hafi tilkynnt stjórnarformanni ákvörðun sína fyrir fund. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts ohf. (ÍSP), hyggst láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Þetta tilkynnti hann á aðalfundi félagsins í gær. Samhliða var ársreikningur félagsins birtur en fyrirtækið tapaði 293 milljónum á síðasta ári. Hagnaður ársins 2017 var til samanburðar 216 milljónir. Á liðnu ári rambaði ÍSP á barmi gjaldþrots og þurfti að fá neyðarlán frá íslenska ríkinu til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Fyrir jól var samþykkt heimild til að lána félaginu allt að milljarð til viðbótar. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að þeirri niðurstöðu að vandi Póstsins væri slíkur að ekki kæmi til greina að lána félaginu meira fé. Því var samþykkt heimild á hluthafafundi þann 6. mars til að auka hlutafé í því um allt að 1,5 milljarða. Áætlað er að neyðarláninu verði breytt í hlutafé og að 500 milljónir til viðbótar bætist við á vormánuðum. Í starfsþáttayfirliti sem birt er með ársskýrslu kemur fram að einkaréttarbréf hafi skilað 53 milljóna afgangi en rúmlega 1,1 milljarðs tap hafi verið á alþjónustuhlutanum. Veltufjárhlutfall hrapar milli ára, stendur nú í 0,63, eftir að kröfur á erlend fyrirtæki færðust í fastafjármuni efnahagsreikningsins. Hlutfall EBITDA í heildartekjum var 0,8 prósent nú samanborið við 8,3 prósent árið á undan og arðsemi eigin fjár hrapar úr jákvæðum 9,4 prósentum í neikvæð 11,6 prósent. Í ræðu sinni á aðalfundinum fór forstjóri ÍSP yfir slæma stöðu fyrirtækisins. Hana mætti meðal annars rekja til tregðu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) til að hækka gjaldskrár fyrirtækisins. Áætlaði Ingimundur að synjun stofnunarinnar á hækkun í fyrra hefði kostað fyrirtækið 513 milljónir króna. Einnig varð honum tíðrætt um alþjónustubyrði félagsins en ÍSP telur hana hafa numið 900 milljónum á liðnu ári. Enn fremur kom Ingimundur inn á það að fyrir Alþingi lægi fyrir frumvarp til nýrra póstþjónustulaga þar sem einkaréttur ÍSP verði loksins afnuminn. Það muni hafa í för með sér að virkir samkeppnismarkaðir myndist á höfuðborgarsvæðinu og mögulega Eyjafjarðarsvæðinu. Hins vegar muni þurfa að greiða úr því hvernig sinna eigi alþjónustu hér á landi á svæðum þar sem ekki er rekstrargrundvöllur fyrir samkeppni. Í nýju lögunum sé opnað á að ríkið geri þjónustusamning vegna þessa og fagnaði Ingimundur því enda ÍSP lengi kallað eftir slíku. „Það hefur ekki verið sérstaklega rætt hvenær ég hætti. Nú tek ég spjall við stjórnarformanninn og sé til hvernig við spilum úr því. Ég er ekkert að hlaupa frá þessu. Það tekur alltaf smá tíma að ráða nýjan mann,“ segir Ingimundur. Ingimundur segist hafa ætlað að hætta árið 2016 en þá hafi ekki verið réttur tími til að hætta. Nú sé hins vegar rétt að fá nýjan mann í brúna samhliða breyttu rekstrarumhverfi. Ákvörðunin hafi verið hans eigin og ekki hafi verið pressað á hann af hálfu stjórnar. Hann hafi tilkynnt stjórnarformanni ákvörðun sína fyrir fund.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00
Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00