Starf Fossvogsskóla, sem hefur verið lokað fram á næsta skólaár vegna myglu í húsnæði skólans, mun fara fram í Laugardal fram að sumarleyfi.
Foreldrum nemenda í skólans, grunnskóla sem þjónustar nemendur frá fyrsta upp í sjöunda bekk, barst í dag póstur frá Aðalbjörgu Ingadóttur, skólastjóra skólans, þar sem þetta kemur fram.
Kennsla annars og þriðja bekkjar mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns á meðan skólastarf fjórða til sjöunda bekkjar mun fara fram í húsnæði KSÍ á Laugardalsvelli.
Fyrsta bekk verður svo kennt áfram í Fossvogi, nánar tiltekið Útlandi, sem er skólastofnun á lóð Fossvogsskóla.
Nemendur koma til með að ferðast úr Fossvoginum í Laugardalinn með rútum sem sækja þá við Víkingsheimilið. Foreldrum verða veittar frekari upplýsingar á foreldrafundi eftir helgi. Þar verður farið yfir fyrirkomulag skólastarfsins og aksturs í og úr Laugardalnum.