Áhætta í boði Alþingis Gunnlaugur Stefánsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Alþingi fjallar nú um frumvarp til laga um fiskeldi. Við fyrstu umræðu málsins varð nokkrum þingmönnum tíðrætt um að koma áhættumatinu þannig fyrir að trufli sem minnst útþenslu laxeldis í opnum sjókvíum í eigu norskra eldisrisa. Þess vegna fannst þeim betra að ráðherra ráði frekar matinu heldur en Hafrannsóknastofnun með vísindafólki sínu eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Svo lofuðu viðkomandi þingmenn vistvæna eldisframleiðslu, sögðu laxinn þyngjast um eitt kíló fyrir hvert sem hann æti, en gleymdu að til þess að framleiða fóðurkílóið þarf a.m.k. fjögur af villtum sjávarfiski. En hæst bar þó hugmyndir sömu þingmanna um að horft yrði til „mótvægisaðgerða“ við áhættumatið svo laxeldið fengi nú enn meira svigrúm til að vaxa. Mótvægisaðgerð var t.d. lýst þannig á Alþingi, að myndavélar yrðu settar ofan í árnar sem mynduðu alla göngulaxa og svo yrðu kafarar tilbúnir á bakkanum til að skella sér út í hylinn og tína upp óvelkomna fiska. Víst geta þingmenn hrifist af hugmyndum ævintýra, sérstaklega ef fjársterkir og útlenskir eldisrisar eiga hlut að máli og þrýsta á með afli sínu. En laxeldi í opnum sjókvíum með norskum stofni skaðar villta laxastofna. Engin tækni girðir fyrir það eins og reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir. Margar laxveiðiár eru hreinlega ónýtar vegna erfðablöndunar, lúsafárs og sjúkdóma í Noregi. Það er sú áhætta sem Alþingi stendur núna frammi fyrir vegna íslenskra laxveiðiáa, að þingmenn fórni villtum laxastofnum fyrir eldið. Það er engin tilviljun, að opið sjókvíaeldi hefur nýlega verið bannað af umhverfishæstarétti Svíþjóðar, einnig í Washington ríki og Alaska. Þá er óheimilt í Noregi að nota aðflutta stofna í eldinu, en hér á landi er leyft að nota frjóan norskan stofn í opnu sjókvíaeldi. Í ljósi dýrkeyptrar reynslu stríða Norðmenn við að endurskoða sína búskaparhætti í eldinu, færa upp á land eða í lokuð kerfi og jafnvel langt út á rúmsjó. En á Íslandi erum við á byrjunarreit og leyfum norskum eldisrisum að fara sínu fram og þróa eldi í opnum kvíum þar sem skammtímagróði ræður för. Frumvarpið ber þess vitni. Engin framtíðarsýn með hvötum til að fara í öruggara og umhverfisvænna eldi, eftirlitskerfið gatslitið, flókið og þungt í vöfum, enginn sætir ábyrgð gagnvart skaða sem eldið veldur og ekki er gert ráð fyrir neinum ábyrgum viðbrögðum t.d. fyrir fólkið í byggðunum, ef allt fer á versta veg – eins og alltaf hefur gerst í laxeldi á Íslandi. Vonarneisti er þó í áhættumatinu sem gæti hægt á óafturkræfum skaða fyrir lífríkið. Matið verður því að hvíla á vísindalegum forsendum þar sem villti laxinn njóti vafans með ýtrustu varkárni í fyrirrúmi á forræði Hafrannsóknastofnunar. Þar mega ævintýri „mótvægisaðgerða“ ekki rugla í ríminu – og þó að norskir eldisrisar heimti að græða meira. Áhættumatið má aldrei verða að bitbeini á pólitísku markaðstorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Alþingi fjallar nú um frumvarp til laga um fiskeldi. Við fyrstu umræðu málsins varð nokkrum þingmönnum tíðrætt um að koma áhættumatinu þannig fyrir að trufli sem minnst útþenslu laxeldis í opnum sjókvíum í eigu norskra eldisrisa. Þess vegna fannst þeim betra að ráðherra ráði frekar matinu heldur en Hafrannsóknastofnun með vísindafólki sínu eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Svo lofuðu viðkomandi þingmenn vistvæna eldisframleiðslu, sögðu laxinn þyngjast um eitt kíló fyrir hvert sem hann æti, en gleymdu að til þess að framleiða fóðurkílóið þarf a.m.k. fjögur af villtum sjávarfiski. En hæst bar þó hugmyndir sömu þingmanna um að horft yrði til „mótvægisaðgerða“ við áhættumatið svo laxeldið fengi nú enn meira svigrúm til að vaxa. Mótvægisaðgerð var t.d. lýst þannig á Alþingi, að myndavélar yrðu settar ofan í árnar sem mynduðu alla göngulaxa og svo yrðu kafarar tilbúnir á bakkanum til að skella sér út í hylinn og tína upp óvelkomna fiska. Víst geta þingmenn hrifist af hugmyndum ævintýra, sérstaklega ef fjársterkir og útlenskir eldisrisar eiga hlut að máli og þrýsta á með afli sínu. En laxeldi í opnum sjókvíum með norskum stofni skaðar villta laxastofna. Engin tækni girðir fyrir það eins og reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir. Margar laxveiðiár eru hreinlega ónýtar vegna erfðablöndunar, lúsafárs og sjúkdóma í Noregi. Það er sú áhætta sem Alþingi stendur núna frammi fyrir vegna íslenskra laxveiðiáa, að þingmenn fórni villtum laxastofnum fyrir eldið. Það er engin tilviljun, að opið sjókvíaeldi hefur nýlega verið bannað af umhverfishæstarétti Svíþjóðar, einnig í Washington ríki og Alaska. Þá er óheimilt í Noregi að nota aðflutta stofna í eldinu, en hér á landi er leyft að nota frjóan norskan stofn í opnu sjókvíaeldi. Í ljósi dýrkeyptrar reynslu stríða Norðmenn við að endurskoða sína búskaparhætti í eldinu, færa upp á land eða í lokuð kerfi og jafnvel langt út á rúmsjó. En á Íslandi erum við á byrjunarreit og leyfum norskum eldisrisum að fara sínu fram og þróa eldi í opnum kvíum þar sem skammtímagróði ræður för. Frumvarpið ber þess vitni. Engin framtíðarsýn með hvötum til að fara í öruggara og umhverfisvænna eldi, eftirlitskerfið gatslitið, flókið og þungt í vöfum, enginn sætir ábyrgð gagnvart skaða sem eldið veldur og ekki er gert ráð fyrir neinum ábyrgum viðbrögðum t.d. fyrir fólkið í byggðunum, ef allt fer á versta veg – eins og alltaf hefur gerst í laxeldi á Íslandi. Vonarneisti er þó í áhættumatinu sem gæti hægt á óafturkræfum skaða fyrir lífríkið. Matið verður því að hvíla á vísindalegum forsendum þar sem villti laxinn njóti vafans með ýtrustu varkárni í fyrirrúmi á forræði Hafrannsóknastofnunar. Þar mega ævintýri „mótvægisaðgerða“ ekki rugla í ríminu – og þó að norskir eldisrisar heimti að græða meira. Áhættumatið má aldrei verða að bitbeini á pólitísku markaðstorgi.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar