Repúblikanar á þingi fara gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2019 21:00 Starfsmaður Hvíta hússins segir að Trump muni ekki gleyma þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn honum. AP/Evan Vucci Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í kvöld að fella niður neyðarástandsyfirlýsingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni en tólf þingmenn flokksins gengu til liðs við Demókrata og greiddu atkvæði með frumvarpinu. Niðurstaðan var 59-41. Repúblikanar eru með 53-47 meirihluta. Áður hafði frumvarpið verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er með meirihluta. Þessi uppreisn þingmanna Repúblikanaflokksins gegn forsetanum veldur því að hann mun þurfa að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn. Trump sat ekki á viðbrögðum sínum eftir að atkvæðagreiðslunni í öldungadeildinni lauk.VETO! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2019 Hann bætti svo við öðru tísti þar sem hann sagðist hlakka til að beita neitunarvaldinu gegn frumvarpi Demókrata. Hann fór því næst með þau ósannindi að ef hann myndi ekki beita neitunarvaldi myndi frumvarpið valda því að landamæri Bandaríkjanna og myndu opnast upp á gátt, að glæpum myndi fjölga, meiri fíkniefni yrðu flutt til Bandaríkjanna og fólk yrði smyglað yfir landamærin í meira magni.Þá sagðist Trump þakka þeim „sterku Repúblikönum“ sem hafi kosið að styðja við öryggi á landamærunum og byggingu múrs þar. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sagði háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, samkvæmt AP fréttaveitunni, að forsetinn myndi ekki gleyma þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá sérstaklega þegar kæmi að fjáröflun eða annars konar hjálp fyrir kosningar.Þingkonan Susan Collins, sem stendur frammi fyrir kosningum á næsta ári, sagðist vera viss um að Trump yrði ekki ánægður með atkvæði hennar. Hún væri þó þingmaður og starf hennar væri að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. Nokkrir Repúblikanar sem sögðust vera á móti neyðarástandsyfirlýsingu Trump tóku þó þá ákvörðun að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.Politico segir málið niðurlægjandi fyrir Hvíta húsið, sem hafi varið miklu púðri í viðræður við þá þingmenn Repúblikanaflokksins sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Viðræðurnar gengu þó ekki upp.Þá er það einnig niðurlægjandi með tilliti til þess að í gær samþykkti þingið einnig að draga úr stuðningi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu í stríðinu í Jemen. Trump hefur einnig heitið því að beita neitunarvaldi gegn því frumvarpi, en ríkisstjórn hans hefur veitt Sádum mikinn stuðning. Tveir þriðju þingmanna beggja þingdeilda þurfa að greiða atkvæði með frumvörpum svo forsetinn geti ekki beitt neitunarvaldi sínu gegn þeim. Bæði frumvarpinu fengu ekki þann fjölda atkvæða sem til þarf. Trump fékk ekki fjárveitingu frá þinginu þegar Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þess síðustu tvö ár og því lýsti hann yfir neyðarástandi svo hann gæti sótt fé í neyðarsjóði hersins til að reisa múr á landamærunum. Forsetar Bandaríkjanna hafa lýst yfir neyðarástandi 58 sinnum frá því lög þar að lútandi voru sett árið 1976. Þetta er þó í fyrsta sinn sem það er gert með því markmiði að nálgast fjármuni sem þingið hefur neitað að veita forsetaembættinu. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í kvöld að fella niður neyðarástandsyfirlýsingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni en tólf þingmenn flokksins gengu til liðs við Demókrata og greiddu atkvæði með frumvarpinu. Niðurstaðan var 59-41. Repúblikanar eru með 53-47 meirihluta. Áður hafði frumvarpið verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er með meirihluta. Þessi uppreisn þingmanna Repúblikanaflokksins gegn forsetanum veldur því að hann mun þurfa að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn. Trump sat ekki á viðbrögðum sínum eftir að atkvæðagreiðslunni í öldungadeildinni lauk.VETO! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2019 Hann bætti svo við öðru tísti þar sem hann sagðist hlakka til að beita neitunarvaldinu gegn frumvarpi Demókrata. Hann fór því næst með þau ósannindi að ef hann myndi ekki beita neitunarvaldi myndi frumvarpið valda því að landamæri Bandaríkjanna og myndu opnast upp á gátt, að glæpum myndi fjölga, meiri fíkniefni yrðu flutt til Bandaríkjanna og fólk yrði smyglað yfir landamærin í meira magni.Þá sagðist Trump þakka þeim „sterku Repúblikönum“ sem hafi kosið að styðja við öryggi á landamærunum og byggingu múrs þar. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sagði háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, samkvæmt AP fréttaveitunni, að forsetinn myndi ekki gleyma þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá sérstaklega þegar kæmi að fjáröflun eða annars konar hjálp fyrir kosningar.Þingkonan Susan Collins, sem stendur frammi fyrir kosningum á næsta ári, sagðist vera viss um að Trump yrði ekki ánægður með atkvæði hennar. Hún væri þó þingmaður og starf hennar væri að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. Nokkrir Repúblikanar sem sögðust vera á móti neyðarástandsyfirlýsingu Trump tóku þó þá ákvörðun að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.Politico segir málið niðurlægjandi fyrir Hvíta húsið, sem hafi varið miklu púðri í viðræður við þá þingmenn Repúblikanaflokksins sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Viðræðurnar gengu þó ekki upp.Þá er það einnig niðurlægjandi með tilliti til þess að í gær samþykkti þingið einnig að draga úr stuðningi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu í stríðinu í Jemen. Trump hefur einnig heitið því að beita neitunarvaldi gegn því frumvarpi, en ríkisstjórn hans hefur veitt Sádum mikinn stuðning. Tveir þriðju þingmanna beggja þingdeilda þurfa að greiða atkvæði með frumvörpum svo forsetinn geti ekki beitt neitunarvaldi sínu gegn þeim. Bæði frumvarpinu fengu ekki þann fjölda atkvæða sem til þarf. Trump fékk ekki fjárveitingu frá þinginu þegar Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þess síðustu tvö ár og því lýsti hann yfir neyðarástandi svo hann gæti sótt fé í neyðarsjóði hersins til að reisa múr á landamærunum. Forsetar Bandaríkjanna hafa lýst yfir neyðarástandi 58 sinnum frá því lög þar að lútandi voru sett árið 1976. Þetta er þó í fyrsta sinn sem það er gert með því markmiði að nálgast fjármuni sem þingið hefur neitað að veita forsetaembættinu.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44
Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16