Hera hefur vakið mikla athygli fyrir hlutverk sitt í bíómyndinni Mortal Engines sem kom út undir lok síðasta árs en í viðtali við blaðið segir Hera Al Pacino vera sína helstu fyrirmynd í leiklistinni.
Þá er hún titluð sem ein af níu frægustu leikkonum heimsins í myndbandi sem Vogue birtir á YouTube-rás sinni í tilefni viðtalsins þar sem má sjá leikkonurnar bregða á leik þar sem þær svara spurningum um kvikmyndaheiminn.
Aðspurð hvað einkenni bíómyndir frá Íslandi segir Hera mikla eymd vera rauða þráðinn í íslenskum bíómyndum sem og einhverskonar tilvistarkreppa sem á sér stað í fallegu umhverfi íslenskrar náttúru. Þá tekur hún sérstaklega fram að kvenpersónur íslenskra kvikmynda séu almennt frábærar.
Myndbandið má sjá hér að neðan.