Lífið

Hera Hilmars lofar kvenpersónur íslenskra kvikmynda í Vogue

Sylvía Hall skrifar
Hera Hilmarsdóttir er svo sannarlega á uppleið.
Hera Hilmarsdóttir er svo sannarlega á uppleið. Vísir/Getty
Leikkonan Hera Hilmarsdóttir er ein af fjórtán hæfileikaríkum konum frá fjórtán löndum sem eru til umfjöllunar í nýjasta tölublaði ameríska Vogue. Ásamt Heru eru stjörnur á borð við Scarlett Johanson, Léa Seydoux og Vanessa Kirby með í umfjölluninni.

Hera hefur vakið mikla athygli fyrir hlutverk sitt í bíómyndinni Mortal Engines sem kom út undir lok síðasta árs en í viðtali við blaðið segir Hera Al Pacino vera sína helstu fyrirmynd í leiklistinni.



 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by Hera Hilmar (@herahilmar) on Mar 14, 2019 at 8:05am PDT



Þá er hún titluð sem ein af níu frægustu leikkonum heimsins í myndbandi sem Vogue birtir á YouTube-rás sinni í tilefni viðtalsins þar sem má sjá leikkonurnar bregða á leik þar sem þær svara spurningum um kvikmyndaheiminn.

Aðspurð hvað einkenni bíómyndir frá Íslandi segir Hera mikla eymd vera rauða þráðinn í íslenskum bíómyndum sem og einhverskonar tilvistarkreppa sem á sér stað í fallegu umhverfi íslenskrar náttúru. Þá tekur hún sérstaklega fram að kvenpersónur íslenskra kvikmynda séu almennt frábærar.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.