Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 16:07 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dóms-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að um nokkrar vikur væri að ræða þegar ákveðið var að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem dómsmálaráðherra tímabundið. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti til fundar ríkisráðs á Bessastöðum í dag. Sjálf sagði Sigríður Andersen í gær að hún hefði ákveðið að stíga til hliðar í næstu vikurnar þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún sagði við fjölmiðla að hún treysti sér vel til að sinna báðum ráðuneytum, það er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Í ráðuneytunum starfar mikið af góðu fólki að sögn Þórdísar og hún treysti sér vel til að halda utan um þessi verkefni. Hún ítrekaði þó að hún liti á þetta sem tímabundna ráðstöfun, það að vera dómsmálaráðherra væri fullt starf og hún liti ekki á það sem sitt framtíðarráðuneyti. Hún sagðist ekki hafa náð að setja sig almennillega inn í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist treysta Þórdísi vel til að sinna báðum ráðuneytum.vísir/vilhelm Þórdís sagðist þó hafa lesið álit dómstólsins og sérálit og sagðist vera þeirrar skoðunar að reyna ætti að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Hún sagði það ekki góð skilaboð út í samfélagið þegar Landsréttur ákveður að dæma ekki í málum dóms Mannréttindadómstólsins en sagði að öll mál væri hægt að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagðist treysta Þórdísi vel til að sinna tveimur ráðuneytum enda hefði hann sjálfur gert það þegar hann var umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Vísir/Vilhelm Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að um nokkrar vikur væri að ræða þegar ákveðið var að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem dómsmálaráðherra tímabundið. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti til fundar ríkisráðs á Bessastöðum í dag. Sjálf sagði Sigríður Andersen í gær að hún hefði ákveðið að stíga til hliðar í næstu vikurnar þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún sagði við fjölmiðla að hún treysti sér vel til að sinna báðum ráðuneytum, það er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Í ráðuneytunum starfar mikið af góðu fólki að sögn Þórdísar og hún treysti sér vel til að halda utan um þessi verkefni. Hún ítrekaði þó að hún liti á þetta sem tímabundna ráðstöfun, það að vera dómsmálaráðherra væri fullt starf og hún liti ekki á það sem sitt framtíðarráðuneyti. Hún sagðist ekki hafa náð að setja sig almennillega inn í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist treysta Þórdísi vel til að sinna báðum ráðuneytum.vísir/vilhelm Þórdís sagðist þó hafa lesið álit dómstólsins og sérálit og sagðist vera þeirrar skoðunar að reyna ætti að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Hún sagði það ekki góð skilaboð út í samfélagið þegar Landsréttur ákveður að dæma ekki í málum dóms Mannréttindadómstólsins en sagði að öll mál væri hægt að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagðist treysta Þórdísi vel til að sinna tveimur ráðuneytum enda hefði hann sjálfur gert það þegar hann var umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Vísir/Vilhelm
Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30