Sakamálarannsókn á samningum Facebook við tæknirisa Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 11:03 Við höfuðstöðvar Facebook í Kaliforníu. Vísir/EPA Bandarískir alríkissaksóknarar rannsaka nú hvort að Facebook hafi brotið lög með samningum sem samfélagsmiðlarisinn gerði við nokkur stærstu tæknifyrirtæki heims. Samningarnir gáfu tæknifyrirtækjunum aðgang að miklu magni persónuupplýsinga um Facebook-notendur án vitundar þeirra. Amazon, Apple, Microsoft og Sony eru á meðal fleiri en 150 fyrirtækja sem Facebook samdi við um aðgang að upplýsingum um notendur samfélagsmiðilsins, þar á meðal um vini þeirra, skráningu þeirra og fleira, að sögn New York Times. Blaðið segir að fulltrúar tveggja stórra snjalltækjaframleiðenda hafi verið kallaðir fyrir ákærudómstól í New York vegna rannsóknarinnar. Bæði fyrirtæki höfðu gert samstarfssamninga við Facebook. „Við vinnum með rannsakendum og tökum þessar rannsóknir alvarlega,“ sagði talsmaður Facebook í yfirlýsingu. Fulltrúar bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkissaksóknara í austurumdæmi New York neituðu að tjá sig um rannsóknina. Greint var frá samsstarfssamningum Facebook við stór tæknifyrirtæki í fyrra. Samfélagsmiðlarisinn hefði veitt fyrirtækjunum aðgang að persónuupplýsingum notenda sinna á hátt sem hafi í raun farið í kringum persónuverndarstillingar notendanna. Á móti hafi Facebook getað gert notendum sínum kleift að eiga samskipti þvert á samfélagsmiðla og smáforrit. New York Times sagði frá því að samningarnir hafi meðal annars gert Bing-leitarvél Microsoft kleift að safna upplýsingum um vini nær allra Facebook-notenda án samþykkis þeirra, Amazon að safna nöfnum og samskiptaupplýsingum notenda í gegnum vini þeirra og Apple að fela fyrir Facebook-notendum að fyrirtækið safnaði upplýsingum um þá. Facebook hefur sagt að fyrirtækið hafi látið flesta samstarfssamningana renna út undanfarin tvö ár. Fyrirtækið sætir skoðun fleiri opinberra eftirlitsaðila vestanhafs, þar á meðal Viðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC), Verðbréfa og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) og skuldabréfasvikadeildar dómsmálaráðuneytisins. Þær rannsóknir beinast meðal annars að því að breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica hafi komist yfir persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda á ólögmætan hátt. Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandarískir alríkissaksóknarar rannsaka nú hvort að Facebook hafi brotið lög með samningum sem samfélagsmiðlarisinn gerði við nokkur stærstu tæknifyrirtæki heims. Samningarnir gáfu tæknifyrirtækjunum aðgang að miklu magni persónuupplýsinga um Facebook-notendur án vitundar þeirra. Amazon, Apple, Microsoft og Sony eru á meðal fleiri en 150 fyrirtækja sem Facebook samdi við um aðgang að upplýsingum um notendur samfélagsmiðilsins, þar á meðal um vini þeirra, skráningu þeirra og fleira, að sögn New York Times. Blaðið segir að fulltrúar tveggja stórra snjalltækjaframleiðenda hafi verið kallaðir fyrir ákærudómstól í New York vegna rannsóknarinnar. Bæði fyrirtæki höfðu gert samstarfssamninga við Facebook. „Við vinnum með rannsakendum og tökum þessar rannsóknir alvarlega,“ sagði talsmaður Facebook í yfirlýsingu. Fulltrúar bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkissaksóknara í austurumdæmi New York neituðu að tjá sig um rannsóknina. Greint var frá samsstarfssamningum Facebook við stór tæknifyrirtæki í fyrra. Samfélagsmiðlarisinn hefði veitt fyrirtækjunum aðgang að persónuupplýsingum notenda sinna á hátt sem hafi í raun farið í kringum persónuverndarstillingar notendanna. Á móti hafi Facebook getað gert notendum sínum kleift að eiga samskipti þvert á samfélagsmiðla og smáforrit. New York Times sagði frá því að samningarnir hafi meðal annars gert Bing-leitarvél Microsoft kleift að safna upplýsingum um vini nær allra Facebook-notenda án samþykkis þeirra, Amazon að safna nöfnum og samskiptaupplýsingum notenda í gegnum vini þeirra og Apple að fela fyrir Facebook-notendum að fyrirtækið safnaði upplýsingum um þá. Facebook hefur sagt að fyrirtækið hafi látið flesta samstarfssamningana renna út undanfarin tvö ár. Fyrirtækið sætir skoðun fleiri opinberra eftirlitsaðila vestanhafs, þar á meðal Viðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC), Verðbréfa og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) og skuldabréfasvikadeildar dómsmálaráðuneytisins. Þær rannsóknir beinast meðal annars að því að breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica hafi komist yfir persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda á ólögmætan hátt.
Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09