Boeing kyrrsetur allar 737 Max þotur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. mars 2019 06:43 Bandaríkjamenn hafa kyrrsett Boeing 737 Max vélarnar. vísir/getty Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Hingað til höfðu bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) haldið að sér höndum og ekki bannað notkun vélanna þrátt fyrir að fjöldi ríkja, þar á meðal Ísland hafi gert það. Bandaríkjamenn fylgdu þá í kjölfar annarra ríkja þegar í ljós kom að slysin tvö megi líklega rekja til sama atriðis. Skömmu síðar ákvað Boeing að kyrrsetja flotann eins og hann leggur sig, en 371 þota hefur verið smíðuð af þessari gerð. Í yfirlýsingu frá Boeing kom fram að fyrirtækið hafi enn fulla trúa á öryggi 737 Max-vélanna. Það hafi engu að síður ákveðið að kyrrsetja vélarnar til að gæta „fyllstu varúðar“ og til að fullvissa almenning um öryggi þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. FAA komst að því að líkindi væru á milli slyssins í Eþíópíu og annars sem átti sér stað í Indónesíu í október. Þar fórust 189 manns. Greint hefur verið frá því að bandarískir flugmenn hafi kvartað undan vandamálum við að stýra 737 Max-vélunum í flugtaki. Þau vandamál eru talin líkjast þeim sem leiddu til slyssins í Indónesíu. Eþíópíska vélin hrapaði einnig skömmu eftir flugtak. „Við erum að gera allt sem við getum til að skilja orsakir slysanna í samstarfi við rannsakendur, að bæta öryggi og tryggja að þetta endurtaki sig ekki,“ segir Dennis Muilenburg, forseti, forstjóri og stjórnarformaður Boeing.Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim hafa kyrrsett Boeing 737 MAX 8 vélar. Icelandair kyrrsetti sínar vélar í gær. 13. mars 2019 06:15 Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Hingað til höfðu bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) haldið að sér höndum og ekki bannað notkun vélanna þrátt fyrir að fjöldi ríkja, þar á meðal Ísland hafi gert það. Bandaríkjamenn fylgdu þá í kjölfar annarra ríkja þegar í ljós kom að slysin tvö megi líklega rekja til sama atriðis. Skömmu síðar ákvað Boeing að kyrrsetja flotann eins og hann leggur sig, en 371 þota hefur verið smíðuð af þessari gerð. Í yfirlýsingu frá Boeing kom fram að fyrirtækið hafi enn fulla trúa á öryggi 737 Max-vélanna. Það hafi engu að síður ákveðið að kyrrsetja vélarnar til að gæta „fyllstu varúðar“ og til að fullvissa almenning um öryggi þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. FAA komst að því að líkindi væru á milli slyssins í Eþíópíu og annars sem átti sér stað í Indónesíu í október. Þar fórust 189 manns. Greint hefur verið frá því að bandarískir flugmenn hafi kvartað undan vandamálum við að stýra 737 Max-vélunum í flugtaki. Þau vandamál eru talin líkjast þeim sem leiddu til slyssins í Indónesíu. Eþíópíska vélin hrapaði einnig skömmu eftir flugtak. „Við erum að gera allt sem við getum til að skilja orsakir slysanna í samstarfi við rannsakendur, að bæta öryggi og tryggja að þetta endurtaki sig ekki,“ segir Dennis Muilenburg, forseti, forstjóri og stjórnarformaður Boeing.Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim hafa kyrrsett Boeing 737 MAX 8 vélar. Icelandair kyrrsetti sínar vélar í gær. 13. mars 2019 06:15 Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00
Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim hafa kyrrsett Boeing 737 MAX 8 vélar. Icelandair kyrrsetti sínar vélar í gær. 13. mars 2019 06:15
Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30