Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 23:03 Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Vísir/Getty Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna stefna að því að framkvæma tilraunaskot með tveimur tegundum eldflauga sem voru bannaðar samkvæmt eldflaugasáttmála Bandaríkjanna og Sovétríkjanna (Seinna Rússlands). Samkomulaginu verður að öllum líkindum rift formlega í ágúst. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum og Bandaríkin tilkynntu í síðasta mánuði að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum innan sex mánaða ef Rússar færu ekki að fylgja honum.Nei, þú Ríkisstjórn Vladimir Pútín sagði Rússland ekki hafa brotið gegn sáttmálanum, sakaði Bandaríkin um að brjóta gegn honum og tilkynnti sömuleiðis að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum ef Bandaríkin færu ekki að fylgja honum.Sjá einnig: Varar við nýju vígbúnaðarkapphlaupi Bæði Bandaríkin og Rússlands hafa þó gagnrýnt INF-sáttmálann á undanförnum árum vegna þess að aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kína, séu ekki aðilar að honum. Kínverjum hafi verið frjálst að þróa og framleiða meðaldrægar flaugar að vild.Þá hafa Kínverjar komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að gera nýjan sáttmála með aðkomu Kína. Ríkisstjórn Rússlands hefur sagst tilbúinn til slíkra viðræðna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Trump hefur sömuleiðis sagt að hann væri alls ekki hræddur við nýtt vopnakapphlaup, þar sem Bandaríkin ættu eigi mun meiri peninga en aðrir.Í kjölfar þess að samningnum verður rift er ekkert sem meinar ríkjunum að notast við skamm- og meðaldrægar eldflaugar sem skotið er af landi. Bandaríkjamenn stefna á tilraunir með skammdrægar eldflaugar í næsta mánuði, samkvæmt Reuters. Þá er stefnt að tilraunaskoti meðaldrægrar eldflaugar seinna á árinu.Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins, sem er ekki nafngreindur, sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Hann sagði koma til greina að koma eldflaugunum fyrir í herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Þaðan væri hægt að skjóta meðaldrægu eldflaugunum að Norður-Kóreu, Kína og jafnvel Rússlandi.„Við höfum ekki rætt við bandamenn okkar um að koma eldflaugunum fyrir,“ sagði hershöfðinginn. „Í sannleikanum sagt höfum við ekki velt þessu fyrir okkur því við höfum verið að fylgja sáttmálanum.“ Bandaríkin Kína NATO Rússland Suður-Kínahaf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna stefna að því að framkvæma tilraunaskot með tveimur tegundum eldflauga sem voru bannaðar samkvæmt eldflaugasáttmála Bandaríkjanna og Sovétríkjanna (Seinna Rússlands). Samkomulaginu verður að öllum líkindum rift formlega í ágúst. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum og Bandaríkin tilkynntu í síðasta mánuði að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum innan sex mánaða ef Rússar færu ekki að fylgja honum.Nei, þú Ríkisstjórn Vladimir Pútín sagði Rússland ekki hafa brotið gegn sáttmálanum, sakaði Bandaríkin um að brjóta gegn honum og tilkynnti sömuleiðis að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum ef Bandaríkin færu ekki að fylgja honum.Sjá einnig: Varar við nýju vígbúnaðarkapphlaupi Bæði Bandaríkin og Rússlands hafa þó gagnrýnt INF-sáttmálann á undanförnum árum vegna þess að aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kína, séu ekki aðilar að honum. Kínverjum hafi verið frjálst að þróa og framleiða meðaldrægar flaugar að vild.Þá hafa Kínverjar komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að gera nýjan sáttmála með aðkomu Kína. Ríkisstjórn Rússlands hefur sagst tilbúinn til slíkra viðræðna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Trump hefur sömuleiðis sagt að hann væri alls ekki hræddur við nýtt vopnakapphlaup, þar sem Bandaríkin ættu eigi mun meiri peninga en aðrir.Í kjölfar þess að samningnum verður rift er ekkert sem meinar ríkjunum að notast við skamm- og meðaldrægar eldflaugar sem skotið er af landi. Bandaríkjamenn stefna á tilraunir með skammdrægar eldflaugar í næsta mánuði, samkvæmt Reuters. Þá er stefnt að tilraunaskoti meðaldrægrar eldflaugar seinna á árinu.Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins, sem er ekki nafngreindur, sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Hann sagði koma til greina að koma eldflaugunum fyrir í herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Þaðan væri hægt að skjóta meðaldrægu eldflaugunum að Norður-Kóreu, Kína og jafnvel Rússlandi.„Við höfum ekki rætt við bandamenn okkar um að koma eldflaugunum fyrir,“ sagði hershöfðinginn. „Í sannleikanum sagt höfum við ekki velt þessu fyrir okkur því við höfum verið að fylgja sáttmálanum.“
Bandaríkin Kína NATO Rússland Suður-Kínahaf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira