„Halldór Benjamín, með fullri virðingu, er ekki spákona“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2019 15:18 Varaformaður VR kveðst vera orðin þreytt á því að viðsemjendur þeirra spái í sífellu fyrir um niðursveiflu í hagkerfinu. VR „Halldór Benjamín, með fullri virðingu, er ekki spákona,“ segir Helga Ingólfsdóttir, varaformaður VR, í samtali við fréttastofu um stöðuna í kjaramálum en hún kveðst þreytt á því að viðsemjendur þeirra spái í sífellu fyrir um niðursveiflu í hagkerfinu. Félagsmenn VR samþykktu með atkvæðagreiðslu í gær verkföll 22. mars næstkomandi. „Öll verslun á Íslandi; hvað heldurðu að það muni miklu þegar tvær milljónir ferðamanna eru að koma hingað yfir árið? Þeir steinþegja yfir ábatanum sem hefur verið í gangi hérna,“ segir Helga um stöðuna í efnahagsmálum á landinu en ferðamannaiðnaðurinn hefur staðið í blóma síðastliðin ár. Hún segir að vissulega séu merki um minni vöxt en það sé mikill munur á minni vexti annars vegar og niðursveiflu í hagkerfinu hins vegar.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.vísir/vilhelmHelga segir að það skiptir gríðarlega miklu máli að það séu góð almenn lífskjör á Íslandi. Hún hafi, í gegnum störf sín sem bæjarfulltrúi í fjölskylduráði í Hafnarfirði, tilfinningu fyrir því hversu margir séu illa settir í samfélaginu. Margir hafi komið að máli við hana og sagt húsnæðismálin sérstaklega íþyngjandi. „Það getur ekki bara verið á ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar að tryggja það að við stöndum samkeppnislega jafnfætis öðrum þjóðum hvað varðar lífskjör fyrir lægstu hópana hérna. Það hljóta fleiri að þurfa að koma að borðinu,“ segir Helga sem bendir á að skattatillögur ríkisstjórnarinnar hafi valdið henni miklum vonbrigðum. Margir hefðu búist við hátekjuskatti á ofurlaun. Útspil ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum segir Helga hafa verið skref en ekki tillögur og skattbreytingarnar hafi ekki minnkað þrýstinginn. Helga segir að á undanförnum árum hefði átt sér stað breytingar hjá lægstu tekjuhópana. „Þeir borga hærri skatta og eru með minna í veskinu.“ Hún spyr hvort verkalýðshreyfingin eigi ein að standa vaktina. Verkfallsboðun hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var samþykkt í atkvæðagreiðslu í gær eins og áður sagði en með mjög naumum meirihluta því af þeim sem greiddu atkvæði vildu 52,25% verkfallsaðgerðirnar en 45,33% voru á móti þeim. Þegar Helga er innt eftir viðbrögðum um hvers vegna ekki fleiri hafi viljað leggja niður störf svarar hún: „VR er náttúrlega mjög stórt félag og með breiðan tekjuhóp. Félagið er þannig að stór hluti félagsmanna semur sjálfur um sín kaup og kjör og þá er kannski ekki óeðlilegt að fókusinn í kjarasamningum fari svolítið á þessa lægri tekjuhópa sem hafa minni möguleika á beinum samningum við sinn launagreiðanda og eru meira inni á töxtum. Það er svona grunnurinn í kröfugerðinni. Það var mikil samstaða um þessa nálgun í kröfugerðinni sem byggir á tvennu; krónutöluhækkunum og hærri persónuafslætti og svo eru náttúrulega fleiri þættir þarna inni í kröfugerðinni sem snúa að húsnæðismálum og vinnutíma og mörgu öðru.“ Helga segir að samningafundir með SA hefðu ekki borið neinn árangur. SA hafi teflt fram samningi sem hafi verið óboðlegur félagsmönnum VR. Í framhaldinu buðu verkalýðsfélögin fjögur sem eru í samfloti í kjaraviðræðunum SA upp á gagntilboð. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að fulltrúar SA hefðu gefið samningnum gaum í klukkustund, hafnað honum en síðan ekki söguna meir. Boltinn sé því nú hjá SA. Helga segir að einn af hnútunum séu kröfur SA um að lengja dagvinnutímabilið sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt að sé mikil réttindaskerðing fyrir félagsmenn. Þeir vilji lengja dagvinnutímann á kostnað eftirvinnutímans. „Það er svo svekkjandi að hækka grunnlaunin og missa það svo yfir í það að þú færð enga eftirvinnu, þú ert bara á dagvinnu,“ segir Helga. Hún segir að það sé mjög varhugavert að breyta „strúktúrnum“ í launauppbyggingu og vinnutíma korter í kjarasamninga. Slíkt þurfi að skoða vandlega yfir lengri tíma. Helga segir að það sé mjög hagstætt fyrir VR að vera í samfloti við félag eins og Eflingu vegna þess að félagsmenn beggja félaga vinni í sama geira. Þannig sé hægt að fara í staðbundin verkföll til að geta haft áhrif „Tilgangurinn er eingöngu að ná samningsaðilanum að samningaborðinu. Það langar engan í verkfall.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48 „Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Halldór Benjamín, með fullri virðingu, er ekki spákona,“ segir Helga Ingólfsdóttir, varaformaður VR, í samtali við fréttastofu um stöðuna í kjaramálum en hún kveðst þreytt á því að viðsemjendur þeirra spái í sífellu fyrir um niðursveiflu í hagkerfinu. Félagsmenn VR samþykktu með atkvæðagreiðslu í gær verkföll 22. mars næstkomandi. „Öll verslun á Íslandi; hvað heldurðu að það muni miklu þegar tvær milljónir ferðamanna eru að koma hingað yfir árið? Þeir steinþegja yfir ábatanum sem hefur verið í gangi hérna,“ segir Helga um stöðuna í efnahagsmálum á landinu en ferðamannaiðnaðurinn hefur staðið í blóma síðastliðin ár. Hún segir að vissulega séu merki um minni vöxt en það sé mikill munur á minni vexti annars vegar og niðursveiflu í hagkerfinu hins vegar.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.vísir/vilhelmHelga segir að það skiptir gríðarlega miklu máli að það séu góð almenn lífskjör á Íslandi. Hún hafi, í gegnum störf sín sem bæjarfulltrúi í fjölskylduráði í Hafnarfirði, tilfinningu fyrir því hversu margir séu illa settir í samfélaginu. Margir hafi komið að máli við hana og sagt húsnæðismálin sérstaklega íþyngjandi. „Það getur ekki bara verið á ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar að tryggja það að við stöndum samkeppnislega jafnfætis öðrum þjóðum hvað varðar lífskjör fyrir lægstu hópana hérna. Það hljóta fleiri að þurfa að koma að borðinu,“ segir Helga sem bendir á að skattatillögur ríkisstjórnarinnar hafi valdið henni miklum vonbrigðum. Margir hefðu búist við hátekjuskatti á ofurlaun. Útspil ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum segir Helga hafa verið skref en ekki tillögur og skattbreytingarnar hafi ekki minnkað þrýstinginn. Helga segir að á undanförnum árum hefði átt sér stað breytingar hjá lægstu tekjuhópana. „Þeir borga hærri skatta og eru með minna í veskinu.“ Hún spyr hvort verkalýðshreyfingin eigi ein að standa vaktina. Verkfallsboðun hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var samþykkt í atkvæðagreiðslu í gær eins og áður sagði en með mjög naumum meirihluta því af þeim sem greiddu atkvæði vildu 52,25% verkfallsaðgerðirnar en 45,33% voru á móti þeim. Þegar Helga er innt eftir viðbrögðum um hvers vegna ekki fleiri hafi viljað leggja niður störf svarar hún: „VR er náttúrlega mjög stórt félag og með breiðan tekjuhóp. Félagið er þannig að stór hluti félagsmanna semur sjálfur um sín kaup og kjör og þá er kannski ekki óeðlilegt að fókusinn í kjarasamningum fari svolítið á þessa lægri tekjuhópa sem hafa minni möguleika á beinum samningum við sinn launagreiðanda og eru meira inni á töxtum. Það er svona grunnurinn í kröfugerðinni. Það var mikil samstaða um þessa nálgun í kröfugerðinni sem byggir á tvennu; krónutöluhækkunum og hærri persónuafslætti og svo eru náttúrulega fleiri þættir þarna inni í kröfugerðinni sem snúa að húsnæðismálum og vinnutíma og mörgu öðru.“ Helga segir að samningafundir með SA hefðu ekki borið neinn árangur. SA hafi teflt fram samningi sem hafi verið óboðlegur félagsmönnum VR. Í framhaldinu buðu verkalýðsfélögin fjögur sem eru í samfloti í kjaraviðræðunum SA upp á gagntilboð. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að fulltrúar SA hefðu gefið samningnum gaum í klukkustund, hafnað honum en síðan ekki söguna meir. Boltinn sé því nú hjá SA. Helga segir að einn af hnútunum séu kröfur SA um að lengja dagvinnutímabilið sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt að sé mikil réttindaskerðing fyrir félagsmenn. Þeir vilji lengja dagvinnutímann á kostnað eftirvinnutímans. „Það er svo svekkjandi að hækka grunnlaunin og missa það svo yfir í það að þú færð enga eftirvinnu, þú ert bara á dagvinnu,“ segir Helga. Hún segir að það sé mjög varhugavert að breyta „strúktúrnum“ í launauppbyggingu og vinnutíma korter í kjarasamninga. Slíkt þurfi að skoða vandlega yfir lengri tíma. Helga segir að það sé mjög hagstætt fyrir VR að vera í samfloti við félag eins og Eflingu vegna þess að félagsmenn beggja félaga vinni í sama geira. Þannig sé hægt að fara í staðbundin verkföll til að geta haft áhrif „Tilgangurinn er eingöngu að ná samningsaðilanum að samningaborðinu. Það langar engan í verkfall.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48 „Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49
Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00
Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48
„Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. 11. mars 2019 10:05