Tollverðir vilja ekkert með ríkisskattstjóra hafa Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2019 13:27 Uppi eru hugmyndir um að innheimtuhluti Tollstjóra verði færður undir embætti ríkisskattstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Aðalfundur Tollvarðafélags Íslands leggur til að hætt verði við öll áform um sameiningu embættis Tollstjóra við ríkisskattstjóra eða aðrar stofnanir. Félagið segir ástæðuna vera „slæm reynsla af slíkri tilraunastarfsemi, m.a. í Danmörku.“ Þetta kemur fram í ályktun Tollvarðafélagsins sem sögð er hafa verið samþykkt einróma á aðalfundi félagsins föstudaginn síðastliðinn. Í henni segir jafnframt að félagsmenn Tollvarðafélagsins óttist að þær ákvarðanir sem verða teknar með fyrirhugaðri sameiningu við embætti ríkisskattstjóra muni veikja tollgæslu í landinu. Nefnd skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra um aukna skilvirkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda skilaði inn tillögu að uppskiptingu á embætti Tollstjóra í september síðastliðnum. Hún fól í sér að innheimtuhluti tollstjóra verði færður undir embætti ríkisskattstjóra. „Alþingi hefur samþykkt tillögu nefndarinnar og við þetta hefur TFÍ ekkert að athuga. Nefndin á eftir að taka afstöðu til tollasviðs tollstjóra. Í nefndinni situr enginn fulltrúi TFÍ og ekkert samráð hefur verið haft við félagið. Rétt er að benda á að meirihluti þeirra sem starfa á tollasviði embættisins eru tollverðir,“ segir í ályktun Tollvarðafélagsins. Það sé því skoðun félagsins að embætti Tollstjóra eigi áfram að vera sjálfstæð stofnun undir heiti Tollstjóra - „sem er tákn tollgæslunnar í landinu.“ Tollgæslan Tengdar fréttir Tollstjóri verður ríkisskattstjóri Snorri Olsen hefur störf sem ríkisskattstjóri 1. október. 1. júní 2018 11:59 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Aðalfundur Tollvarðafélags Íslands leggur til að hætt verði við öll áform um sameiningu embættis Tollstjóra við ríkisskattstjóra eða aðrar stofnanir. Félagið segir ástæðuna vera „slæm reynsla af slíkri tilraunastarfsemi, m.a. í Danmörku.“ Þetta kemur fram í ályktun Tollvarðafélagsins sem sögð er hafa verið samþykkt einróma á aðalfundi félagsins föstudaginn síðastliðinn. Í henni segir jafnframt að félagsmenn Tollvarðafélagsins óttist að þær ákvarðanir sem verða teknar með fyrirhugaðri sameiningu við embætti ríkisskattstjóra muni veikja tollgæslu í landinu. Nefnd skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra um aukna skilvirkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda skilaði inn tillögu að uppskiptingu á embætti Tollstjóra í september síðastliðnum. Hún fól í sér að innheimtuhluti tollstjóra verði færður undir embætti ríkisskattstjóra. „Alþingi hefur samþykkt tillögu nefndarinnar og við þetta hefur TFÍ ekkert að athuga. Nefndin á eftir að taka afstöðu til tollasviðs tollstjóra. Í nefndinni situr enginn fulltrúi TFÍ og ekkert samráð hefur verið haft við félagið. Rétt er að benda á að meirihluti þeirra sem starfa á tollasviði embættisins eru tollverðir,“ segir í ályktun Tollvarðafélagsins. Það sé því skoðun félagsins að embætti Tollstjóra eigi áfram að vera sjálfstæð stofnun undir heiti Tollstjóra - „sem er tákn tollgæslunnar í landinu.“
Tollgæslan Tengdar fréttir Tollstjóri verður ríkisskattstjóri Snorri Olsen hefur störf sem ríkisskattstjóri 1. október. 1. júní 2018 11:59 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Tollstjóri verður ríkisskattstjóri Snorri Olsen hefur störf sem ríkisskattstjóri 1. október. 1. júní 2018 11:59