
Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands í kjölfar Brexit
Útganga Bretlands úr ESB án samnings mun hins vegar, að öllu óbreyttu, hafa þær afleiðingar að Bretland mun teljast sem svokallað þriðja ríki og verður miðlun þangað því óheimil nema viðkomandi fyrirtæki eða stofnun, sem flytja vill persónuupplýsingar þangað, grípi til sérstakra ráðstafana. Þær verndarráðstafanir sem hægt er að grípa til eru nokkrar og fer það eftir starfsemi og eðli aðila hvaða verndarráðstöfun á best við hverju sinni, en jafnframt skiptir máli um hvers konar miðlun persónuupplýsinga er að ræða.
Þær verndarráðstafanir sem koma helst til greina eru í fyrsta lagi svokallaðir staðlaðir samningsskilmálar sem hafa verið samþykktir af framkvæmdastjórn ESB. Notkun þeirra felur það í sér að íslenska fyrirtækið eða stofnunin sem vill flytja upplýsingar til Bretlands þarf að gera skriflegan samning við móttakanda upplýsinganna í Bretlandi sem byggir á þessum stöðluðu samningsskilmálum. Í öðru lagi koma til greina svokallaðar bindandi fyrirtækjareglur ef um miðlun er að ræða milli félaga í sömu samstæðu. Bindandi fyrirtækjareglur fela í sér samning milli félaganna í samstæðunni þar sem samið er um það hvernig skuli vinna með persónuupplýsingar. Áður en hægt er að byggja miðlun á slíkum reglum þarf Persónuvernd hins vegar fyrst að samþykkja þær. Í þriðja lagi getur íslenska fyrirtækið eða stofnunin óskað eftir samþykki fyrir miðluninni frá þeim einstaklingum sem viðkomandi persónuupplýsingar tilheyra. Samþykkja verður miðlunina sérstaklega og ekki er fullnægjandi að bæta við ákvæði í viðskiptaskilmála auk þess sem einstaklingarnir verða að eiga raunverulegt val um hvort þeir samþykkja miðlunina eða ekki svo samþykkið teljist gilt. Í fjórða lagi getur miðlun í ákveðnum tilvikum jafnframt talist nauðsynleg á grundvelli samnings við viðkomandi einstakling.
Að öllu óbreyttu mun Bretland ganga úr ESB án útgöngusamnings þann 29. mars næstkomandi. Fyrir þann tíma er mikilvægt að íslensk fyrirtæki og stofnanir kortleggi hvort verið sé að miðla einhverjum persónuupplýsingum til Bretlands. Í því sambandi þarf að hafa í huga að það eitt að veita aðila í Bretlandi aðgang að persónuupplýsingum getur falið í sér miðlun. Það sama á við ef upplýsingar eru hýstar í Bretlandi.
Þegar slík kortlagning hefur átt sér stað þarf að ákveða til hvaða verndarráðstöfunar eigi að grípa. Með hliðsjón af því hversu knappur tími er til stefnu er mikilvægt að velja þá verndarráðstöfun sem raunhæft er að innleiða á stuttum tíma, en líklegt er að staðlaðir samningsskilmálar eigi þar oft best við. Þá þarf að tryggja að einstaklingar séu upplýstir um að upplýsingum þeirra kunni að vera miðlað til Bretlands og á hvaða grundvelli sú miðlun á sér stað. Það má því einnig búast við því að uppfærsla á persónuverndarstefnum verði nauðsynleg.
Vert er að hafa í huga að ólögmæt miðlun persónuupplýsinga utan EES-svæðisins telst alvarlegt brot á persónuverndarlögum. Slík brot geta varðað háaum sektum, allt að 2,7 milljörðum íslenskra króna eða 4% af árlegri heildarveltu félags á heimsvísu. Það er því full ástæða til að fylgjast vel með framþróun mála í Bretlandi og grípa til nauðsynlegra ráðstafana svo ekki þurfi að stöðva alla miðlun persónuupplýsinga til Bretlands fari svo að Bretland gangi úr ESB án útgöngusamnings í lok marsmánaðar.
Skoðun

Stormur í Þjóðleikhúsinu
Bubbi Morthens skrifar

Börn í skugga stríðs
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar

Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra?
Ævar Harðarson skrifar

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Sandra B. Franks skrifar

Auðbeldi SFS
Örn Bárður Jónsson skrifar

Skjárinn og börnin
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“
Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Opið hús fyrir útvalda
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Af hverju hræðist fólk kynjafræði?
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Hópnauðganir/svartheimar!
Davíð Bergmann skrifar

Valdið og samvinnuhugsjónin
Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

NPA breytti lífinu mínu
Sveinbjörn Eggertsson skrifar

Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Gildi kærleika og mannúðar
Toshiki Toma skrifar

Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar?
Jón Skafti Gestsson skrifar

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar