Ekkert mark var skorað er Fylkir og KR mættust í Lengjubikar karla í kvöld en leikið var á gervigrasinu í Árbænum í kvöld.
Flautað var til leiks klukkan 19.00 á Wurth-vellinum í flóðljósum í kvöld en eins og áður segir mistókst liðunum að koma boltanum í netið. 0-0 lokatölur.
KR er á toppi riðilsins með tíu stig eftir þrjá sigra og eitt jafntefli en Fylkir er sæti neðar með átta stig eftir fjóra leiki.
Bæði lið eiga eftir að spila einn leik í riðlinum. Fylkir spilar gegn Víkingi Ólafsvík um helgina á meðan KR spilar við Þrótt á sunnudag.
