Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 10:28 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Egill Skipan dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við lög og íslenska ríkið braut þannig á réttindum manns sem tryggð eru í mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta var niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) sem taldi Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafa „augljóslega hunsað“ reglur sem giltu um skipanina. Alþingi er einnig talið hafa brugðist í því hvernig það samþykkti skipan dómaranna. Íslenskur maður, sem var dæmdur fyrir akstur án ökuréttinda og undir áhrifum vímuefna í Landsrétti í mars, skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann hélt því fram að hann hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð fyrir dómstólum vegna þess að ólöglega hefði verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við Landsrétt. Arnfríður var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði til að yrði skipaðir í Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar sumarið 2017. Nefndin hafði lagt fram lista yfir fimmtán umsækjendur sem hún taldi hæfasta. Ákvörðun ráðherrans var umdeild á sínum tíma en Alþingi samþykkti á endanum tillögu hennar þar sem brugðið var frá tillögu hæfnisnefndarinnar. Hæstiréttur dæmdi síðar tveimur umsækjendum sem voru á upphaflegum lista hæfnisnefndarinnar bætur í desember árið 2017. Taldi dómurinn að ráðherra hefði brotið stjórnsýslulög og að meðferð Alþingis hefði verið gölluð. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar yfir manninum í maí í fyrra. Taldi dómurinn að skipan Arnfríðar hefði verið lögmæt og því hafi ekki verið ástæða til að ætla að maðurinn hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óháðum dómurum. Alþingi fór ekki að lögum um skipan dómara, að mati MDE.Vísir/Vilhelm Sigríður sögð hafa augljóslega hunsað reglur MDE komst að þeirri niðurstöðu í dag að í ferlinu við skipan landsréttardómaranna hafi falist „svívirðilegt brot á reglum sem áttu við á þeim tíma“. „Það hafði skaðað það traust sem dómsvaldið í lýðræðisríki verður að vekja hjá almenningi og hafði gengið gegn kjarna þeirra grundvallarreglna að dómstólar verða að vera skipaðir samkvæmt lögum,“ segir í tilkynningu frá dómstólnum. Dómurinn byggir að miklu leyti á dómi Hæstaréttar Íslands í máli umsækjendanna sem kröfðust bóta þegar fram hjá þeim var gengið. Með honum hafi bæði dómsmálaráðherra og Alþingi verið talin hafa brotið reglur um skipan dómara við Landsrétt. Vísað er til þess að Sigríður hafi lagt fram eigin lista yfir dómaraefni án þess að gera sjálfstæða skoðun á hæfni þeirra fjögurra umsækjenda sem hún valdi sjálf og án þess að safna frekari upplýsingum eða gögnum til að styðja þá niðurstöðu hennar. „Þar að auki brást hún í að gera nákvæman samanburð á hæfni frambjóðendanna fjögurra við þá fimmtán umsækjendur sem voru taldir hæfastir eins og stjórnsýslulög krefjast almennt. Slík brot fólu í sér grundvallarágalla í heildarferlinu við skipan dómaranna fjögurra,“ segir í dómi MDE. Framkvæmdavaldið hafi tekið sér of mikið vald í vali á dómurunum fjórum og ekki hafi verið hugað að lögum sem áttu að tryggja viðunandi jafnvægi á milli framkvæmda- og löggjafarvaldsins við skipan dómaranna. „Ennfremur hunsaði dómsmálaráðherrann augljóslega viðeigandi reglur þegar hún ákvaða að skipta út fjórum af fimmtán umsækjendum fyrir fjóra aðra umsækjendur sem voru metnir minna hæfir af hæfnisnefndinni,“ segir MDE. Vísaði MDE til dóms Hæstaréttar í bótamáli umsækjendanna um að dómsmálaráðherra hafi „algerlega hunsað“ augljósa hættu fyrir orðstír umsækjendanna sem skipt var út. Sigríður hefði ekki lagt fram nægilega réttlætingu fyrir ákvörðuninni jafnvel þó að hún hefði leitað sérfræðiálits lögfræðinga ráðuneytisins. „Vísan hennar til fyrri dómarareynslu hafi ekki byggst á sjálfstæðu mati eða nýfengnum upplýsingum eða öðrum gögnum. Þannig sýndu þessi brot á landslögum einnig fram á að hún hunsaði augljóslega viðeigandi reglur á sínum tíma,“ segir MDE. Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi.Vísir/EPA Hefðu átt að greiða atkvæði um hvert og eitt dómaraefni Alþingi fær einnig ákúrur frá MDE vegna meðferðar þess á tillögunni sem ráðherra lagði fram. Hæstiréttur Íslands hafi túlkað lög um skipan Landsréttar þannig að þingið hefði átt að greiða atkvæði um hvert og eitt dómaraefni í sérstakri atkvæðagreiðslu. Þess í stað hafi þingið samþykkt allan listann í einni atkvæðagreiðslu. „Með því að bregðast í að gera það veik Alþingi einnig frá gildandi reglum í skipunarferlinu sem það ákvað sjálft í fyrri lagasetningu,“ segir MDE. Hæstiréttur taldi á sínum tíma að brot ráðherra og Alþingi á reglum í skipunarferlinu þýddu ekki að maðurinn hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð. MDE segir að sú niðurstaða skipti ekki máli fyrir dóminn í dag. Hæstiréttur Íslands hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort að skipan Arnfríðar hefði verið ólögmæt. Sjö dómarar dæmdu í málinu, þar á meðal Róbert Spanó frá Íslandi. Tveir dómarar skiluðu séráliti. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Skipan dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við lög og íslenska ríkið braut þannig á réttindum manns sem tryggð eru í mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta var niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) sem taldi Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafa „augljóslega hunsað“ reglur sem giltu um skipanina. Alþingi er einnig talið hafa brugðist í því hvernig það samþykkti skipan dómaranna. Íslenskur maður, sem var dæmdur fyrir akstur án ökuréttinda og undir áhrifum vímuefna í Landsrétti í mars, skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann hélt því fram að hann hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð fyrir dómstólum vegna þess að ólöglega hefði verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við Landsrétt. Arnfríður var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði til að yrði skipaðir í Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar sumarið 2017. Nefndin hafði lagt fram lista yfir fimmtán umsækjendur sem hún taldi hæfasta. Ákvörðun ráðherrans var umdeild á sínum tíma en Alþingi samþykkti á endanum tillögu hennar þar sem brugðið var frá tillögu hæfnisnefndarinnar. Hæstiréttur dæmdi síðar tveimur umsækjendum sem voru á upphaflegum lista hæfnisnefndarinnar bætur í desember árið 2017. Taldi dómurinn að ráðherra hefði brotið stjórnsýslulög og að meðferð Alþingis hefði verið gölluð. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar yfir manninum í maí í fyrra. Taldi dómurinn að skipan Arnfríðar hefði verið lögmæt og því hafi ekki verið ástæða til að ætla að maðurinn hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óháðum dómurum. Alþingi fór ekki að lögum um skipan dómara, að mati MDE.Vísir/Vilhelm Sigríður sögð hafa augljóslega hunsað reglur MDE komst að þeirri niðurstöðu í dag að í ferlinu við skipan landsréttardómaranna hafi falist „svívirðilegt brot á reglum sem áttu við á þeim tíma“. „Það hafði skaðað það traust sem dómsvaldið í lýðræðisríki verður að vekja hjá almenningi og hafði gengið gegn kjarna þeirra grundvallarreglna að dómstólar verða að vera skipaðir samkvæmt lögum,“ segir í tilkynningu frá dómstólnum. Dómurinn byggir að miklu leyti á dómi Hæstaréttar Íslands í máli umsækjendanna sem kröfðust bóta þegar fram hjá þeim var gengið. Með honum hafi bæði dómsmálaráðherra og Alþingi verið talin hafa brotið reglur um skipan dómara við Landsrétt. Vísað er til þess að Sigríður hafi lagt fram eigin lista yfir dómaraefni án þess að gera sjálfstæða skoðun á hæfni þeirra fjögurra umsækjenda sem hún valdi sjálf og án þess að safna frekari upplýsingum eða gögnum til að styðja þá niðurstöðu hennar. „Þar að auki brást hún í að gera nákvæman samanburð á hæfni frambjóðendanna fjögurra við þá fimmtán umsækjendur sem voru taldir hæfastir eins og stjórnsýslulög krefjast almennt. Slík brot fólu í sér grundvallarágalla í heildarferlinu við skipan dómaranna fjögurra,“ segir í dómi MDE. Framkvæmdavaldið hafi tekið sér of mikið vald í vali á dómurunum fjórum og ekki hafi verið hugað að lögum sem áttu að tryggja viðunandi jafnvægi á milli framkvæmda- og löggjafarvaldsins við skipan dómaranna. „Ennfremur hunsaði dómsmálaráðherrann augljóslega viðeigandi reglur þegar hún ákvaða að skipta út fjórum af fimmtán umsækjendum fyrir fjóra aðra umsækjendur sem voru metnir minna hæfir af hæfnisnefndinni,“ segir MDE. Vísaði MDE til dóms Hæstaréttar í bótamáli umsækjendanna um að dómsmálaráðherra hafi „algerlega hunsað“ augljósa hættu fyrir orðstír umsækjendanna sem skipt var út. Sigríður hefði ekki lagt fram nægilega réttlætingu fyrir ákvörðuninni jafnvel þó að hún hefði leitað sérfræðiálits lögfræðinga ráðuneytisins. „Vísan hennar til fyrri dómarareynslu hafi ekki byggst á sjálfstæðu mati eða nýfengnum upplýsingum eða öðrum gögnum. Þannig sýndu þessi brot á landslögum einnig fram á að hún hunsaði augljóslega viðeigandi reglur á sínum tíma,“ segir MDE. Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi.Vísir/EPA Hefðu átt að greiða atkvæði um hvert og eitt dómaraefni Alþingi fær einnig ákúrur frá MDE vegna meðferðar þess á tillögunni sem ráðherra lagði fram. Hæstiréttur Íslands hafi túlkað lög um skipan Landsréttar þannig að þingið hefði átt að greiða atkvæði um hvert og eitt dómaraefni í sérstakri atkvæðagreiðslu. Þess í stað hafi þingið samþykkt allan listann í einni atkvæðagreiðslu. „Með því að bregðast í að gera það veik Alþingi einnig frá gildandi reglum í skipunarferlinu sem það ákvað sjálft í fyrri lagasetningu,“ segir MDE. Hæstiréttur taldi á sínum tíma að brot ráðherra og Alþingi á reglum í skipunarferlinu þýddu ekki að maðurinn hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð. MDE segir að sú niðurstaða skipti ekki máli fyrir dóminn í dag. Hæstiréttur Íslands hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort að skipan Arnfríðar hefði verið ólögmæt. Sjö dómarar dæmdu í málinu, þar á meðal Róbert Spanó frá Íslandi. Tveir dómarar skiluðu séráliti.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira