Úthlutun á tollkvóta í landbúnaði – Hollenska leiðin Björgvin Sighvatsson skrifar 12. mars 2019 07:00 Fyrir nokkrum vikum síðan skilaði starfshópur tillögum um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í skipunarbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að endurskoða núverandi fyrirkomulag um úthlutun tollkvóta og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum skilgreindum takmörkuðum gæðum í meira mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Meirihluti starfshópsins komst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til þess að ná þessu markmiði sé að úthluta tollkvótum með útboði þar sem stuðst er við svokallað hollenskt útboð. Erfitt er að finna sannfærandi rök fyrir þessari niðurstöðu meirihluta nefndarinnar í skýrslunni.Kennsludæmi Í einföldu máli felur hollenskt útboð í sér að þegar boðið er tiltekið magn af vöru til sölu þá ákvarðar lægsta samþykkta útboðsverðið sama söluverðið til allra samþykktra tilboðsgjafa. Þannig er hægt að hugsa sér að ákveðnir aðilar sem uppfylla fyrirfram skilgreind útboðsskilyrði fái rétt á að bjóða í tiltekið magn af tollkvóta, t.d. 100 kg. Segjum að aðili A sendi inn 7 mismunandi tilboð í samtals 70 kg á verðbilinu 50-65 kr. á hvert kg. Aðili B sendir inn 6 tilboð í 60 kg á verðbilinu 55-68 og aðili C er með 4 tilboð í 50 kg á verðbilinu 50-58. Segjum að síðasta samþykkta verðið þar sem síðasta kílóinu af 100 kg markinu er náð sé 60 kr. Hollenskt útboð felur sér að öllum tilboðum sem eru 60 kr. eða hærra er úthlutað á 60 kr. kílóið. Öðrum tilboðum er hafnað og þar með talið öllum tilboðum frá aðila C. Hér má segja að seljandi sé að verða af tekjum á meðan kaupendur eru að hagnast á því að þurfa ekki að greiða hærra verð en 60 kr. þó að þeir hafi verið tilbúnir til þess í útboðinu. Þetta fyrirkomulag virkar eins og að seljandi sé ekki að hámarka tekjurnar af sölu tollkvóta í útboðinu heldur séu kaupendurnir að hagnast, sem þeir geta síðan skilað til sinna viðskiptavina.Kennsludæmi – frh. Útboðshegðun tilboðsgjafa hins vegar breytist þegar um síendurtekin útboð er að ræða með hollenskri aðferð. Næst þegar útboð verður haldið með tollkvóta viðkomandi vöru þá mun aðili C hugsanlega endurmeta stöðuna þannig að hann býður umtalsvert hærra verð til að fá úthlutaðan kvóta. Hann veit að allir fá sama verð í útboðinu og því þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að læsast inni með alltof hátt verð fyrir kvóta í samanburði við aðra bjóðendur, sem gæti gerst ef um hefðbundið útboð væri að ræða, „multiple price auction method“. Segjum að aðili C sendi nú inn nokkur tilboð í 50 kg á verðinu 75-70 kr. Nú fær nýr aðili, segjum aðili D, einnig að bjóða. Hann hefur ekki sterka skoðun á því hvar „rétta“ verðið liggur en vill tryggja sér tollkvóta í útboðinu. Hann sendir inn tilboð fyrir 50 kg á verðbilinu 80-75 kr. á hvert kg. Aðilar A og B ákveða að senda inn eins tilboð og í síðasta útboði. Nú verður niðurstaðan sú að aðilar C og D fá öll 100 kg á 70 kr. Aðilar A og B fá ekkert. Seljandinn er að fá 10 kr. hærra verð á hvert kg af tollkvótanum en í síðasta útboði og kaupendurnir þurfa að velta þessari hækkun yfir á viðskiptavini sína. Þegar kemur að þriðja útboðinu þurfa aðilar A og B endurmeta stöðu sína. Ætla þeir að hækka tilboð sín eða taka sénsinn á því að fá engan úthlutaðan tollkvóta?Raundæmi Íslenska ríkið hefur um margra ára skeið beitt hollenskri útboðsaðferð við sölu á ríkisskuldabréfum. Það gera líka 21 önnur OECD-ríki, þ.m.t. Danmörk, Noregur, Bandaríkin, Bretland og Írland. Þessi ríki velja hollensku leiðina við sölu ríkisskuldabréfa því þau telja hana skila hæstu verðum í útboðum, til langs tíma. Ef vilji er til þess að skapa takmörkuð gæði í innflutningi landbúnaðarvara þá getur hollenska útboðsleiðin við sölu á tollkvótum verið góð leið til að hámarka tekjur af kvótasölu til ríkisins en á móti verið bjarnargreiði gagnvart íslenskum neytendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum síðan skilaði starfshópur tillögum um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í skipunarbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að endurskoða núverandi fyrirkomulag um úthlutun tollkvóta og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum skilgreindum takmörkuðum gæðum í meira mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Meirihluti starfshópsins komst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til þess að ná þessu markmiði sé að úthluta tollkvótum með útboði þar sem stuðst er við svokallað hollenskt útboð. Erfitt er að finna sannfærandi rök fyrir þessari niðurstöðu meirihluta nefndarinnar í skýrslunni.Kennsludæmi Í einföldu máli felur hollenskt útboð í sér að þegar boðið er tiltekið magn af vöru til sölu þá ákvarðar lægsta samþykkta útboðsverðið sama söluverðið til allra samþykktra tilboðsgjafa. Þannig er hægt að hugsa sér að ákveðnir aðilar sem uppfylla fyrirfram skilgreind útboðsskilyrði fái rétt á að bjóða í tiltekið magn af tollkvóta, t.d. 100 kg. Segjum að aðili A sendi inn 7 mismunandi tilboð í samtals 70 kg á verðbilinu 50-65 kr. á hvert kg. Aðili B sendir inn 6 tilboð í 60 kg á verðbilinu 55-68 og aðili C er með 4 tilboð í 50 kg á verðbilinu 50-58. Segjum að síðasta samþykkta verðið þar sem síðasta kílóinu af 100 kg markinu er náð sé 60 kr. Hollenskt útboð felur sér að öllum tilboðum sem eru 60 kr. eða hærra er úthlutað á 60 kr. kílóið. Öðrum tilboðum er hafnað og þar með talið öllum tilboðum frá aðila C. Hér má segja að seljandi sé að verða af tekjum á meðan kaupendur eru að hagnast á því að þurfa ekki að greiða hærra verð en 60 kr. þó að þeir hafi verið tilbúnir til þess í útboðinu. Þetta fyrirkomulag virkar eins og að seljandi sé ekki að hámarka tekjurnar af sölu tollkvóta í útboðinu heldur séu kaupendurnir að hagnast, sem þeir geta síðan skilað til sinna viðskiptavina.Kennsludæmi – frh. Útboðshegðun tilboðsgjafa hins vegar breytist þegar um síendurtekin útboð er að ræða með hollenskri aðferð. Næst þegar útboð verður haldið með tollkvóta viðkomandi vöru þá mun aðili C hugsanlega endurmeta stöðuna þannig að hann býður umtalsvert hærra verð til að fá úthlutaðan kvóta. Hann veit að allir fá sama verð í útboðinu og því þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að læsast inni með alltof hátt verð fyrir kvóta í samanburði við aðra bjóðendur, sem gæti gerst ef um hefðbundið útboð væri að ræða, „multiple price auction method“. Segjum að aðili C sendi nú inn nokkur tilboð í 50 kg á verðinu 75-70 kr. Nú fær nýr aðili, segjum aðili D, einnig að bjóða. Hann hefur ekki sterka skoðun á því hvar „rétta“ verðið liggur en vill tryggja sér tollkvóta í útboðinu. Hann sendir inn tilboð fyrir 50 kg á verðbilinu 80-75 kr. á hvert kg. Aðilar A og B ákveða að senda inn eins tilboð og í síðasta útboði. Nú verður niðurstaðan sú að aðilar C og D fá öll 100 kg á 70 kr. Aðilar A og B fá ekkert. Seljandinn er að fá 10 kr. hærra verð á hvert kg af tollkvótanum en í síðasta útboði og kaupendurnir þurfa að velta þessari hækkun yfir á viðskiptavini sína. Þegar kemur að þriðja útboðinu þurfa aðilar A og B endurmeta stöðu sína. Ætla þeir að hækka tilboð sín eða taka sénsinn á því að fá engan úthlutaðan tollkvóta?Raundæmi Íslenska ríkið hefur um margra ára skeið beitt hollenskri útboðsaðferð við sölu á ríkisskuldabréfum. Það gera líka 21 önnur OECD-ríki, þ.m.t. Danmörk, Noregur, Bandaríkin, Bretland og Írland. Þessi ríki velja hollensku leiðina við sölu ríkisskuldabréfa því þau telja hana skila hæstu verðum í útboðum, til langs tíma. Ef vilji er til þess að skapa takmörkuð gæði í innflutningi landbúnaðarvara þá getur hollenska útboðsleiðin við sölu á tollkvótum verið góð leið til að hámarka tekjur af kvótasölu til ríkisins en á móti verið bjarnargreiði gagnvart íslenskum neytendum.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun