Segir erlend hópferðabifreiðafyrirtæki undirbjóða þau íslensku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. mars 2019 20:30 Boðaðar verkfallsaðgerðir hafa þegar valdið hópferðafyrirtækjum tjóni og fyrirtæki misst viðskipti til erlendra rútufyrirtækja að sögn formanns Félags hópferðaleyfishafa. Þau séu með starfsmenn á mun lægri kjörum en tíðkast hér á landi. Framkvæmdastjóri Eflingar segir um klár brot að ræða á íslenskri löggjöf. Mörg íslensk hópferðafyrirtæki hafa verið að missa viðskipti yfir til erlendra rútufyrirtækja sem greiða starfsmönnum sínum mun lægri laun en þau íslensku hafa verið að gera. Framkvæmdastjóri eins rútufyrirtækis segir fyrirtækið hafa misst viðskipti upp á allt að sextán ferðir í sumar fyrir á annan tug milljóna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir þessu væru boðaðar verkfallsaðgerðir og að laun erlendra rútubílstjóra væru mun lægri en þeirra íslensku. Formaður Félags Hópferðaleyfishafa segir þetta hafa viðgengist í allt að fimm ár og hafi valdið miklu tjóni þar á meðal hjá sér. „Þessi fyrirtæki eru ekki að borga nein laun. Mennirnir eru með fimm þúsund krónur á dag. Ekki á tímann, heldur á dag fyrir tíu til tólf tíma vinnu,“ segir Haraldur Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, og sagðist hann hafa þetta staðfest eftir áreiðanlegum heimildum. „Við getum ekkert keppt við þetta.“ Framkvæmdastjóri Eflingar segist hafa fengið fjölmargar ábendingar um þessi fyrirtæki brjóta lög. „Við fáum heilmikið af tilkynningum um allskonar brotastarfsemi og við erum bara í því dagana langa að framfylgja kjarasamningi fyrir hönd fólks starfar á okkar félagssvæði og stendur ekki til að hætta því,“ segir Viðar Þorteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Haraldur segir hins vegar að ekkert hafi verið gert. „Við létum strax vita af þessu og erum búin að nefna þetta bæði við Eflingu og ASÍ. Við erum líka búnir að tala við Velferðarráðuneytið. Við erum búnir að tala við allt og það hafa komið út ýmsar skýrslur en það er ekkert gert,“ segir Haraldur. Hann nefnir nokkur þeirra erlendu fyrirtækja sem stunda undirboð á markaði eins og European Coach Service og fleiri. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Boðaðar verkfallsaðgerðir hafa þegar valdið hópferðafyrirtækjum tjóni og fyrirtæki misst viðskipti til erlendra rútufyrirtækja að sögn formanns Félags hópferðaleyfishafa. Þau séu með starfsmenn á mun lægri kjörum en tíðkast hér á landi. Framkvæmdastjóri Eflingar segir um klár brot að ræða á íslenskri löggjöf. Mörg íslensk hópferðafyrirtæki hafa verið að missa viðskipti yfir til erlendra rútufyrirtækja sem greiða starfsmönnum sínum mun lægri laun en þau íslensku hafa verið að gera. Framkvæmdastjóri eins rútufyrirtækis segir fyrirtækið hafa misst viðskipti upp á allt að sextán ferðir í sumar fyrir á annan tug milljóna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir þessu væru boðaðar verkfallsaðgerðir og að laun erlendra rútubílstjóra væru mun lægri en þeirra íslensku. Formaður Félags Hópferðaleyfishafa segir þetta hafa viðgengist í allt að fimm ár og hafi valdið miklu tjóni þar á meðal hjá sér. „Þessi fyrirtæki eru ekki að borga nein laun. Mennirnir eru með fimm þúsund krónur á dag. Ekki á tímann, heldur á dag fyrir tíu til tólf tíma vinnu,“ segir Haraldur Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, og sagðist hann hafa þetta staðfest eftir áreiðanlegum heimildum. „Við getum ekkert keppt við þetta.“ Framkvæmdastjóri Eflingar segist hafa fengið fjölmargar ábendingar um þessi fyrirtæki brjóta lög. „Við fáum heilmikið af tilkynningum um allskonar brotastarfsemi og við erum bara í því dagana langa að framfylgja kjarasamningi fyrir hönd fólks starfar á okkar félagssvæði og stendur ekki til að hætta því,“ segir Viðar Þorteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Haraldur segir hins vegar að ekkert hafi verið gert. „Við létum strax vita af þessu og erum búin að nefna þetta bæði við Eflingu og ASÍ. Við erum líka búnir að tala við Velferðarráðuneytið. Við erum búnir að tala við allt og það hafa komið út ýmsar skýrslur en það er ekkert gert,“ segir Haraldur. Hann nefnir nokkur þeirra erlendu fyrirtækja sem stunda undirboð á markaði eins og European Coach Service og fleiri.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira