Bouteflika stígur til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2019 19:02 Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin í Algeirsborg og víðar í landinu og krefjast mótmælendur þess að Bouteflika bjóði sig ekki fram að nýju. AP/Francois Mori Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, er hættur við að gefa aftur kost á sér. Því lýsti hann í kjölfar umfangsmikilla mótmæla þar í landi. Bouteflika, sem er 82 ára gamall og hefur verið við völd í tvo áratugi, hefur varla sést á almannafæri eftir að hann fékk heilablóðfall árið 2013. Hann er nýkominn aftur til Alsír eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í Sviss í tvær vikur. Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin í Algeirsborg og víðar í landinu og krefjast mótmælendur þess að Bouteflika bjóði sig ekki fram að nýju. Hundruð þúsunda hafa tekið þátt í mótmælunum og samkvæmt Guardian hafa þó að miklu leyti hætt að snúast um að Bouteflika bjóði sig ekki fram í fimmta sinn og farið að snúast að miklu leyti gegn almennum stjórnháttum í landinu.Rúmlega þúsund dómarar Alsír höfðu gefið það út að þeir myndu neita að koma að forsetakosningum með nokkrum hætti ef Bouteflika byði sig fram. Í tilkynningu vísaði forsetinn þó til slæmrar heilsu sinnar og sagði það ástæðu þess að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram á nýjan leik. Hann sagðist skilja mótmælendur og hrósaði þeim fyrir friðsöm mótmæli. Hann sagði einnig að ríkisstjórnin myndi skapa sjálfstæða forsetanefnd sem myndi ákveða hvenær halda skyldi kosningar. Samhliða forsetakosningum á einnig að kjósa um nýja stjórnarskrá Alsír en þangað til verður starfstjórn mynduð tímabundið. Sú starfsstjórn verður leidd af Noureddine Bedoui, innanríkisráðherra. Rúmir tveir þriðju af íbúum Alsír eru undir þrítugt að aldri. Þar er mikið atvinnuleysi og húsnæðisskortur. Alsír Tengdar fréttir Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00 Sitjandi forseta mótmælt í Alsír Almenningur í Algeirsborg og annarsstaðar í Alsír er ansi andstæður áformum Abdelaziz Bouteflika forseta Alsír. 3. mars 2019 20:20 Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25 Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, er hættur við að gefa aftur kost á sér. Því lýsti hann í kjölfar umfangsmikilla mótmæla þar í landi. Bouteflika, sem er 82 ára gamall og hefur verið við völd í tvo áratugi, hefur varla sést á almannafæri eftir að hann fékk heilablóðfall árið 2013. Hann er nýkominn aftur til Alsír eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í Sviss í tvær vikur. Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin í Algeirsborg og víðar í landinu og krefjast mótmælendur þess að Bouteflika bjóði sig ekki fram að nýju. Hundruð þúsunda hafa tekið þátt í mótmælunum og samkvæmt Guardian hafa þó að miklu leyti hætt að snúast um að Bouteflika bjóði sig ekki fram í fimmta sinn og farið að snúast að miklu leyti gegn almennum stjórnháttum í landinu.Rúmlega þúsund dómarar Alsír höfðu gefið það út að þeir myndu neita að koma að forsetakosningum með nokkrum hætti ef Bouteflika byði sig fram. Í tilkynningu vísaði forsetinn þó til slæmrar heilsu sinnar og sagði það ástæðu þess að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram á nýjan leik. Hann sagðist skilja mótmælendur og hrósaði þeim fyrir friðsöm mótmæli. Hann sagði einnig að ríkisstjórnin myndi skapa sjálfstæða forsetanefnd sem myndi ákveða hvenær halda skyldi kosningar. Samhliða forsetakosningum á einnig að kjósa um nýja stjórnarskrá Alsír en þangað til verður starfstjórn mynduð tímabundið. Sú starfsstjórn verður leidd af Noureddine Bedoui, innanríkisráðherra. Rúmir tveir þriðju af íbúum Alsír eru undir þrítugt að aldri. Þar er mikið atvinnuleysi og húsnæðisskortur.
Alsír Tengdar fréttir Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00 Sitjandi forseta mótmælt í Alsír Almenningur í Algeirsborg og annarsstaðar í Alsír er ansi andstæður áformum Abdelaziz Bouteflika forseta Alsír. 3. mars 2019 20:20 Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25 Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00
Sitjandi forseta mótmælt í Alsír Almenningur í Algeirsborg og annarsstaðar í Alsír er ansi andstæður áformum Abdelaziz Bouteflika forseta Alsír. 3. mars 2019 20:20
Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25
Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent