Trump leggur upp í annan slag við þingið um landamæramúr Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 13:07 Eintök af fjárlagatillögum Trump forseta á Bandaríkjaþingi í dag. Engar líkur eru taldar á að það fari óbreytt í gegnum þingið. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta krefst 8,6 milljarða dollara aukafjárveitingar til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa í tillögum sínum að fjárlögum næsta árs sem verða sendar Bandaríkjaþingi í dag. Það er margfalt hærri upphæð en þingið hefur veitt til landamæraverkefna undanfarin ár. Slagur um fjárveitingar til múrsins lömuðu alríkisstofnanir í rúman mánuð í byrjun árs.Reuters-fréttastofan segir að fjárveitingin sé sex sinnum meira en þingið hefur úthlutað til landamæranna undanfarin tvö fjárlagaár og sex prósent hærri en þeir fjármunir sem Trump hefur nurlað saman með því að taka sér völd til neyðarráðstafana á landamærunum í síðasta mánuði. Litlar líkur eru á að Trump verði að ósk sinni þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Leiðtogar þeirra hafa sagt landamæramúrinn óþarfan og ósiðlegan. „Þingið neitaði að fjármagna múrinn hans og neyddist til að viðurkenna ósigur og opna ríkisstofnanir aftur. Sama sagan endurtekur sig nú ef hann reynir þetta aftur. Við vonum að hann hafi lært sína lexíu,“ sögðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.Stefnir í harðan slag í haust Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum til að geta ráðstafað fjármunum til múrsins án samþykkis þingsins er afar umdeild. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur þegar samþykkt að afturkalla yfirlýsingu hans og búist er við að öldungadeildin geri það einnig í vikunni. Trump mun að öllum líkindum beita neitunarvaldi sínu gegn ályktun þingsins. Nokkur ríki hafa sömuleiðis stefnt ríkisstjórninni vegna yfirlýsingar forsetans. Næsta fjárlagaár hefst 1. október. Samþykki þingið ekki ný fjárlög fyrir þann tíma gæti aftur komið til þess að ríkisstofnunum verði lokað líkt og gerðist rétt fyrir jól. Þá hótaði Trump að synja útgjaldafrumvörpum undirskriftar ef hann fengi ekki fjárveitinguna sem hann vildi til landamæramúrsins. Um fjórðungur ríkisstofnana var lokaður í 35 daga þegar fjárveitingar þeirra runnu út. Deilan um fjárlögin verður enn vandasamari því þingið og Hvíta húsið þurfa einnig að samþykkja að hækka þak á útgjöld sem bundið var í lög árið 2011. Að öðrum kosti verða framlög til fjölda verkefna alríkisstjórnarinnar skorin niður sjálfkrafa. Um sama leyti þarf Trump að samþykkja að hækka skuldaþak ríkissjóðs eða hætta annars á að Bandaríkjastjórn lendi í greiðsluþroti. Almennt er tillaga Trump að fjárlögum næsta árs sögð fela í sér almennan fimm prósent niðurskurð á opinberum útgjöldum fyrir utan hernaðarmál. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta krefst 8,6 milljarða dollara aukafjárveitingar til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa í tillögum sínum að fjárlögum næsta árs sem verða sendar Bandaríkjaþingi í dag. Það er margfalt hærri upphæð en þingið hefur veitt til landamæraverkefna undanfarin ár. Slagur um fjárveitingar til múrsins lömuðu alríkisstofnanir í rúman mánuð í byrjun árs.Reuters-fréttastofan segir að fjárveitingin sé sex sinnum meira en þingið hefur úthlutað til landamæranna undanfarin tvö fjárlagaár og sex prósent hærri en þeir fjármunir sem Trump hefur nurlað saman með því að taka sér völd til neyðarráðstafana á landamærunum í síðasta mánuði. Litlar líkur eru á að Trump verði að ósk sinni þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Leiðtogar þeirra hafa sagt landamæramúrinn óþarfan og ósiðlegan. „Þingið neitaði að fjármagna múrinn hans og neyddist til að viðurkenna ósigur og opna ríkisstofnanir aftur. Sama sagan endurtekur sig nú ef hann reynir þetta aftur. Við vonum að hann hafi lært sína lexíu,“ sögðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.Stefnir í harðan slag í haust Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum til að geta ráðstafað fjármunum til múrsins án samþykkis þingsins er afar umdeild. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur þegar samþykkt að afturkalla yfirlýsingu hans og búist er við að öldungadeildin geri það einnig í vikunni. Trump mun að öllum líkindum beita neitunarvaldi sínu gegn ályktun þingsins. Nokkur ríki hafa sömuleiðis stefnt ríkisstjórninni vegna yfirlýsingar forsetans. Næsta fjárlagaár hefst 1. október. Samþykki þingið ekki ný fjárlög fyrir þann tíma gæti aftur komið til þess að ríkisstofnunum verði lokað líkt og gerðist rétt fyrir jól. Þá hótaði Trump að synja útgjaldafrumvörpum undirskriftar ef hann fengi ekki fjárveitinguna sem hann vildi til landamæramúrsins. Um fjórðungur ríkisstofnana var lokaður í 35 daga þegar fjárveitingar þeirra runnu út. Deilan um fjárlögin verður enn vandasamari því þingið og Hvíta húsið þurfa einnig að samþykkja að hækka þak á útgjöld sem bundið var í lög árið 2011. Að öðrum kosti verða framlög til fjölda verkefna alríkisstjórnarinnar skorin niður sjálfkrafa. Um sama leyti þarf Trump að samþykkja að hækka skuldaþak ríkissjóðs eða hætta annars á að Bandaríkjastjórn lendi í greiðsluþroti. Almennt er tillaga Trump að fjárlögum næsta árs sögð fela í sér almennan fimm prósent niðurskurð á opinberum útgjöldum fyrir utan hernaðarmál.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54
Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32
Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31