List og glæpir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. mars 2019 07:30 Heimildarmyndin Leaving Neverland sýnir ótvírætt fram á það sem svo marga hafði grunað, að Michael Jackson níddist á ungum drengjum og fyllti líf þeirra kvöl. Fjölmargir aðdáendur poppgoðsins neita að viðurkenna þá staðreynd sem myndin opinberar, semsagt þá að hann var barnaníðingur. Þeir eru sannfærðir um að allar slíkar ásakanir séu lygi. Blind aðdáun þeirra á Jackson rúmar ekki þá hugsun að goðið þeirra hafi verið siðblindur og vondur maður. Þessi einkennilegi maður, goðsögn í lifanda lífi, hafði engan áhuga á að vera fullorðinn og bjó til sína eigin ævintýraveröld og bauð þangað ungum drengjum. Það var vitað að þeir gistu hjá honum, sváfu í sama herbergi og hann og opinberlega sást hann leiða þá sér við hönd. Aðdáendur hans töldu þetta til marks um kærleiksríkt viðhorf til barna en hjá öðrum kviknuðu samstundis viðvörunarljós. Þegar Jackson dó skyndilega skrifuðu aðdáendur hans um allan heim fögur og fjálgleg eftirmæli um þetta goð sitt. Þeir dáðu bæði tónlistina og manninn sjálfan og það sem aðrir töldu grunsamlegt í fari hans flokkuðu þeir sem sérvisku snillings. Á sínum tíma var Jackson sýknaður fyrir rétti af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn drengjum, og þar skipti mestu að eitt fórnarlamba hans laug fyrir rétti og harðneitaði því að hetjan hans hefði beitt hann kynferðisofbeldi. Í Leaving Neverland lýsir þetta fórnarlamb Jacksons, sem nú er fullorðinn maður, þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti hans og urðu til þess að hann kom manni sem var kvalari hans til bjargar. Það er margt sláandi í þessari mynd, meðal annars það hvernig Jackson gerði drengina sem hann níddist á háða sér tilfinningalega. Þeir dáðu hann og elskuðu. Enginn sem horft hefur á myndina ætti lengur að efast um að Michael Jackson var barnaníðingur, sem níddist á drengjum allt niður í sjö ára. Svo er önnur staðreynd, sömuleiðis óhagganleg, sem er sú að Jackson telst meðal helstu snillinga 20. aldar á tónlistarsviðinu. Nú þykir snillin óþægileg. Einhverjir vilja greinilega fara þá leið að láta eins og Michael Jackson og verk hans hafi aldrei verið til – sem er vitanlega gróf sögufölsun. Ekki skal fullyrt að forráðamenn breska ríkisútvarpsins BBC og norska ríkisútvarpsins NRK og fleiri stöðva hafi markvisst haft það í huga þegar þeir ákváðu að hætta að spila tónlist Jacksons á útvarpsstöðvunum. Hugsanlega er þetta bann við spilun einungis tímabundið, eins konar sjokkviðbrögð við fréttum sem hafa komið svo mörgum úr jafnvægi, en ættu samt ekki að hafa komið á óvart. Heimurinn verður að sætta sig við að einstaklingar sem eru ekki góðar manneskjur geta gert stórkostlega hluti á listasviðinu. Listaverkin verða ekki og eiga ekki að vera þurrkuð af yfirborði jarðar, þau lifa sjálfstæðu lífi og eru svo miklu betri en maðurinn sjálfur var. Hvers konar eftirlit sem tekur að sér að fela listaverk og láta eins og þau hafi aldrei verið sköpuð getur ekki verið annað en skelfilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Sjá meira
Heimildarmyndin Leaving Neverland sýnir ótvírætt fram á það sem svo marga hafði grunað, að Michael Jackson níddist á ungum drengjum og fyllti líf þeirra kvöl. Fjölmargir aðdáendur poppgoðsins neita að viðurkenna þá staðreynd sem myndin opinberar, semsagt þá að hann var barnaníðingur. Þeir eru sannfærðir um að allar slíkar ásakanir séu lygi. Blind aðdáun þeirra á Jackson rúmar ekki þá hugsun að goðið þeirra hafi verið siðblindur og vondur maður. Þessi einkennilegi maður, goðsögn í lifanda lífi, hafði engan áhuga á að vera fullorðinn og bjó til sína eigin ævintýraveröld og bauð þangað ungum drengjum. Það var vitað að þeir gistu hjá honum, sváfu í sama herbergi og hann og opinberlega sást hann leiða þá sér við hönd. Aðdáendur hans töldu þetta til marks um kærleiksríkt viðhorf til barna en hjá öðrum kviknuðu samstundis viðvörunarljós. Þegar Jackson dó skyndilega skrifuðu aðdáendur hans um allan heim fögur og fjálgleg eftirmæli um þetta goð sitt. Þeir dáðu bæði tónlistina og manninn sjálfan og það sem aðrir töldu grunsamlegt í fari hans flokkuðu þeir sem sérvisku snillings. Á sínum tíma var Jackson sýknaður fyrir rétti af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn drengjum, og þar skipti mestu að eitt fórnarlamba hans laug fyrir rétti og harðneitaði því að hetjan hans hefði beitt hann kynferðisofbeldi. Í Leaving Neverland lýsir þetta fórnarlamb Jacksons, sem nú er fullorðinn maður, þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti hans og urðu til þess að hann kom manni sem var kvalari hans til bjargar. Það er margt sláandi í þessari mynd, meðal annars það hvernig Jackson gerði drengina sem hann níddist á háða sér tilfinningalega. Þeir dáðu hann og elskuðu. Enginn sem horft hefur á myndina ætti lengur að efast um að Michael Jackson var barnaníðingur, sem níddist á drengjum allt niður í sjö ára. Svo er önnur staðreynd, sömuleiðis óhagganleg, sem er sú að Jackson telst meðal helstu snillinga 20. aldar á tónlistarsviðinu. Nú þykir snillin óþægileg. Einhverjir vilja greinilega fara þá leið að láta eins og Michael Jackson og verk hans hafi aldrei verið til – sem er vitanlega gróf sögufölsun. Ekki skal fullyrt að forráðamenn breska ríkisútvarpsins BBC og norska ríkisútvarpsins NRK og fleiri stöðva hafi markvisst haft það í huga þegar þeir ákváðu að hætta að spila tónlist Jacksons á útvarpsstöðvunum. Hugsanlega er þetta bann við spilun einungis tímabundið, eins konar sjokkviðbrögð við fréttum sem hafa komið svo mörgum úr jafnvægi, en ættu samt ekki að hafa komið á óvart. Heimurinn verður að sætta sig við að einstaklingar sem eru ekki góðar manneskjur geta gert stórkostlega hluti á listasviðinu. Listaverkin verða ekki og eiga ekki að vera þurrkuð af yfirborði jarðar, þau lifa sjálfstæðu lífi og eru svo miklu betri en maðurinn sjálfur var. Hvers konar eftirlit sem tekur að sér að fela listaverk og láta eins og þau hafi aldrei verið sköpuð getur ekki verið annað en skelfilegt.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun