Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2019 19:45 Magnea Árnadóttir krafðist þess að önnur úttekt yrði gerð á skólanum SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Tvær úttektir voru gerðar með mánaðar millibili á aðbúnaði í Fossvogsskóla vegna gruns um myglu. Í fyrri úttektinni kom fram að engin mygla væri í skólanum. Kröfðust þá foreldrar nýrrar úttektar þar sem fram kom grunur þeirra, að þar væri mygla. Skömmu fyrir kvöldfréttir var tekin ákvörðun um að loka skólanum. Foreldrar barna í Fossvogsskóla hafa löngum kvartað vegna gruns um myglu. Sonur Magneu Árnadóttur er í fyrsta bekk, en hann fór að finna fyrir einkennum af völdum myglu um leið og skólahald hófst í ágúst. Í kjölfarið óskaði hún eftir úttekt á skólanum, sem hún bar undir skólastjóra sem fór með málið áfram til Reykjavíkurborgar. Þá gerði Mannvit úttekt á skólanum sem fram fór í desember. Niðurstöður úttektarinnar voru meðal annars þær að litlar rakaskemmdir væru í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Magnea taldi úttektina ranga þar sem sonur hennar hélt sífellt áfram að veikjast. Nokkrir foreldrar tóku sig þá saman og sendu formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óskuðu eftir allsherjar úttekt. „Því miður þurfti ég að ganga mjög hart fram, að ég tel, til að fá þá úttekt. Lítið gerðist nema bara með miklum þrýstingi mínum sem er mjög sorglegt að foreldri þurfi að ganga svona fram vegna húsnæðis í lögbundnu námi,“ sagði Magnea Árnadóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Eftir mikinn þrýsting foreldra var fyrirtækið Verkís fengið til að framkvæma þessa seinni úttekt í janúar. Niðurstöður þeirrar úttektar voru á annan veg en þeirrar fyrri. „Fyrstu niðurstöður sem við fengum á fimmtudaginn, á fundi með skólastjórnendum, voru sláandi og það lítur allt úr fyrir að ástand skólans sé verulega slæmt og það eru mikil merki um langvarandi leka og myglu í skólanum,“ sagði Magnea. Hvernig getur það gerst að tvær úttektir eru gerðar með skömmu millibili, en ólíkar niðurstöður? „Ég skil það ekki og velti því fyrir mér hvort það sé ekki eitthvað sem þurfi að skoða,“ sagði Magnea FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa náði tali af Helga Grímssyni, sviðsstjóra Skóla og frístundasviðs í dag sem sagði málið litið alvarlegum augum, en sviðið fundaði í dag vegna málsins. Munt þú senda barnið þitt í skólann á morgun? „Nei,“ sagði Magnea. Veist þú um fleiri foreldra sem ætla ekki að senda börnin sín í skólann á morgun? „Já,“ sagði Magnea. Tölvupóstur var sendur á foreldra barna í skólanum rétt fyrir kvöldfréttir þar sem tilkynnt var að skólanum yrði lokað eftir skólahald þann 13. mars svo hægt verði að komast sem fyrst í nauðsynlegan undirbúning flutnings og viðgerðir á skólanum. Enn á eftir að finna pláss fyrir skólahald en slíkt mun liggja fyrir á næstu dögum. Stefnt er að því að opna skólann aftur að loknu sumarleyfi. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tvær úttektir voru gerðar með mánaðar millibili á aðbúnaði í Fossvogsskóla vegna gruns um myglu. Í fyrri úttektinni kom fram að engin mygla væri í skólanum. Kröfðust þá foreldrar nýrrar úttektar þar sem fram kom grunur þeirra, að þar væri mygla. Skömmu fyrir kvöldfréttir var tekin ákvörðun um að loka skólanum. Foreldrar barna í Fossvogsskóla hafa löngum kvartað vegna gruns um myglu. Sonur Magneu Árnadóttur er í fyrsta bekk, en hann fór að finna fyrir einkennum af völdum myglu um leið og skólahald hófst í ágúst. Í kjölfarið óskaði hún eftir úttekt á skólanum, sem hún bar undir skólastjóra sem fór með málið áfram til Reykjavíkurborgar. Þá gerði Mannvit úttekt á skólanum sem fram fór í desember. Niðurstöður úttektarinnar voru meðal annars þær að litlar rakaskemmdir væru í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Magnea taldi úttektina ranga þar sem sonur hennar hélt sífellt áfram að veikjast. Nokkrir foreldrar tóku sig þá saman og sendu formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óskuðu eftir allsherjar úttekt. „Því miður þurfti ég að ganga mjög hart fram, að ég tel, til að fá þá úttekt. Lítið gerðist nema bara með miklum þrýstingi mínum sem er mjög sorglegt að foreldri þurfi að ganga svona fram vegna húsnæðis í lögbundnu námi,“ sagði Magnea Árnadóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Eftir mikinn þrýsting foreldra var fyrirtækið Verkís fengið til að framkvæma þessa seinni úttekt í janúar. Niðurstöður þeirrar úttektar voru á annan veg en þeirrar fyrri. „Fyrstu niðurstöður sem við fengum á fimmtudaginn, á fundi með skólastjórnendum, voru sláandi og það lítur allt úr fyrir að ástand skólans sé verulega slæmt og það eru mikil merki um langvarandi leka og myglu í skólanum,“ sagði Magnea. Hvernig getur það gerst að tvær úttektir eru gerðar með skömmu millibili, en ólíkar niðurstöður? „Ég skil það ekki og velti því fyrir mér hvort það sé ekki eitthvað sem þurfi að skoða,“ sagði Magnea FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa náði tali af Helga Grímssyni, sviðsstjóra Skóla og frístundasviðs í dag sem sagði málið litið alvarlegum augum, en sviðið fundaði í dag vegna málsins. Munt þú senda barnið þitt í skólann á morgun? „Nei,“ sagði Magnea. Veist þú um fleiri foreldra sem ætla ekki að senda börnin sín í skólann á morgun? „Já,“ sagði Magnea. Tölvupóstur var sendur á foreldra barna í skólanum rétt fyrir kvöldfréttir þar sem tilkynnt var að skólanum yrði lokað eftir skólahald þann 13. mars svo hægt verði að komast sem fyrst í nauðsynlegan undirbúning flutnings og viðgerðir á skólanum. Enn á eftir að finna pláss fyrir skólahald en slíkt mun liggja fyrir á næstu dögum. Stefnt er að því að opna skólann aftur að loknu sumarleyfi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12