Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2019 13:30 Andkapítalíska sveitin Hatari stígur á stoff á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í Tel Avív þann 14. maí. Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. Um síðustu helgi varð ljóst að hljómsveitin Hatari mun flytja lagið Hatrið mun sigra á stóra sviðinu á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í Tel Avív í Ísrael þann 14. maí. „Ísland ögrar með fokkmerki í garð Ísraels“ sagði í fyrirsögn fréttar danska ríkisútvarpsins um sigur Hatara í Söngvakeppninni um síðustu helgi. Liðsmenn sveitarinnar hafa sterkar skoðanir á deilum Ísraels og Palestínu og sögðu í aðdraganda keppninnar að þeir myndu nýta sér dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraels. Í samtali við Stundina í febrúar sögðu þeir nauðsynlegt fyrir fulltrúa Íslands í keppninni að nýta tækifærið og benda á „fáránleikann sem felst í því að syngja, sprella og dansa á sama tíma og milljónir lifa innikróaðir og kúgaðir í næsta nágrenni.“Hataramenn leðurklæddir eftir sigurinn á laugardagskvöld.Mynd/RÚVVettvangur „and-ísraelskra“ mótmæla Fjölmiðlar í Ísrael hafa flestir greint frá vali Íslendinga á fulltrúa í keppninni og óttast einhverjir að keppnin komi til með að verða vettvangur „and-ísraelskra“ mótmæla. Í reglum Söngkeppninnar segir að „textar, ræður eða látbragð/sviðshreyfingar af pólitískum eða svipuðum toga [séu] ekki leyfilegar í Söngvakeppninni eða ESC 19. Það sama á við um gróf blótsyrði eða annað óviðeigandi orðbragð í lagatextum. Einnig er óheimill allur áróður eða annað í þeim dúr í lagatextum eða sviðsetningu laga í Söngvakeppninni eða í ESC 19. Brot á þessari reglu getur leitt til brottvísunar úr keppni,“ segir í reglunum. Liðsmenn Hatara hafa lýst sveitinni sem „andkapítaliskri“ og í laginu er sungið um hrun Evrópu, lygavef, blekkingar og tálsýnir. Má færa rök fyrir því að ekki vanti pólitíkina í atriði Hatara eða þeim skoðunum liðsmanna sveitarinnar sem hafi nú þegar verið settar fram á opinberum vettvangi. Pólitík í Eurovision er hins vegar á engan hátt ný af nálinni. Þvert á móti líður nú vart það ár þar sem deilur spretta upp um akkúrat þetta. Pólitískar skoðanir þátttakenda eða pólitískur boðskapur laga.Sungið um ofsóknir og þjóðarmorð Úkraínska söngkonan Jamala vann sigur í Eurovision árið 2016 með flutningi á laginu 1944. Lagið og sigurinn var ekki til að bæta samskipti Rússlands og Úkraínu eftir innlimun Rússa á Krímskaga og átaka í austurhluta Úkraínu. Fjallaði lagið fjallaði um ofsóknir Sovétstjórnar Stalíns á Töturum. Jamala sjálf er krímverskur Tatari. Undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar lét Stalín ferja alla Krím-Tatara í lestum til Mið-Asíu. Þúsundir þeirra fórust úr hungri og vosbúð á leiðinni. Árið 2017, þegar keppnin átti að fara fram í Kænugarði í Úkraínu, var söngkonan Julia Samoylova valin til að flytja lag Rússlands í keppninni. Úkraínsk stjórnvöld meinuðu henni hins vegar inngöngu í landið þar sem hún hafði komið fram á tónleikum á Krímskaga nokkru fyrr. Úkraínsk lög kveða á um að erlendum ríkisborgurum sé bannað að halda til Krímskaga um Rússland. Rússar ákváðu í kjölfar ákvörðunar Úkraínustjórnar að hætta við þátttöku í Eurovision 2017. Armenar hafa sömuleiðis reynt að koma pólitískum skilaboðum áleiðis í Eurovision. Árið 2015 sendu Armenar sveitina Genealogy til að minnast þess að öld væri liðin frá þjóðarmorði Tyrkja á Armenum undir lok Tyrkjaveldis. Málefnið er hápólitískt og uppspretta langra deilna Armena og Tyrkja. Fjölmörg ríki Evrópu hafa viðurkennt atburðinn sem þjóðarmorð, en önnur ekki, þar með talið nágrannar Armena – Tyrkir og Aserar. Genealogy samanstóð af fólki af armenskum ættum frá fimm heimsálfum. Lagið hafnaði í sextánda sæti keppninnar, en í laginu var sungið um að ekki skuli afneita atburðunum. „Don’t deny/ Ever don’t deny/ Listen don’t deny (I don’t want to deny)/ You and I,” söng Genealogy. Framlag Armena árið 2010, Apricot Stone, fjallaði sömuleiðis um þjóðarmorðið á Armenum í fyrra stríði.Sungið um Pútín Lagi Georgíumanna, We Don‘t Wanna Put In, var meinuð þátttaka í keppninni árið 2009. Deilur höfðu þá staðið um Suður-Ossetíu, aðskilnaðarhérað sem alþjóðasamfélagið viðurkennir að tilheyri Georgíu. Georgíumenn reyndu að ná héraðinu aftur árið 2008 sem leiddi svo til innrásar Rússa. Nokkur hundruð manns létu lífið í átökunum. Aðstandendur Eurovision þótti ljóst að síðustu tvö lög titilsins, „Put“ og „In“, væri vísun í Vladimír Pútín Rússlandsforseta og var Georgíumönnum þá gert að breyta textanum eða senda inn annað lag. Það var ekki gert og hættu Georgíumenn þá við þátttöku. Fundaði með mannréttindasamtökum Sænska söngkonan Loreen vakti mikla athygli þegar hún ákvað í aðdraganda keppninnar í Aserbaídsjan 2012 að funda með fulltrúum samtaka sem saka asersk stjórnvöld um mannréttindabrot. „Mannréttindi eru brotin í Aserbaídsjan á hverjum degi. Við ættum ekki að þaegja þunnu hljóði um slíkt,“ var haft eftir Loreen, sem sigraði keppnina með lagið Euphoria. Einnig má minnast á nálgun portúgalska ástmögurinn Salvador Sobral sem klæddist stuttermabol á blaðamannafundum fyrir kepnnina 2017 með skilaboðunum „S.O.S. REFUGEES“ til að vekja athygli á málefnum flóttafólks. Forsvarsmenn Eurovision meinuðu honum að lokum að klæðast bolnum, en Sobral sagði bolinn ekki vera pólitískan. Sobral vann líkt og allir vita sigur í keppninni 2017 með lagi sínu Amar pelos dois. Vann með lag um Maastricht-sáttmálann, eða þannig Segja má að pólitíkin hafi einnig svifið yfir vötnum í framlagi Ítalíu árið 1990, árið þegar þeir unnu síðast. Þar söng Toto Cutugno, maðurinn í hvítu jakkafötunum, lagið Insieme: 1992, um að íbúar Evrópu skyldu nú standa saman. Með árinu 1992 í titli lagsins var Cutugno að vísa í fyrirhugaða stofnun Evrópusambandsins í sinni núverandi mynd, en það gerðist með undirritun Maastricht-sáttmálans í febrúar 1992. Í bakröddum var hann með fimm slóvenska söngvara, Pepel in Kri, sem voru fulltrúar Júgóslavíu í Eurovision árið 1975. Nær endalaust mætti halda áfram að nefna dæmi þar sem pólitík hefur komið við sögu í Eurovision. Spurningin er hins vegar alltaf hvað er pólitík og hvenær er eitthvað pólitískt. Vitað er að reglur keppninnar eru skýrar, en framkvæmdin og hvenær téðar reglur eiga við öllu óljósari. Eurovision Fréttaskýringar Ísrael Tengdar fréttir Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 „Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45 Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. Um síðustu helgi varð ljóst að hljómsveitin Hatari mun flytja lagið Hatrið mun sigra á stóra sviðinu á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í Tel Avív í Ísrael þann 14. maí. „Ísland ögrar með fokkmerki í garð Ísraels“ sagði í fyrirsögn fréttar danska ríkisútvarpsins um sigur Hatara í Söngvakeppninni um síðustu helgi. Liðsmenn sveitarinnar hafa sterkar skoðanir á deilum Ísraels og Palestínu og sögðu í aðdraganda keppninnar að þeir myndu nýta sér dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraels. Í samtali við Stundina í febrúar sögðu þeir nauðsynlegt fyrir fulltrúa Íslands í keppninni að nýta tækifærið og benda á „fáránleikann sem felst í því að syngja, sprella og dansa á sama tíma og milljónir lifa innikróaðir og kúgaðir í næsta nágrenni.“Hataramenn leðurklæddir eftir sigurinn á laugardagskvöld.Mynd/RÚVVettvangur „and-ísraelskra“ mótmæla Fjölmiðlar í Ísrael hafa flestir greint frá vali Íslendinga á fulltrúa í keppninni og óttast einhverjir að keppnin komi til með að verða vettvangur „and-ísraelskra“ mótmæla. Í reglum Söngkeppninnar segir að „textar, ræður eða látbragð/sviðshreyfingar af pólitískum eða svipuðum toga [séu] ekki leyfilegar í Söngvakeppninni eða ESC 19. Það sama á við um gróf blótsyrði eða annað óviðeigandi orðbragð í lagatextum. Einnig er óheimill allur áróður eða annað í þeim dúr í lagatextum eða sviðsetningu laga í Söngvakeppninni eða í ESC 19. Brot á þessari reglu getur leitt til brottvísunar úr keppni,“ segir í reglunum. Liðsmenn Hatara hafa lýst sveitinni sem „andkapítaliskri“ og í laginu er sungið um hrun Evrópu, lygavef, blekkingar og tálsýnir. Má færa rök fyrir því að ekki vanti pólitíkina í atriði Hatara eða þeim skoðunum liðsmanna sveitarinnar sem hafi nú þegar verið settar fram á opinberum vettvangi. Pólitík í Eurovision er hins vegar á engan hátt ný af nálinni. Þvert á móti líður nú vart það ár þar sem deilur spretta upp um akkúrat þetta. Pólitískar skoðanir þátttakenda eða pólitískur boðskapur laga.Sungið um ofsóknir og þjóðarmorð Úkraínska söngkonan Jamala vann sigur í Eurovision árið 2016 með flutningi á laginu 1944. Lagið og sigurinn var ekki til að bæta samskipti Rússlands og Úkraínu eftir innlimun Rússa á Krímskaga og átaka í austurhluta Úkraínu. Fjallaði lagið fjallaði um ofsóknir Sovétstjórnar Stalíns á Töturum. Jamala sjálf er krímverskur Tatari. Undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar lét Stalín ferja alla Krím-Tatara í lestum til Mið-Asíu. Þúsundir þeirra fórust úr hungri og vosbúð á leiðinni. Árið 2017, þegar keppnin átti að fara fram í Kænugarði í Úkraínu, var söngkonan Julia Samoylova valin til að flytja lag Rússlands í keppninni. Úkraínsk stjórnvöld meinuðu henni hins vegar inngöngu í landið þar sem hún hafði komið fram á tónleikum á Krímskaga nokkru fyrr. Úkraínsk lög kveða á um að erlendum ríkisborgurum sé bannað að halda til Krímskaga um Rússland. Rússar ákváðu í kjölfar ákvörðunar Úkraínustjórnar að hætta við þátttöku í Eurovision 2017. Armenar hafa sömuleiðis reynt að koma pólitískum skilaboðum áleiðis í Eurovision. Árið 2015 sendu Armenar sveitina Genealogy til að minnast þess að öld væri liðin frá þjóðarmorði Tyrkja á Armenum undir lok Tyrkjaveldis. Málefnið er hápólitískt og uppspretta langra deilna Armena og Tyrkja. Fjölmörg ríki Evrópu hafa viðurkennt atburðinn sem þjóðarmorð, en önnur ekki, þar með talið nágrannar Armena – Tyrkir og Aserar. Genealogy samanstóð af fólki af armenskum ættum frá fimm heimsálfum. Lagið hafnaði í sextánda sæti keppninnar, en í laginu var sungið um að ekki skuli afneita atburðunum. „Don’t deny/ Ever don’t deny/ Listen don’t deny (I don’t want to deny)/ You and I,” söng Genealogy. Framlag Armena árið 2010, Apricot Stone, fjallaði sömuleiðis um þjóðarmorðið á Armenum í fyrra stríði.Sungið um Pútín Lagi Georgíumanna, We Don‘t Wanna Put In, var meinuð þátttaka í keppninni árið 2009. Deilur höfðu þá staðið um Suður-Ossetíu, aðskilnaðarhérað sem alþjóðasamfélagið viðurkennir að tilheyri Georgíu. Georgíumenn reyndu að ná héraðinu aftur árið 2008 sem leiddi svo til innrásar Rússa. Nokkur hundruð manns létu lífið í átökunum. Aðstandendur Eurovision þótti ljóst að síðustu tvö lög titilsins, „Put“ og „In“, væri vísun í Vladimír Pútín Rússlandsforseta og var Georgíumönnum þá gert að breyta textanum eða senda inn annað lag. Það var ekki gert og hættu Georgíumenn þá við þátttöku. Fundaði með mannréttindasamtökum Sænska söngkonan Loreen vakti mikla athygli þegar hún ákvað í aðdraganda keppninnar í Aserbaídsjan 2012 að funda með fulltrúum samtaka sem saka asersk stjórnvöld um mannréttindabrot. „Mannréttindi eru brotin í Aserbaídsjan á hverjum degi. Við ættum ekki að þaegja þunnu hljóði um slíkt,“ var haft eftir Loreen, sem sigraði keppnina með lagið Euphoria. Einnig má minnast á nálgun portúgalska ástmögurinn Salvador Sobral sem klæddist stuttermabol á blaðamannafundum fyrir kepnnina 2017 með skilaboðunum „S.O.S. REFUGEES“ til að vekja athygli á málefnum flóttafólks. Forsvarsmenn Eurovision meinuðu honum að lokum að klæðast bolnum, en Sobral sagði bolinn ekki vera pólitískan. Sobral vann líkt og allir vita sigur í keppninni 2017 með lagi sínu Amar pelos dois. Vann með lag um Maastricht-sáttmálann, eða þannig Segja má að pólitíkin hafi einnig svifið yfir vötnum í framlagi Ítalíu árið 1990, árið þegar þeir unnu síðast. Þar söng Toto Cutugno, maðurinn í hvítu jakkafötunum, lagið Insieme: 1992, um að íbúar Evrópu skyldu nú standa saman. Með árinu 1992 í titli lagsins var Cutugno að vísa í fyrirhugaða stofnun Evrópusambandsins í sinni núverandi mynd, en það gerðist með undirritun Maastricht-sáttmálans í febrúar 1992. Í bakröddum var hann með fimm slóvenska söngvara, Pepel in Kri, sem voru fulltrúar Júgóslavíu í Eurovision árið 1975. Nær endalaust mætti halda áfram að nefna dæmi þar sem pólitík hefur komið við sögu í Eurovision. Spurningin er hins vegar alltaf hvað er pólitík og hvenær er eitthvað pólitískt. Vitað er að reglur keppninnar eru skýrar, en framkvæmdin og hvenær téðar reglur eiga við öllu óljósari.
Eurovision Fréttaskýringar Ísrael Tengdar fréttir Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 „Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45 Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34
„Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45
Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32