Dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2019 11:54 Dómurinn var kveðinn upp í gær. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að fara upp í rúm til konunnar að nóttu til í ágúst 2015 þar sem hann beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þegar konan gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu lýsti hún því að maðurinn hefði ruðst inn í herbergið til hennar, rifið fötin utan af henni og þvingað hana til kynferðismaka. Sagði hún að sonur sinn hefði verið heima og að hann hefði orðið var við það sem gekk á í herberginu. Þá sagði konan jafnframt að maðurinn hefði nauðgað henni þrisvar þetta sama sumar 2015. Maðurinn neitaði sök en í niðurstöðukafla dómsins er framburður 12 ára sonar konunnar í Barnahúsi rakinn: „Í vætti hans kom fram að brotaþoli hefði verið sofandi inni í svefnherbergi, en það herbergi hafi verið við hlið herbergis vitnisins. Hafi vitnið heyrt brotaþola segja ákærða að hætta, að þessu lyki ekki svona og að hún ætlaði til lögreglu og að ákærði færi í fangelsi. Hann kæmist ekki upp með þetta. Þessi atburðarás hafi staðið í tuttugu mínútur til hálftíma. Af hljóðum að dæma úr herberginu hafi vitnið talið líklegt að ákærði væri að nauðga brotaþola. Hafi hann ráðið það af rödd ákærða og brotaþola. Vitnið hafi rætt þessa hluti við brotaþola næsta dag. Hafi brotaþoli þá sagt að ákærði hefði nauðgað henni.“ Þá er í niðurstöðukafla einnig vísað í tvö vitni sem komu fyrir dóm og voru á þeim tíma sem brotið átti sér stað vinir konunnar. Greindi konan þeim frá ofbeldinu sem hún hafði orðið fyrir af hálfu sambýlismanns síns. Ákærði hafði aftur á móti orðið missaga um tiltekin atriði málsins og mat dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Konan hafði aftur á móti verið samkvæms sjálfri sér um meginatriði málsins. Var ákærði því dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Þá var hann einnig dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, alls um þrjár milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að fara upp í rúm til konunnar að nóttu til í ágúst 2015 þar sem hann beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þegar konan gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu lýsti hún því að maðurinn hefði ruðst inn í herbergið til hennar, rifið fötin utan af henni og þvingað hana til kynferðismaka. Sagði hún að sonur sinn hefði verið heima og að hann hefði orðið var við það sem gekk á í herberginu. Þá sagði konan jafnframt að maðurinn hefði nauðgað henni þrisvar þetta sama sumar 2015. Maðurinn neitaði sök en í niðurstöðukafla dómsins er framburður 12 ára sonar konunnar í Barnahúsi rakinn: „Í vætti hans kom fram að brotaþoli hefði verið sofandi inni í svefnherbergi, en það herbergi hafi verið við hlið herbergis vitnisins. Hafi vitnið heyrt brotaþola segja ákærða að hætta, að þessu lyki ekki svona og að hún ætlaði til lögreglu og að ákærði færi í fangelsi. Hann kæmist ekki upp með þetta. Þessi atburðarás hafi staðið í tuttugu mínútur til hálftíma. Af hljóðum að dæma úr herberginu hafi vitnið talið líklegt að ákærði væri að nauðga brotaþola. Hafi hann ráðið það af rödd ákærða og brotaþola. Vitnið hafi rætt þessa hluti við brotaþola næsta dag. Hafi brotaþoli þá sagt að ákærði hefði nauðgað henni.“ Þá er í niðurstöðukafla einnig vísað í tvö vitni sem komu fyrir dóm og voru á þeim tíma sem brotið átti sér stað vinir konunnar. Greindi konan þeim frá ofbeldinu sem hún hafði orðið fyrir af hálfu sambýlismanns síns. Ákærði hafði aftur á móti orðið missaga um tiltekin atriði málsins og mat dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Konan hafði aftur á móti verið samkvæms sjálfri sér um meginatriði málsins. Var ákærði því dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Þá var hann einnig dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, alls um þrjár milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Sjá meira