Íslenska, skólamálið okkar Kristján Jóhann Jónsson skrifar 29. mars 2019 07:00 Mikilvæg ráðstefna um íslenskukennslu í skólum landsins verður haldin í Hörpu 1. apríl. Þú ert vonandi búin(n) að skrá þig. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Kennarasambandi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vonandi hittast þar allir þeir sem hlynntir eru íslenskri tungu og menningu og vilja hag hennar sem mestan. Íslenskan er skólamálið okkar, skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, nýlega í grein og minnti þar á mikilvægt atriði. Fyrir okkur sem á Íslandi búum og störfum er íslenska sú kennslutunga sem skilar til okkar þekkingu utan úr heimi, túlkar og kennir önnur tungumál, geymir hugsun okkar um tæknilegan og persónulegan vanda, orðar skilning okkar og gerir okkur kleift að ræða fortíð okkar og framtíð. Íslenskan er að vísu ekki sérstök að þessu leyti, nema fyrir okkur sem hér búum. Fyrir okkur er hún hins vegar jafn mikilvæg og danska fyrir Dani, norska fyrir Norðmenn, færeyska fyrir Færeyinga og hollenska fyrir Hollendinga, svo ég láti nú duga að taka dæmi frá næstu nágrönnum. Tungumál þessara þjóða eru eins og okkar þjóðtunga farvegur fyrir þroska og þekkingaröflun barna og unglinga, aðgangur að menningu og sögu fjölskyldna og ástvina og geyma tilvísanir, menningu og skilning á umhverfinu. Það getur ekkert komið í staðinn fyrir þau svo vel sé. Við þurfum að endurnýja hugsun okkar og umræðu um íslenska tungu og menningu. Við eigum kraftmikið, fallegt og dýrmætt tungumál sem við þurfum að fylgja inn í nýjan tíma og sjá til þess að fylgi okkur inn í framtíðina. Í því felst mikilvæg sérstaða okkar í heiminum. Það eru góð tíðindi að stjórnvöld skuli nú bretta upp ermar, boða til framsækinnar ráðstefnu og hafa í bígerð framhaldsumræður til að fylgja framkvæmdum eftir. Ráðstefnan Áfram íslenska – staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins er spennandi tækifæri til þess að uppfæra viðhorfið til íslenskrar tungu. Hún er enn við hestaheilsu, skemmtileg, skapandi og einstök á sinn hátt. Hins vegar eru blikur á lofti og okkur er skylt að hlúa að því sem dýrmætt er í okkar samfélagi. Láttu nútímann ekki sem vind um eyrun þjóta! Hittu okkur í Hörpu til að ræða stöðu íslensku í skólum landsins.Höfundur er dósent í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Mikilvæg ráðstefna um íslenskukennslu í skólum landsins verður haldin í Hörpu 1. apríl. Þú ert vonandi búin(n) að skrá þig. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Kennarasambandi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vonandi hittast þar allir þeir sem hlynntir eru íslenskri tungu og menningu og vilja hag hennar sem mestan. Íslenskan er skólamálið okkar, skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, nýlega í grein og minnti þar á mikilvægt atriði. Fyrir okkur sem á Íslandi búum og störfum er íslenska sú kennslutunga sem skilar til okkar þekkingu utan úr heimi, túlkar og kennir önnur tungumál, geymir hugsun okkar um tæknilegan og persónulegan vanda, orðar skilning okkar og gerir okkur kleift að ræða fortíð okkar og framtíð. Íslenskan er að vísu ekki sérstök að þessu leyti, nema fyrir okkur sem hér búum. Fyrir okkur er hún hins vegar jafn mikilvæg og danska fyrir Dani, norska fyrir Norðmenn, færeyska fyrir Færeyinga og hollenska fyrir Hollendinga, svo ég láti nú duga að taka dæmi frá næstu nágrönnum. Tungumál þessara þjóða eru eins og okkar þjóðtunga farvegur fyrir þroska og þekkingaröflun barna og unglinga, aðgangur að menningu og sögu fjölskyldna og ástvina og geyma tilvísanir, menningu og skilning á umhverfinu. Það getur ekkert komið í staðinn fyrir þau svo vel sé. Við þurfum að endurnýja hugsun okkar og umræðu um íslenska tungu og menningu. Við eigum kraftmikið, fallegt og dýrmætt tungumál sem við þurfum að fylgja inn í nýjan tíma og sjá til þess að fylgi okkur inn í framtíðina. Í því felst mikilvæg sérstaða okkar í heiminum. Það eru góð tíðindi að stjórnvöld skuli nú bretta upp ermar, boða til framsækinnar ráðstefnu og hafa í bígerð framhaldsumræður til að fylgja framkvæmdum eftir. Ráðstefnan Áfram íslenska – staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins er spennandi tækifæri til þess að uppfæra viðhorfið til íslenskrar tungu. Hún er enn við hestaheilsu, skemmtileg, skapandi og einstök á sinn hátt. Hins vegar eru blikur á lofti og okkur er skylt að hlúa að því sem dýrmætt er í okkar samfélagi. Láttu nútímann ekki sem vind um eyrun þjóta! Hittu okkur í Hörpu til að ræða stöðu íslensku í skólum landsins.Höfundur er dósent í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun