Á réttri leið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. mars 2019 08:15 Þjóðkirkjan með biskup Íslands í fararbroddi liggur nú sem oftar undir allnokkru ámæli fyrir að framfylgja í verki kenningu Krists um mikilvægi þess að sýna náungakærleik. Þessi gagnrýni kemur aðallega frá fólki sem telur sig vera sannkristið en virðist þó engan veginn skilja kristinn boðskap, allavega leggur það ansi lítið upp úr því að flóttafólki sem sannarlega býr við mikla neyð sé rétt hjálparhönd. Gagnrýnin á þjóðkirkjuna kemur meira að segja úr þinghúsinu, en einn þingmanna Miðflokksins, Ólafur Ísleifsson, kallaði Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“, vegna þess að hælisleitendum var hleypt þar inn til að fara á salerni. Þingmaðurinn sló ekki í gegn á vinnustaðnum með þessum ummælum sínum því félagar hans á þingi andvörpuðu yfir orðum hans og einhverjir gerðu hróp að honum. Ólíklegt er þó að þingmaðurinn hafi séð að sér, eins og honum hefði sæmt best. Á dögunum stóð biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, að eigin sögn álengdar á Austurvelli meðan á einum mótmælafundi hælisleitenda stóð „til að sýna hælisleitendum að mér og kirkjunni er ekki sama um fólk í neyð“. Skilaboð biskups eru skýr, henni er, sem æðsta fulltrúa þjóðkirkjunnar, umhugað um hælisleitendur. Vart verður sagt að andúð í garð flóttamanna og hælisleitenda sé grasserandi hér á landi, en hér finnst þó fólk sem lítur á þessa einstaklinga, sem sannarlega búa við neyð, eins og séu þeir óværa sem þurfi með öllum ráðum að losna við. Dæmi eru um fólk sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni vegna þess sem því finnst vera dekur kirkjunnar við hælisleitendur. Sök kirkjunnar er þó ekki önnur en sú að taka afstöðu með þeim sem standa höllum fæti. Nokkuð sem allir ættu að gera enda mikilvægur hluti af því að vera siðuð manneskja. Sá hópur, sem stöðugt amast við komu hælisleitenda hingað til lands, hefur örugglega sopið hveljur þegar fyrr í þessari vikur fréttist af fundi biskups með fulltrúum Evrópuráðs múslima. Fundurinn telst til tíðinda því Agnes Sigurðardóttir er fyrsti biskup Íslands sem heimsækir mosku hér á landi. Það mun vafalaust kalla yfir hana enn frekari fordæmingu frá þeim hópi Íslendinga sem hatast við múslima, telja þá ógn við vestræn samfélög, og óttast ekkert meir en að þeir fylli landið og fjölgi sér. Biskup Íslands og þjóðkirkjan hafa tekið mikilvæga afstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum, fólki sem hefur upplifað skelfilega hluti og þráir ekkert meir en að eiga öruggan samastað. Það er sorglegt til þess að vita að hér á landi fyrirfinnst fólk sem hefur engan áhuga á að greiða götu þeirra sem svo sannarlega þurfa á aðstoð að halda. Eina framlag þessara einstaklinga eru ummæli sem lýsa skelfilegum skorti á samkennd og eru á skjön við þá kristilegu hugmyndafræði sem þeir vilja þó kenna sig við. Sumt sem þeir láta út úr sér verður engan veginn flokkað öðruvísi en sem hatursfull ummæli. Það er þjóðkirkjunni til sóma að hafa tekið afdráttarlausa afstöðu gegn hatri og fordómum þessa hóps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan með biskup Íslands í fararbroddi liggur nú sem oftar undir allnokkru ámæli fyrir að framfylgja í verki kenningu Krists um mikilvægi þess að sýna náungakærleik. Þessi gagnrýni kemur aðallega frá fólki sem telur sig vera sannkristið en virðist þó engan veginn skilja kristinn boðskap, allavega leggur það ansi lítið upp úr því að flóttafólki sem sannarlega býr við mikla neyð sé rétt hjálparhönd. Gagnrýnin á þjóðkirkjuna kemur meira að segja úr þinghúsinu, en einn þingmanna Miðflokksins, Ólafur Ísleifsson, kallaði Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“, vegna þess að hælisleitendum var hleypt þar inn til að fara á salerni. Þingmaðurinn sló ekki í gegn á vinnustaðnum með þessum ummælum sínum því félagar hans á þingi andvörpuðu yfir orðum hans og einhverjir gerðu hróp að honum. Ólíklegt er þó að þingmaðurinn hafi séð að sér, eins og honum hefði sæmt best. Á dögunum stóð biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, að eigin sögn álengdar á Austurvelli meðan á einum mótmælafundi hælisleitenda stóð „til að sýna hælisleitendum að mér og kirkjunni er ekki sama um fólk í neyð“. Skilaboð biskups eru skýr, henni er, sem æðsta fulltrúa þjóðkirkjunnar, umhugað um hælisleitendur. Vart verður sagt að andúð í garð flóttamanna og hælisleitenda sé grasserandi hér á landi, en hér finnst þó fólk sem lítur á þessa einstaklinga, sem sannarlega búa við neyð, eins og séu þeir óværa sem þurfi með öllum ráðum að losna við. Dæmi eru um fólk sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni vegna þess sem því finnst vera dekur kirkjunnar við hælisleitendur. Sök kirkjunnar er þó ekki önnur en sú að taka afstöðu með þeim sem standa höllum fæti. Nokkuð sem allir ættu að gera enda mikilvægur hluti af því að vera siðuð manneskja. Sá hópur, sem stöðugt amast við komu hælisleitenda hingað til lands, hefur örugglega sopið hveljur þegar fyrr í þessari vikur fréttist af fundi biskups með fulltrúum Evrópuráðs múslima. Fundurinn telst til tíðinda því Agnes Sigurðardóttir er fyrsti biskup Íslands sem heimsækir mosku hér á landi. Það mun vafalaust kalla yfir hana enn frekari fordæmingu frá þeim hópi Íslendinga sem hatast við múslima, telja þá ógn við vestræn samfélög, og óttast ekkert meir en að þeir fylli landið og fjölgi sér. Biskup Íslands og þjóðkirkjan hafa tekið mikilvæga afstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum, fólki sem hefur upplifað skelfilega hluti og þráir ekkert meir en að eiga öruggan samastað. Það er sorglegt til þess að vita að hér á landi fyrirfinnst fólk sem hefur engan áhuga á að greiða götu þeirra sem svo sannarlega þurfa á aðstoð að halda. Eina framlag þessara einstaklinga eru ummæli sem lýsa skelfilegum skorti á samkennd og eru á skjön við þá kristilegu hugmyndafræði sem þeir vilja þó kenna sig við. Sumt sem þeir láta út úr sér verður engan veginn flokkað öðruvísi en sem hatursfull ummæli. Það er þjóðkirkjunni til sóma að hafa tekið afdráttarlausa afstöðu gegn hatri og fordómum þessa hóps.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun