Tíu ár frá besta körfuboltaleik Íslandssögunnar | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2019 14:30 Jón Arnór Stefánsson og Sverrir Sverrisson í leiknum ógleymanlega. Jón er enn að spila en Sverrir þjálfar nú Keflavíkurliðið. vísir/vilhelm Þeir sem lögðu leið sína í DHL-höllina föstudagskvöldið 27. mars árið 2009 munu aldrei gleyma því sem þeir sáu það kvöld. Þar var í boði körfuboltaleikur sem aldrei gleymist enda einstakur. Þetta var þriðji leikur KR og Keflavíkur í úrslitakeppninni en staðan fyrir leikinn var 2-0 fyrir KR. Það þurfti hvorki meira né minna til en fjórar framlengingar til þess að knýja fram úrslit. Lokatölur 129-124 fyrir KR í leik sem hélt áhorfendum sveittum langt fram á kvöld. Þetta var í undanúrslitum Íslandsmótsins en KR varð svo meistari eftir að hafa lagt Grindavík í úrslitarimmunni. Þessa leiks er líklega helst minnst fyrir lygilega þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar í lok annarrar framlengingar. Hann skaut nánast af bekk Keflavíkur til þess að þvinga fram þriðju framlenginguna. Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson setti Íslandsmet með því að spila allar mínúturnar í leiknum. Það met verður líklega seint slegið en þetta var aðeins í annað sinn sem leikur er fjórframlengdur í efstu deild. Jesse Pellot-Rosa spilaði í 58 og hálfa mínútu fyrir Keflavík og skoraði 51 stig í leiknum. Var ótrúlegur en bugaður eftir leik. Hér að neðan má sjá fréttamyndskeið af leiknum ógleymanlega sem líklega er sá besti í íslenskri körfuboltasögu og sá besti að margra mati enda slíkur leikur ekki beint daglegt brauð. Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sjá meira
Þeir sem lögðu leið sína í DHL-höllina föstudagskvöldið 27. mars árið 2009 munu aldrei gleyma því sem þeir sáu það kvöld. Þar var í boði körfuboltaleikur sem aldrei gleymist enda einstakur. Þetta var þriðji leikur KR og Keflavíkur í úrslitakeppninni en staðan fyrir leikinn var 2-0 fyrir KR. Það þurfti hvorki meira né minna til en fjórar framlengingar til þess að knýja fram úrslit. Lokatölur 129-124 fyrir KR í leik sem hélt áhorfendum sveittum langt fram á kvöld. Þetta var í undanúrslitum Íslandsmótsins en KR varð svo meistari eftir að hafa lagt Grindavík í úrslitarimmunni. Þessa leiks er líklega helst minnst fyrir lygilega þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar í lok annarrar framlengingar. Hann skaut nánast af bekk Keflavíkur til þess að þvinga fram þriðju framlenginguna. Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson setti Íslandsmet með því að spila allar mínúturnar í leiknum. Það met verður líklega seint slegið en þetta var aðeins í annað sinn sem leikur er fjórframlengdur í efstu deild. Jesse Pellot-Rosa spilaði í 58 og hálfa mínútu fyrir Keflavík og skoraði 51 stig í leiknum. Var ótrúlegur en bugaður eftir leik. Hér að neðan má sjá fréttamyndskeið af leiknum ógleymanlega sem líklega er sá besti í íslenskri körfuboltasögu og sá besti að margra mati enda slíkur leikur ekki beint daglegt brauð.
Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sjá meira