Rotaðist í leik 2017 og getur ekki spilað í sumar: „Skrifa það með tárin í augunum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 10:00 Björk fagnar 1. deildar titlinum með HK/Víkingi 2017. mynd/HK Björk Björnsdóttir, markvörður HK/Víkings í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, getur ekki spilað með liði sínu í sumar vegna höfuðhöggs sem að hún fékk í 1. deildinni árið 2017. Björk, sem fór á kostum með HK/Víkingi síðasta sumar er liðið hélt sæti sínu í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni, var besti markvörður 1. deildarinnar 2017 þegar að HK/Víkings-liðið vann hana og tryggði sér sæti í efstu deild. Það sama sumar rotaðist hún í leik en í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook-síðu sinni segist hún ekki muna eftir högginu enn þann dag í dag. Björk var frá um nokkurn tíma en kláraði sumarið og lyfti 1. deildar bikarnum með HK/Víkingi.Björk Björnsdóttir getur ekki spilað fótbolta í sumar.mynd/HK/VíkingurHarkar ekki af sér! „Algjörlega ómeðvituð um alvarlegar afleiðingar höggsins hélt ég af stað inn í nýtt undirbúningstímabil. Þegar á leið og álagið jókst fór að bera á einkennum sem ég tengdi ekki við höggið í fyrstu,“ segir Björk. „Þetta voru meðal annars andlegir erfiðleikar en til að gera langa sögu stutta þá var ég bara orðin virkilega ólík sjálfri mér. Ég spilaði tímabilið 2018 en vissi þó innst inni að eitthvað væri að. Ég harkaði af mér,“ segir Björk og bætir við: „Ekki harka af þér.“ Ekki harka af þér er heiti á átaki Knattspyrnusambands Íslands þar sem reynt er að vekja athygli á alvarleikum höfuðhögga og leikmenn beðnir um að leita sér aðstoðar frekar en að harka bara af sér með alvarlegri afleiðingum.Don't tough it out when facing a head injury!#concussion#headinjurypic.twitter.com/8dyujtPBMl — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 11, 2019 „Smám saman og í takt við aukna umfjöllun um afleiðingar höfuðhögga byrjaði að renna upp fyrir mér hvað væri að hrjá mig. Þekking mín og þeirra í kringum mig jókst enn meira og það leiddi til þess að ég hitti sérfræðing núna í febrúar. Ég má ekki spila í sumar vegna afleiðinga þessa höfuðhöggs og ég skrifa það hér með tárin í augunum,“ segir Björk. „Ég er virkilega þakklát og stolt af tímabilinu sem ég átti í sumar en ég er hætt að harka af mér. Við tekur hvíld og endurhæfing en fótboltinn verður ekki langt undan. Ég stefni á endurkomu og hlakka til að taka upp hanskana en er þó einnig spennt fyrir endurhæfingunni og horfi björtum augum til batans sem kemur á endanum með þolinmæði og dug,“ segir Björk Björnsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Björk Björnsdóttir, markvörður HK/Víkings í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, getur ekki spilað með liði sínu í sumar vegna höfuðhöggs sem að hún fékk í 1. deildinni árið 2017. Björk, sem fór á kostum með HK/Víkingi síðasta sumar er liðið hélt sæti sínu í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni, var besti markvörður 1. deildarinnar 2017 þegar að HK/Víkings-liðið vann hana og tryggði sér sæti í efstu deild. Það sama sumar rotaðist hún í leik en í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook-síðu sinni segist hún ekki muna eftir högginu enn þann dag í dag. Björk var frá um nokkurn tíma en kláraði sumarið og lyfti 1. deildar bikarnum með HK/Víkingi.Björk Björnsdóttir getur ekki spilað fótbolta í sumar.mynd/HK/VíkingurHarkar ekki af sér! „Algjörlega ómeðvituð um alvarlegar afleiðingar höggsins hélt ég af stað inn í nýtt undirbúningstímabil. Þegar á leið og álagið jókst fór að bera á einkennum sem ég tengdi ekki við höggið í fyrstu,“ segir Björk. „Þetta voru meðal annars andlegir erfiðleikar en til að gera langa sögu stutta þá var ég bara orðin virkilega ólík sjálfri mér. Ég spilaði tímabilið 2018 en vissi þó innst inni að eitthvað væri að. Ég harkaði af mér,“ segir Björk og bætir við: „Ekki harka af þér.“ Ekki harka af þér er heiti á átaki Knattspyrnusambands Íslands þar sem reynt er að vekja athygli á alvarleikum höfuðhögga og leikmenn beðnir um að leita sér aðstoðar frekar en að harka bara af sér með alvarlegri afleiðingum.Don't tough it out when facing a head injury!#concussion#headinjurypic.twitter.com/8dyujtPBMl — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 11, 2019 „Smám saman og í takt við aukna umfjöllun um afleiðingar höfuðhögga byrjaði að renna upp fyrir mér hvað væri að hrjá mig. Þekking mín og þeirra í kringum mig jókst enn meira og það leiddi til þess að ég hitti sérfræðing núna í febrúar. Ég má ekki spila í sumar vegna afleiðinga þessa höfuðhöggs og ég skrifa það hér með tárin í augunum,“ segir Björk. „Ég er virkilega þakklát og stolt af tímabilinu sem ég átti í sumar en ég er hætt að harka af mér. Við tekur hvíld og endurhæfing en fótboltinn verður ekki langt undan. Ég stefni á endurkomu og hlakka til að taka upp hanskana en er þó einnig spennt fyrir endurhæfingunni og horfi björtum augum til batans sem kemur á endanum með þolinmæði og dug,“ segir Björk Björnsdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira