Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. mars 2019 07:30 Örlög Boeing 737 MAX 8 vélanna kunna að ráðast á allra næstu dögum. Fréttablaðið/Anton Brink Forráðamenn Icelandair segjast vera að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning á Boeing 737 MAX 8 vélum félagsins dregst enn á langinn. Félagið á von á sex slíkum vélum á þessu ári til viðbótar þeim þremur sem félagið á og sæta nú kyrrsetningu. Kyrrsetning vélanna hefur skapað vandamál. Þann 13. mars síðastliðinn tilkynnti Icelandair að þrjár nýlegar Boeing 737 MAX 8 vélar þeirra yrðu teknar úr rekstri um óákveðinn tíma eftir að mörg flugfélög höfðu gert slíkt hið sama. Flugvélaframleiðandinn kyrrsetti allan 737 MAX 8 flotann í öryggisskyni degi síðar eftir að frumrannsókn á flugslysinu í Eþíópíu fyrr í mánuðinum, sem varð 157 manns að bana, leiddi í ljós líkindi við flugslys Lion Air undan ströndum Jövu í október þar sem 189 létu lífið. Icelandair sagði að kyrrsetning vélanna myndi hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins væri um að ræða þrjár vélar af 33 í flotanum. Raskanir hafa þó orðið vegna þessa, til dæmis á sunnudag þar sem flugi til og frá London var fyrirvaralítið aflýst. Atvik sem rekja má til kyrrsetningar vélanna. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt gert til að flug raskist sem minnst og það hafi gengið vel.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Á sunnudaginn kom upp bilun í varavél í Keflavík og þess vegna var fluginu til Gatwick aflýst,“ segir Ásdís aðspurð um flugið sem aflýst var. Samkvæmt heimildum blaðsins var varavél sem bilaði að leysa af eina af kyrrsettu 737 MAX 8 vélunum. Icelandair festi sér á sínum tíma sextán 737 MAX vélar frá Boeing. Þrjár voru teknar í notkun í fyrra, sex átti að afhenda í ár, fimm á næsta ári og loks tvær 2021. Kaupin voru kölluð ein stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Ljóst er að orðspor Boeing og 737 MAX 8 vélanna hefur beðið hnekki síðustu vikur og einhver flugfélög afpantað vélar. Aðspurð hvort Icelandair hafi tekið ákvörðun um eitthvað slíkt eða hvort það komi til greina segir Ásdís: „Varðandi framhaldið þá erum við að skoða hvernig við bregðumst við ef kyrrsetningin dregst á langinn en niðurstaða liggur ekki fyrir á þessu stigi.“‘ Eþíópíska samgönguráðuneytið gerir ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu þar í landi liggi fyrir í þessari viku. Niðurstöðunnar er beðið í ofvæni og hún kann að ráða miklu um framhaldið. Mikið hefur verið rætt um hvort slysin tvö megi rekja til hugbúnaðar 737-vélanna. Rannsóknin í Eþíópíu kann að svara því. Hugbúnaðurinn á að varna því að þoturnar ofrísi en Boeing hefur unnið hörðum höndum að hugbúnaðaruppfærslu síðan slysið varð. Gert er ráð fyrir að uppfærslan verði kynnt í dag. Fulltrúar Icelandair verða á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45 Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku. 26. mars 2019 09:00 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Forráðamenn Icelandair segjast vera að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning á Boeing 737 MAX 8 vélum félagsins dregst enn á langinn. Félagið á von á sex slíkum vélum á þessu ári til viðbótar þeim þremur sem félagið á og sæta nú kyrrsetningu. Kyrrsetning vélanna hefur skapað vandamál. Þann 13. mars síðastliðinn tilkynnti Icelandair að þrjár nýlegar Boeing 737 MAX 8 vélar þeirra yrðu teknar úr rekstri um óákveðinn tíma eftir að mörg flugfélög höfðu gert slíkt hið sama. Flugvélaframleiðandinn kyrrsetti allan 737 MAX 8 flotann í öryggisskyni degi síðar eftir að frumrannsókn á flugslysinu í Eþíópíu fyrr í mánuðinum, sem varð 157 manns að bana, leiddi í ljós líkindi við flugslys Lion Air undan ströndum Jövu í október þar sem 189 létu lífið. Icelandair sagði að kyrrsetning vélanna myndi hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins væri um að ræða þrjár vélar af 33 í flotanum. Raskanir hafa þó orðið vegna þessa, til dæmis á sunnudag þar sem flugi til og frá London var fyrirvaralítið aflýst. Atvik sem rekja má til kyrrsetningar vélanna. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt gert til að flug raskist sem minnst og það hafi gengið vel.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Á sunnudaginn kom upp bilun í varavél í Keflavík og þess vegna var fluginu til Gatwick aflýst,“ segir Ásdís aðspurð um flugið sem aflýst var. Samkvæmt heimildum blaðsins var varavél sem bilaði að leysa af eina af kyrrsettu 737 MAX 8 vélunum. Icelandair festi sér á sínum tíma sextán 737 MAX vélar frá Boeing. Þrjár voru teknar í notkun í fyrra, sex átti að afhenda í ár, fimm á næsta ári og loks tvær 2021. Kaupin voru kölluð ein stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Ljóst er að orðspor Boeing og 737 MAX 8 vélanna hefur beðið hnekki síðustu vikur og einhver flugfélög afpantað vélar. Aðspurð hvort Icelandair hafi tekið ákvörðun um eitthvað slíkt eða hvort það komi til greina segir Ásdís: „Varðandi framhaldið þá erum við að skoða hvernig við bregðumst við ef kyrrsetningin dregst á langinn en niðurstaða liggur ekki fyrir á þessu stigi.“‘ Eþíópíska samgönguráðuneytið gerir ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu þar í landi liggi fyrir í þessari viku. Niðurstöðunnar er beðið í ofvæni og hún kann að ráða miklu um framhaldið. Mikið hefur verið rætt um hvort slysin tvö megi rekja til hugbúnaðar 737-vélanna. Rannsóknin í Eþíópíu kann að svara því. Hugbúnaðurinn á að varna því að þoturnar ofrísi en Boeing hefur unnið hörðum höndum að hugbúnaðaruppfærslu síðan slysið varð. Gert er ráð fyrir að uppfærslan verði kynnt í dag. Fulltrúar Icelandair verða á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45 Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku. 26. mars 2019 09:00 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45
Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku. 26. mars 2019 09:00
Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15