Skúli bjartsýnn á framhaldið Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 14:59 Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, er bjartsýnn á framhald félagsins. Vísir/vilhelm Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. Ekki er annað á honum að heyra en að hann sé bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að starfsmenn muni fá útborgað um næstu mánaðamót, það sé óhætt að kaupa sér flugmiða með félaginu og að viðræður séu í fullum gangi við mögulega fjárfesta sem séu bæði innlendir og erlendir. Greint var frá því í dag að kröfuhafar WOW air hafi samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og að formlegar viðræður væru hafnar við fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að rekstri WOW air. „Staðan er nokkuð góð eftir fréttir dagsins þar sem við vorum að tilkynna að skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutabréf í félaginu. Þar með erum við að styrkja félagið allverulega þannig að það er jákvætt skref í rétta átt,“ segir Skúli. Aðspurður hvort hann hefði alltaf verið viss um að þetta myndi ganga segist Skúli vera bjartsýnn að eðlisfari. „En umfram allt hef ég átt í mjög góðum samskiptum við breiðan hóp fjárfesta og þar með talið marga af skuldabréfaeigendum okkar. Þeir sjá tækifæri í stöðunni þannig að ég fagna þessu.“ Skúli segir að félagið eigi nú í viðræðum við fjöldann allan af fjárfestum, bæði innlendum og erlendum, þar með talið íslenska lífeyrissjóði. Hann segir að það sé rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að um fimm milljarða króna vanti inn í WOW air til að tryggja framtíð þess. Þá segir Skúli heildarendurskipulagningu WOW air ekki ljúka fyrr en félagið fái inn aukafjárfesta. Ekki séu nein skýr tímamörk varðandi það hvenær fjármögnun verði að ljúka, til að mynda hvað varðar Samgöngustofu og flugrekstrarleyfi félagsins. „Það eru engin skýr tímamörk önnur en þau að að sjálfsögðu upplýsum við stjórnsýsluna, Samgöngustofu, ISAVIA, og svo framvegis, höfum unnið mjög náið með öllum aðilum og ráðuneytum í allan vetur og höldum því áfram. Þannig að þau eru mjög vel upplýst og á meðan við erum með plan í gangi og flugöryggi er tryggt þá er það klárlega allra hagur að þetta takist,“ segir Skúli.Viðtalið við Skúla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42 Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. Ekki er annað á honum að heyra en að hann sé bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að starfsmenn muni fá útborgað um næstu mánaðamót, það sé óhætt að kaupa sér flugmiða með félaginu og að viðræður séu í fullum gangi við mögulega fjárfesta sem séu bæði innlendir og erlendir. Greint var frá því í dag að kröfuhafar WOW air hafi samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og að formlegar viðræður væru hafnar við fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að rekstri WOW air. „Staðan er nokkuð góð eftir fréttir dagsins þar sem við vorum að tilkynna að skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutabréf í félaginu. Þar með erum við að styrkja félagið allverulega þannig að það er jákvætt skref í rétta átt,“ segir Skúli. Aðspurður hvort hann hefði alltaf verið viss um að þetta myndi ganga segist Skúli vera bjartsýnn að eðlisfari. „En umfram allt hef ég átt í mjög góðum samskiptum við breiðan hóp fjárfesta og þar með talið marga af skuldabréfaeigendum okkar. Þeir sjá tækifæri í stöðunni þannig að ég fagna þessu.“ Skúli segir að félagið eigi nú í viðræðum við fjöldann allan af fjárfestum, bæði innlendum og erlendum, þar með talið íslenska lífeyrissjóði. Hann segir að það sé rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að um fimm milljarða króna vanti inn í WOW air til að tryggja framtíð þess. Þá segir Skúli heildarendurskipulagningu WOW air ekki ljúka fyrr en félagið fái inn aukafjárfesta. Ekki séu nein skýr tímamörk varðandi það hvenær fjármögnun verði að ljúka, til að mynda hvað varðar Samgöngustofu og flugrekstrarleyfi félagsins. „Það eru engin skýr tímamörk önnur en þau að að sjálfsögðu upplýsum við stjórnsýsluna, Samgöngustofu, ISAVIA, og svo framvegis, höfum unnið mjög náið með öllum aðilum og ráðuneytum í allan vetur og höldum því áfram. Þannig að þau eru mjög vel upplýst og á meðan við erum með plan í gangi og flugöryggi er tryggt þá er það klárlega allra hagur að þetta takist,“ segir Skúli.Viðtalið við Skúla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42 Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42
Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06
Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45