Fótbolti

Ekki ein misheppnuð sending á móti Íslandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þessi sending rataði á samherja, það er nokkuð ljóst.
Þessi sending rataði á samherja, það er nokkuð ljóst. vísir/getty
Efast var um þátttöku Samuel Umtiti fyrir leik Frakklands og Íslands í gær. Hann gat hins vegar tekið þátt í leiknum og hann átti fullkomna kvöldstund.

Umtiti var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn en var metinn heill heilsu og byrjaði leikinn í hjarta frönsku varnarinnar.

Það borgaði sig eftir tólf mínútna leik að hafa sett Umtiti í byrjunarliðið þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins með skalla eftir fyrirgjöf Kylian Mbappe.

Umtiti og félagar í vörninni höfðu ekki mikið að gera þar sem íslenska liðið sótti lítið, en Umtiti steig ekki feilspor. Bókstaflega.

Hann átti ekki eina misheppnaða sendingu í leiknum. Hann gaf 107 sendingar og allar rötuðu þær á samherja.

Tölfræðisíðan Opta segir engan leikmann í franska landsliðinu hafa náð að klára leik með 100 prósent sendingarhlutfall síðastliðin 10 ár.



 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×