Gobert setti troðslumet í sigri á Phoenix Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. mars 2019 07:45 Gobert kann að troða boltanum vísir/getty Rudy Gobert setti troðslumet í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Utah Jazz vann þægilegan 125-92 sigur á Phoenix Suns í nótt. Utah leiddi leikinn nær allan tímann og var tuttugu stigum yfir í hálfleik. Gobert tróð sendingu frá Donovan Mitchell ofan í körfuna í öðrum leikhluta og það var troðsla númer 270 hjá honum á tímabilinu. Síðan NBA deildin fór að taka saman tölfræði um troðslur árið 1997 hefur enginn náð fleiri troðslum á einu tímabili, Dwight Howard náði best 269 tímabilið 2007-08. Gobert kláraði leikinn með 275 troðslur. Devin Booker fór á kostum fyrir lið Phoenix í leiknum og setti 59 stig. Booker er aðeins 22 ára og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögunni til þess að fara yfir 50 stig í NBA deildinni áður en hann verður 23 ára gamall. Hinir þrír eru LeBron James, Rick Barry og Kyrie Irving. Stórleikur Booker skilaði þó engu fyrir Phoenix. Season-high 27 PTS with 10 REB for @rudygobert27 in the @utahjazz victory! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/BLZcFiSd9b — NBA (@NBA) March 26, 2019 Portland Trail Blazers hafði betur gegn Brooklyn Nets í tvíframlengdum leik en sigurinn reyndist þeim dýr, þeir misstu einn af byrjunarliðsmönnum sínum í alvarleg meiðsli. Það var mikil spenna í Portland og allt í járnum. Jusuf Nurkic var nýbúinn að koma Portland tveimur stigum yfir þegar liðið var á seinni framlenginguna þegar fóturinn á honum beygðist illa og það þurfti að bera hann út af á sjúkrabörum. Portland endaði á því að vinna leikinn 148-144 og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, en það gæti reynst þeim mjög erfitt að missa Nurkic, sem er búinn að eiga eitt sitt besta tímabil á ferlinum. Nurkic var stigahæstur leikmanna Portland í leiknum með 32 stig og 16 fráköst.@Dame_Lillard goes off for 31 PTS, 12 AST against BKN as the @trailblazers secure an #NBAPlayoffs berth! #RipCitypic.twitter.com/0LYwGhtTRt — NBA (@NBA) March 26, 2019 Í Memphis hafa heimamenn í Grizzlies gert heimavöll sinn að algjöru vígi síðustu vikur og unnið fimm heimaleiki í marsmánuði, alla þeirra á móti liðum sem eru í úrslitakeppnissætum. Síðasti heimasigurinn kom í nótt gegn sterku liði Oklahoma City Thunder, 115-103. „Þeir áttu þetta skilið. Frammistaða þeirra var betri, þeir yfirspiluðu okkur, settu leikinn betur upp, gerðu allt betur heldur en við,“ sagði Billy Donovan, þjálfari Thunder eftir leikinn. Bruno Caboclo átti sinn besta leik á tímabilinu til þessa með 24 stig og Tyler Dorsey bætti 21 stigi við fyrir heimamenn.A career-high 24 PTS with 11 REB from @Bruno_Caboclo guides the @memgrizz victory! #GrindCitypic.twitter.com/503qHYZyTs — NBA (@NBA) March 26, 2019Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Philadelphia 76ers 119-98 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 115-103 Utah Jazz - Phoenix Suns 125-98 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 148-144 NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Littler í úrslit annað árið í röð Sport Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Körfubolti Fleiri fréttir Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Sjá meira
Rudy Gobert setti troðslumet í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Utah Jazz vann þægilegan 125-92 sigur á Phoenix Suns í nótt. Utah leiddi leikinn nær allan tímann og var tuttugu stigum yfir í hálfleik. Gobert tróð sendingu frá Donovan Mitchell ofan í körfuna í öðrum leikhluta og það var troðsla númer 270 hjá honum á tímabilinu. Síðan NBA deildin fór að taka saman tölfræði um troðslur árið 1997 hefur enginn náð fleiri troðslum á einu tímabili, Dwight Howard náði best 269 tímabilið 2007-08. Gobert kláraði leikinn með 275 troðslur. Devin Booker fór á kostum fyrir lið Phoenix í leiknum og setti 59 stig. Booker er aðeins 22 ára og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögunni til þess að fara yfir 50 stig í NBA deildinni áður en hann verður 23 ára gamall. Hinir þrír eru LeBron James, Rick Barry og Kyrie Irving. Stórleikur Booker skilaði þó engu fyrir Phoenix. Season-high 27 PTS with 10 REB for @rudygobert27 in the @utahjazz victory! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/BLZcFiSd9b — NBA (@NBA) March 26, 2019 Portland Trail Blazers hafði betur gegn Brooklyn Nets í tvíframlengdum leik en sigurinn reyndist þeim dýr, þeir misstu einn af byrjunarliðsmönnum sínum í alvarleg meiðsli. Það var mikil spenna í Portland og allt í járnum. Jusuf Nurkic var nýbúinn að koma Portland tveimur stigum yfir þegar liðið var á seinni framlenginguna þegar fóturinn á honum beygðist illa og það þurfti að bera hann út af á sjúkrabörum. Portland endaði á því að vinna leikinn 148-144 og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, en það gæti reynst þeim mjög erfitt að missa Nurkic, sem er búinn að eiga eitt sitt besta tímabil á ferlinum. Nurkic var stigahæstur leikmanna Portland í leiknum með 32 stig og 16 fráköst.@Dame_Lillard goes off for 31 PTS, 12 AST against BKN as the @trailblazers secure an #NBAPlayoffs berth! #RipCitypic.twitter.com/0LYwGhtTRt — NBA (@NBA) March 26, 2019 Í Memphis hafa heimamenn í Grizzlies gert heimavöll sinn að algjöru vígi síðustu vikur og unnið fimm heimaleiki í marsmánuði, alla þeirra á móti liðum sem eru í úrslitakeppnissætum. Síðasti heimasigurinn kom í nótt gegn sterku liði Oklahoma City Thunder, 115-103. „Þeir áttu þetta skilið. Frammistaða þeirra var betri, þeir yfirspiluðu okkur, settu leikinn betur upp, gerðu allt betur heldur en við,“ sagði Billy Donovan, þjálfari Thunder eftir leikinn. Bruno Caboclo átti sinn besta leik á tímabilinu til þessa með 24 stig og Tyler Dorsey bætti 21 stigi við fyrir heimamenn.A career-high 24 PTS with 11 REB from @Bruno_Caboclo guides the @memgrizz victory! #GrindCitypic.twitter.com/503qHYZyTs — NBA (@NBA) March 26, 2019Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Philadelphia 76ers 119-98 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 115-103 Utah Jazz - Phoenix Suns 125-98 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 148-144
NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Littler í úrslit annað árið í röð Sport Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Körfubolti Fleiri fréttir Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Sjá meira