Katrín um WOW air: Gjaldþrot yrði högg þótt staða hagkerfisins sé góð Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. mars 2019 16:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisáðherra, segir stjórnvöld hafa þungar áhyggjur af stöðu WOW air. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að gjaldþrot WOW air hefði auðvitað neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og þá ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan. Staða hagkerfisins sé þó almennt góð og hún telur það ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. Ráðherra gerir hins vegar ekki lítið úr því að gjaldþrot WOW air yrði högg. Ljóst er að fjárhagsstaða WOW air er slæm en Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, reynir nú allt hvað hann getur til að bjarga fyrirtækinu eftir að viðræður um mögulega aðkomu Icelandair runnu út í sandinn. Áður hafði bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners slitið viðræðum við WOW. „Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Eftir að ekkert kom út úr viðræðum WOW og Icelandair þá liggur fyrir að staðan er mjög þung en WOW air hefur ákveðið að setja saman áætlun til þess að leysa málið. Þau funduðu með Samgöngustofu fyrr í dag og ég veit það að verið er að fara yfir þessi mál á báðum þessum vígstöðvum þannig að auðvitað bind ég vonir við það að þetta leysist farsællega,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu.En hvaða áhrif hefði það að mati forsætisráðherra ef WOW air fer í þrot? „Auðvitað hefði það neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan en um leið er staða hagkerfisins góð almennt,“ segir hún og bætir við að hún telji hagkerfið ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. „En ég geri hins vegar ekki lítið úr því að þetta yrði högg.“ISAVIA með tryggingum fyrir skuldum WOW air Hún segist ekkert geta sagt til um það við hverju hún búist. „Ég held að margir séu nú búnir að spá þessu félagi óförum og þær spár hafa ekki ræst ennþá. Þannig ég vonast ennþá til þess að farsæl lausn finnist,“ segir Katrín. Þá ítrekar hún það sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur áður sagt að ríkið muni ekki koma inn í rekstur WOW air. „Við höfum ekki metið það sem svo að það sé skynsamlegt að ríkið komi inn í þennan rekstur með beinum hætti og við munum ekki gera það,“ segir Katrín. Spurð út í skuldir WOW air við ISAVIA og það hvort að ávallt sé ein flugvél kyrrsett á vellinum sem trygging vegna þess, líkt og fjölmiðlar hafa greint frá, segir Katrín: „ISAVIA hefur ákveðnar tryggingar en hins vegar er það svo að ISAVIA hefur veitt félaginu ákveðinn slaka því félagið hefur verið að vinna í sínum málum og leita leiða til að bæta sína stöðu og það er staða málsins, óbreytt.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að gjaldþrot WOW air hefði auðvitað neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og þá ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan. Staða hagkerfisins sé þó almennt góð og hún telur það ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. Ráðherra gerir hins vegar ekki lítið úr því að gjaldþrot WOW air yrði högg. Ljóst er að fjárhagsstaða WOW air er slæm en Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, reynir nú allt hvað hann getur til að bjarga fyrirtækinu eftir að viðræður um mögulega aðkomu Icelandair runnu út í sandinn. Áður hafði bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners slitið viðræðum við WOW. „Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Eftir að ekkert kom út úr viðræðum WOW og Icelandair þá liggur fyrir að staðan er mjög þung en WOW air hefur ákveðið að setja saman áætlun til þess að leysa málið. Þau funduðu með Samgöngustofu fyrr í dag og ég veit það að verið er að fara yfir þessi mál á báðum þessum vígstöðvum þannig að auðvitað bind ég vonir við það að þetta leysist farsællega,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu.En hvaða áhrif hefði það að mati forsætisráðherra ef WOW air fer í þrot? „Auðvitað hefði það neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan en um leið er staða hagkerfisins góð almennt,“ segir hún og bætir við að hún telji hagkerfið ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. „En ég geri hins vegar ekki lítið úr því að þetta yrði högg.“ISAVIA með tryggingum fyrir skuldum WOW air Hún segist ekkert geta sagt til um það við hverju hún búist. „Ég held að margir séu nú búnir að spá þessu félagi óförum og þær spár hafa ekki ræst ennþá. Þannig ég vonast ennþá til þess að farsæl lausn finnist,“ segir Katrín. Þá ítrekar hún það sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur áður sagt að ríkið muni ekki koma inn í rekstur WOW air. „Við höfum ekki metið það sem svo að það sé skynsamlegt að ríkið komi inn í þennan rekstur með beinum hætti og við munum ekki gera það,“ segir Katrín. Spurð út í skuldir WOW air við ISAVIA og það hvort að ávallt sé ein flugvél kyrrsett á vellinum sem trygging vegna þess, líkt og fjölmiðlar hafa greint frá, segir Katrín: „ISAVIA hefur ákveðnar tryggingar en hins vegar er það svo að ISAVIA hefur veitt félaginu ákveðinn slaka því félagið hefur verið að vinna í sínum málum og leita leiða til að bæta sína stöðu og það er staða málsins, óbreytt.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54
Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49
Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45