Meira en nóg Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. mars 2019 07:00 Sú hugmynd sem lögð er til í frumvarpi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, að frysta laun ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins til 1. janúar á næsta ári er afar skynsamleg. Ef eitthvað má að henni finna þá er það helst að hún gangi ekki nógu langt. Frysta ætti launin mun lengur. Fólk sem er gríðarlega vel launað þarf ekki að fá rausnarlegar launahækkanir með reglulegu millibili. Vitanlega var ómögulegt annað en að ámátleg hljóð heyrðust úr horni vegna þessarar hugmyndar. Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, sem senn lætur af störfum, steig fram og kveinaði hátt. Hann segir að að laun seðlabankastjóra hafi æði lengi verið fremur lág í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna. Þetta vill hann láta leiðrétta. Það er sennilega innbyggt í eðli seðlabankastjóra að hugsa meira um krónur og aura en flestir aðrir. Víst er að núverandi seðlabankastjóri hefur hvergi dregið af sér þegar kemur að því að kvarta undan launakjörum sínum. Landsmönnum er vísast enn í minni þegar hann fór í mál við eigin vinnustað vegna þess að hann taldi sig illa settan í launamálum. Enn eina ferðina ber seðlabankastjóri sig aumlega vegna launa sinna, og velur til þess tíma þegar erfiðar kjaraviðræður standa yfir. Óneitanlega lýsir það ákveðnu taktleysi. Það vekur líka furðu hversu brattur seðlabankastjóri er. Einhver hefði eflaust búist við að hann hefði kosið að hafa hægt um sig þessa dagana, sérstaklega eftir þá hirtingu sem hann fékk nýlega frá umboðsmanni Alþingis vegna þess sem vart verður kallað annað en aðför Seðlabankans að Samherja. Seðlabankastjóri segir einnig að erfitt gæti verið að manna stöður bankastjóra ef laun þeirra dragist aftur úr launum sambærilegra embættismanna. Það er vitaskuld ekkert annað en bull. Það er fullt af hæfu fólki sem vill slíkar stöður, enda þarf enginn sem tekur þær að sér að lepja dauðann úr skel. Það er orðið ansi leiðigjarnt að hlusta á frasann frá hálaunuðu fólki um að það hafi dregist aftur úr í launum og verði umsvifalaust að fá leiðréttingu. Það er segin saga að um leið og einn hálaunamaður rekur upp gól hefja aðrir sömuleiðis upp raust sína og bera sig verulega illa þótt þá skorti ekkert í lífinu. Þannig hefur orðið til sú regla að þeir sem eru sérlega vel launaðir fá áframhaldandi hækkanir langt umfram almenna launaþróun. Á sama tíma er stöðugt verið að vara venjulegt launafólk við því að launahækkanir til þess yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúið. Ætíð finnst svigrúm til launahækkana fyrir hæst launaða fólkið en þegar kemur að launum venjulegs fólk, hvað þá þeirra lægst launuðu, þá finnst alls ekkert svigrúm. Vitanlega er þetta svigrúm til, það eina sem þarf er vilji til að nýta það. Það þarf að bæta kjör þeirra sem lægst laun hafa og ekki á að láta eins og það sé ómögulegt. Ríkt samfélag ræður vel við slíkt verkefni. Öllum ætti svo að vera ljóst að hálaunafólk þarf ekki frekari hækkanir, það hefur mikið meira en nóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sú hugmynd sem lögð er til í frumvarpi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, að frysta laun ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins til 1. janúar á næsta ári er afar skynsamleg. Ef eitthvað má að henni finna þá er það helst að hún gangi ekki nógu langt. Frysta ætti launin mun lengur. Fólk sem er gríðarlega vel launað þarf ekki að fá rausnarlegar launahækkanir með reglulegu millibili. Vitanlega var ómögulegt annað en að ámátleg hljóð heyrðust úr horni vegna þessarar hugmyndar. Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, sem senn lætur af störfum, steig fram og kveinaði hátt. Hann segir að að laun seðlabankastjóra hafi æði lengi verið fremur lág í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna. Þetta vill hann láta leiðrétta. Það er sennilega innbyggt í eðli seðlabankastjóra að hugsa meira um krónur og aura en flestir aðrir. Víst er að núverandi seðlabankastjóri hefur hvergi dregið af sér þegar kemur að því að kvarta undan launakjörum sínum. Landsmönnum er vísast enn í minni þegar hann fór í mál við eigin vinnustað vegna þess að hann taldi sig illa settan í launamálum. Enn eina ferðina ber seðlabankastjóri sig aumlega vegna launa sinna, og velur til þess tíma þegar erfiðar kjaraviðræður standa yfir. Óneitanlega lýsir það ákveðnu taktleysi. Það vekur líka furðu hversu brattur seðlabankastjóri er. Einhver hefði eflaust búist við að hann hefði kosið að hafa hægt um sig þessa dagana, sérstaklega eftir þá hirtingu sem hann fékk nýlega frá umboðsmanni Alþingis vegna þess sem vart verður kallað annað en aðför Seðlabankans að Samherja. Seðlabankastjóri segir einnig að erfitt gæti verið að manna stöður bankastjóra ef laun þeirra dragist aftur úr launum sambærilegra embættismanna. Það er vitaskuld ekkert annað en bull. Það er fullt af hæfu fólki sem vill slíkar stöður, enda þarf enginn sem tekur þær að sér að lepja dauðann úr skel. Það er orðið ansi leiðigjarnt að hlusta á frasann frá hálaunuðu fólki um að það hafi dregist aftur úr í launum og verði umsvifalaust að fá leiðréttingu. Það er segin saga að um leið og einn hálaunamaður rekur upp gól hefja aðrir sömuleiðis upp raust sína og bera sig verulega illa þótt þá skorti ekkert í lífinu. Þannig hefur orðið til sú regla að þeir sem eru sérlega vel launaðir fá áframhaldandi hækkanir langt umfram almenna launaþróun. Á sama tíma er stöðugt verið að vara venjulegt launafólk við því að launahækkanir til þess yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúið. Ætíð finnst svigrúm til launahækkana fyrir hæst launaða fólkið en þegar kemur að launum venjulegs fólk, hvað þá þeirra lægst launuðu, þá finnst alls ekkert svigrúm. Vitanlega er þetta svigrúm til, það eina sem þarf er vilji til að nýta það. Það þarf að bæta kjör þeirra sem lægst laun hafa og ekki á að láta eins og það sé ómögulegt. Ríkt samfélag ræður vel við slíkt verkefni. Öllum ætti svo að vera ljóst að hálaunafólk þarf ekki frekari hækkanir, það hefur mikið meira en nóg.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun