Bóndinn sem sakaði konu hreppstjórans um saurlifnað Ari Brynjólfsson skrifar 25. mars 2019 06:30 Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur flytur erindi um sáttanefndir. „Þetta eru alls konar mál, illyrða- og áflogamál sem komu upp á milli manna. Þetta eru hjónaskilnaðir, landaþrætur og skuldamál. Þetta gefur okkur mikla innsýn í daglegt amstur fólks, þú sérð breyskleika þess,“ segir Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur. Á morgun, þriðjudaginn 26. mars, flytur hann hádegisfyrirlesturinn „Með kærleiksmeiningar vinmælum“: Sáttanefndir og lausn deilumála á 19. öld. Árið 1798 voru sáttanefndir settar á fót á Íslandi með konunglegri tilskipun. Þær störfuðu í svo til óbreyttri mynd fram á fjórða áratug 20. aldar, þegar lög um störf þeirra tóku umtalsverðum breytingum. Sáttanefndirnar voru svo lagðar niður endanlega árið 1981. „Sáttanefndirnar áttu að létta byrði héraðsdómara, færa minniháttar mál frá dómstólum, og líka að auðvelda almenningi að sækja rétt sinn í einkaréttarmálum. Það var metið svo að það væri kostnaðarsamt og tímafrekt að sækja rétt sinn fyrir dómstólum,“ segir Vilhelm. Þessari nýjung í réttarfari landsmanna var almennt vel tekið og skrifaði Grímur Jónsson, amtmaður Norður- og austuramts, árið 1831 að nefndirnar hafi verið einhver mesta réttarbót á Íslandi í seinni tíð. Þrátt fyrir það hafa sagnfræðingar þeim litla athygli veitt og fáir hafa nýtt sér bækur sáttanefnda sem heimildir um daglegt líf á 19. öld. „Það eru ótrúlega margir sem bara vita ekki af tilvist þessara nefnda,“ segir Vilhelm. Ekkert kom í staðinn fyrir nefndirnar og tóku dómstólar við málunum á nýjan leik. Spurður um eftirminnilegt dæmi rifjar Vilhelm upp kvörtun. „Bóndi að nafni Halldór Jónsson hafði verið á fylleríi og látið út úr sér ýmislegt ósæmilegt við hreppstjórann í sveitinni. Þar á meðal um eiginkonu hans. Þau hefðu stundað saman einhvern saurlifnað. Halldór var kærður fyrir sáttanefnd. Þar dró hann þessi orð sín til baka og bað eiginkonuna afsökunar á því að hafa vænt hana um saurlifnað. Hann borgaði líka sekt,“ segir Vilhelm. „Þetta eru alls konar svona mál. Þetta geta verið mál sem voru erfið viðureignar á þessum tíma en eru smávægileg þegar litið er aftur í tímann.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur hádegisfyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið en hann er hluti af fyrirlestraröð félagsins, sem þetta misserið hefur yfirskriftina „Saga réttarfars og refsinga“. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Einu sinni var... Tímamót Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Þetta eru alls konar mál, illyrða- og áflogamál sem komu upp á milli manna. Þetta eru hjónaskilnaðir, landaþrætur og skuldamál. Þetta gefur okkur mikla innsýn í daglegt amstur fólks, þú sérð breyskleika þess,“ segir Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur. Á morgun, þriðjudaginn 26. mars, flytur hann hádegisfyrirlesturinn „Með kærleiksmeiningar vinmælum“: Sáttanefndir og lausn deilumála á 19. öld. Árið 1798 voru sáttanefndir settar á fót á Íslandi með konunglegri tilskipun. Þær störfuðu í svo til óbreyttri mynd fram á fjórða áratug 20. aldar, þegar lög um störf þeirra tóku umtalsverðum breytingum. Sáttanefndirnar voru svo lagðar niður endanlega árið 1981. „Sáttanefndirnar áttu að létta byrði héraðsdómara, færa minniháttar mál frá dómstólum, og líka að auðvelda almenningi að sækja rétt sinn í einkaréttarmálum. Það var metið svo að það væri kostnaðarsamt og tímafrekt að sækja rétt sinn fyrir dómstólum,“ segir Vilhelm. Þessari nýjung í réttarfari landsmanna var almennt vel tekið og skrifaði Grímur Jónsson, amtmaður Norður- og austuramts, árið 1831 að nefndirnar hafi verið einhver mesta réttarbót á Íslandi í seinni tíð. Þrátt fyrir það hafa sagnfræðingar þeim litla athygli veitt og fáir hafa nýtt sér bækur sáttanefnda sem heimildir um daglegt líf á 19. öld. „Það eru ótrúlega margir sem bara vita ekki af tilvist þessara nefnda,“ segir Vilhelm. Ekkert kom í staðinn fyrir nefndirnar og tóku dómstólar við málunum á nýjan leik. Spurður um eftirminnilegt dæmi rifjar Vilhelm upp kvörtun. „Bóndi að nafni Halldór Jónsson hafði verið á fylleríi og látið út úr sér ýmislegt ósæmilegt við hreppstjórann í sveitinni. Þar á meðal um eiginkonu hans. Þau hefðu stundað saman einhvern saurlifnað. Halldór var kærður fyrir sáttanefnd. Þar dró hann þessi orð sín til baka og bað eiginkonuna afsökunar á því að hafa vænt hana um saurlifnað. Hann borgaði líka sekt,“ segir Vilhelm. „Þetta eru alls konar svona mál. Þetta geta verið mál sem voru erfið viðureignar á þessum tíma en eru smávægileg þegar litið er aftur í tímann.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur hádegisfyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið en hann er hluti af fyrirlestraröð félagsins, sem þetta misserið hefur yfirskriftina „Saga réttarfars og refsinga“.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Einu sinni var... Tímamót Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira