Grindavík hafði leitt nær allan leikinn og komust tuttugu stigum yfir en deildarmeistararnir komu til baka og voru síðustu mínúturnar hörku spennandi.
Brandon Rozzell jafnaði leikinn af vítalínunni þegar þrettán sekúndur voru eftir. Grindavík fór í sókn og Ólafur Ólafsson náði að skora úrslitakörfu og tryggja Grindavík 84-82 sigur.
Staðan í einvíginu er því 1-1 eftir tvo leiki.
Ótrúlegt lokaskot Ólafs má sjá hér að neðan.