200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Sighvatur Jónsson skrifar 23. mars 2019 18:45 Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. Samninganefnd Vegagerðarinnar fór á fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi í vikunni. Rætt var um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. Vegagerðin gerði skipasmíðastöðinni tilboð, búist er við svari á næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni fer skipasmíðastöðin ekki fram á viðbótargreiðslu vegna aukaverka. Ástæða aukagreiðslunnar er sögð vera hærri heildarkostnaður við framkvæmdina en upphaflega var gert ráð fyrir.Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinAfhending dregist Eitt af þeim atriðum sem tekist er á um eru dagsektir vegna seinkunar verksins. Í fyrstu átti að afhenda nýjan Herjólf 1. júní í fyrra. Vegna breytinga var afhendingu seinkað til 1. ágúst á síðasta ári. Þá var samið um 140 daga seinkun til viðbótar. Svo tók við 30 daga tímabil án dagsekta. Vegagerðin miðar við að dagsektir hafi fallið á verkið frá miðjum janúar síðastliðnum. Dagsektir nema 25.000 evrum fyrstu 90 dagana, rúmum þremur milljónum króna á dag. Eftir það eru dagsektir 12.500 evrur, ríflega ein og hálf milljón króna á dag. Vegagerðin telur dagsektir vegna smíði nýs Herjólfs nema samtals 200 milljónum íslenskra króna. Smíði Herjólfs er á lokastigi. Úttektir og prófanir eru eftir. Vegagerðin metur það svo að skipið geti verið tilbúið til afhendingar um næstu mánaðamót, að því gefnu að samningar náist við skipasmíðastöðina um lokauppgjör. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. Samninganefnd Vegagerðarinnar fór á fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi í vikunni. Rætt var um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. Vegagerðin gerði skipasmíðastöðinni tilboð, búist er við svari á næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni fer skipasmíðastöðin ekki fram á viðbótargreiðslu vegna aukaverka. Ástæða aukagreiðslunnar er sögð vera hærri heildarkostnaður við framkvæmdina en upphaflega var gert ráð fyrir.Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinAfhending dregist Eitt af þeim atriðum sem tekist er á um eru dagsektir vegna seinkunar verksins. Í fyrstu átti að afhenda nýjan Herjólf 1. júní í fyrra. Vegna breytinga var afhendingu seinkað til 1. ágúst á síðasta ári. Þá var samið um 140 daga seinkun til viðbótar. Svo tók við 30 daga tímabil án dagsekta. Vegagerðin miðar við að dagsektir hafi fallið á verkið frá miðjum janúar síðastliðnum. Dagsektir nema 25.000 evrum fyrstu 90 dagana, rúmum þremur milljónum króna á dag. Eftir það eru dagsektir 12.500 evrur, ríflega ein og hálf milljón króna á dag. Vegagerðin telur dagsektir vegna smíði nýs Herjólfs nema samtals 200 milljónum íslenskra króna. Smíði Herjólfs er á lokastigi. Úttektir og prófanir eru eftir. Vegagerðin metur það svo að skipið geti verið tilbúið til afhendingar um næstu mánaðamót, að því gefnu að samningar náist við skipasmíðastöðina um lokauppgjör.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira