Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. mars 2019 13:11 Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi. Vegagerðin Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að krafa Crist S.A. um viðbótargreiðslu sé ekki í samræmi við áður gerða samninga og hafi henni því verið hafnað. Vegagerðin hafi boðið stöðinni að ljúka greiðslum samkvæmt samningi og fá skipið afhent en vísa ágreiningi um greiðslurnar til þriðja aðila. Þá kemur fram að smíði á nýjum Herjólfi sé nánast lokið en þó eigi eftir að klára minniháttar lagfæringar og prófanir á skipinu. Auk þess eigi Samgöngustofa eftir að ljúka skoðun sinni á fleyinu og staðfesta að gefa megi út haffærnisskírteini. Gera megi ráð fyrir að þessum verkum ljúki öðru hvoru megin við næstu mánaðamót.Leita ráðgjafar sérfræðinga Vegagerðin leitaði til erlendra sérfræðinga varðandi viðbrögð við kröfu stöðvarinnar um viðbótargreiðslu og var ákvörðun tekin um að hafna kröfunni þar sem hún eigi sér ekki stoð í samningi aðilanna. Lagði Vegagerðin til að ferjan yrði afhent í næstu viku gegn því að lokagreiðsla yrði innt af hendi í samræmi við samning, auk þess sem samþykkt aukaverk yrðu gerð upp. Kröfu stöðvarinnar yrði þá vísað til þriðja aðila til úrlausnar. Stöðin hefur ekki fallist á þessa tillögu heldur stendur föst á kröfu sinni um greiðslu umfram samning og samþykkt aukaverk. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að líklegast sé að málið skýrist nánar í næstu viku en þangað til ríki áfram óvissa um hvenær nýr Herjólfur verði afhentur. Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi Ekki liggur þó fyrir hvenær nýja ferjan verður afhent. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mögulega hefjist siglingar fyrirtækisins með núverandi Herjólfi í lok mánaðar. 6. mars 2019 11:20 Samningafundur um lokauppgjör Herjólfs í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til Póllands til fundar á morgun við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Gdansk um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. 19. mars 2019 12:15 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Titringur á Alþingi Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að krafa Crist S.A. um viðbótargreiðslu sé ekki í samræmi við áður gerða samninga og hafi henni því verið hafnað. Vegagerðin hafi boðið stöðinni að ljúka greiðslum samkvæmt samningi og fá skipið afhent en vísa ágreiningi um greiðslurnar til þriðja aðila. Þá kemur fram að smíði á nýjum Herjólfi sé nánast lokið en þó eigi eftir að klára minniháttar lagfæringar og prófanir á skipinu. Auk þess eigi Samgöngustofa eftir að ljúka skoðun sinni á fleyinu og staðfesta að gefa megi út haffærnisskírteini. Gera megi ráð fyrir að þessum verkum ljúki öðru hvoru megin við næstu mánaðamót.Leita ráðgjafar sérfræðinga Vegagerðin leitaði til erlendra sérfræðinga varðandi viðbrögð við kröfu stöðvarinnar um viðbótargreiðslu og var ákvörðun tekin um að hafna kröfunni þar sem hún eigi sér ekki stoð í samningi aðilanna. Lagði Vegagerðin til að ferjan yrði afhent í næstu viku gegn því að lokagreiðsla yrði innt af hendi í samræmi við samning, auk þess sem samþykkt aukaverk yrðu gerð upp. Kröfu stöðvarinnar yrði þá vísað til þriðja aðila til úrlausnar. Stöðin hefur ekki fallist á þessa tillögu heldur stendur föst á kröfu sinni um greiðslu umfram samning og samþykkt aukaverk. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að líklegast sé að málið skýrist nánar í næstu viku en þangað til ríki áfram óvissa um hvenær nýr Herjólfur verði afhentur.
Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi Ekki liggur þó fyrir hvenær nýja ferjan verður afhent. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mögulega hefjist siglingar fyrirtækisins með núverandi Herjólfi í lok mánaðar. 6. mars 2019 11:20 Samningafundur um lokauppgjör Herjólfs í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til Póllands til fundar á morgun við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Gdansk um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. 19. mars 2019 12:15 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Titringur á Alþingi Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50
Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi Ekki liggur þó fyrir hvenær nýja ferjan verður afhent. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mögulega hefjist siglingar fyrirtækisins með núverandi Herjólfi í lok mánaðar. 6. mars 2019 11:20
Samningafundur um lokauppgjör Herjólfs í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til Póllands til fundar á morgun við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Gdansk um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. 19. mars 2019 12:15