Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli eftir hálftíma leik er Portúgal gerði 1-1 jafntefli við Serbíu á heimavelli í undankeppni EM 2020.
Dusan Tadic kom Serbíu yfir af vítapunktinum á sjöundu mínútu en Danilo Pereira jafnaði metin fyrir Portúgal á 42. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1.
Ronaldo kenndi sér til meins í læri en Portúgal er einungis með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Þeir gerðu markalaust jafntefli við Úkraínu á föstudagskvöldið.
Serbía er í fjórða sætinu með eitt stig en þetta var fyrsti leikur Serbíu í riðlinum. Á toppnum er Úkraína með fjögur stig en Úkraína vann dramatískan 2-1 sigur á Lúxemborg í kvöld. Sigurmarkið skoraði Gerson Rodrigues í uppbótartíma.
Albanía átti auðveld með Andorra í riðli okkar Íslendinga en lokatölur urðu 3-0. Tvö af þremur mörkum Albaníu komu á síðustu þremur mínútum venjulegs leiktíma.
Albanía er því komið með þrjú stig í riðli okkar Íslendinga, Frakkland og Tyrkland eru með sex stig en við Íslendingar eru með sex. Andorra og Móldóva eru án stiga.
Úrslit dagsins:
A-riðill:
Kósóvó - Búlgaría 1-1
Svartfjallaland - England 1-5
B-riðill:
Portúgal - Serbía 1-1
Lúxemborg - Úkraína 1-2
H-riðill:
Tyrkland - Móldóva 4-0
Andorra - Albanía 0-3
Frakkland - Ísland 4-0
Ronaldo fór meiddur af velli í jafntefli | Sjáðu öll úrslit kvöldsins

Tengdar fréttir

Bein útsending: Kósóvó - Búlgaría
Vísir er með beina sjónvarpsútsendingu frá völdum leikjum í undankeppni EM 2020.

Bein útsending: Lúxemborg - Úkraína
Vísir er með beina sjónvarpsútsendingu frá völdum leikjum í undankeppni EM 2020.

Bein útsending: Andorra - Albanía
Vísir er með beina sjónvarpsútsendingu frá völdum leikjum í undankeppni EM 2020.

Bein útsending: Portúgal - Serbía
Vísir er með beina sjónvarpsútsendingu frá völdum leikjum í undankeppni EM 2020.